Leita í fréttum mbl.is

Miðið

Varðskip í action eru óvissutímar á Íslandi og enginn virðist vita hvað bíður okkar. Fyrirtæki og heimili geta illa gert áætlanir fram í tímann eins og venja er út af þessari óvissu. Verður fyrirtækið mitt til eftir ár og á ég heimili yfirhöfuð eftir ár? Þetta eru spurningar sem brenna á fólki. Einstaklingarnir eru aftur á móti annað mál að mínu mati. Þeir geta mótiverað sig og aðlagað breyttum aðstæðum með nokkuð auðveldum hætti. Þá skiptir máli að vera jákvæður á allar breytingar og vera tilbúin að taka nýjan pól í hæðina eins og sagt er. Það þarf að taka stefnuna þangað sem maður vill fara og setja sér markmið í samræmi við kringumstæður og tímasetja þau til að hægt sé að átta sig á hvort þau eru í réttum farvegi eða ekki. Þegar þetta er ritað er fullveldisdagur Íslendinga og 65 ára afmæli lýðveldisins. Það vekur upp spurninguna verðum við til sem  fullvalda þjóð eftir ár eða verður búið að framselja okkur til ESB í krafti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þvingunaraðgerða stærstu ríkja innan þess, svo sem Breta og Hollendinga. Mér finnst augljóst að stjórnvöld sem haldið hafa um  stýrið síðan í október séu algerlega stefnuvillt og í versta falli stefnulaus þegar kemur að þessum málum. Eina markmið Samfylkingarinnar virðist vera að komast inn í ESB án þess að skilgreina þann ávinning sem ætti að vera því samfara miðað við áhuga á að tilheyra þeirri grúbbu enn frekar en nú er. Það er sorglegt að sjá að Framsóknarflokkurinn virðist vera eina aflið á Alþingi sem heldur uppi andófi við fullveldisafsali þjóðarinnar. Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn og hvernig er með Borgarahreyfinguna? Eru þeir enn sveimhuga í þessum málum og vita ekkert hvert á að miða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl,sért þú Kolbrún.Ég tek undir með þér með þessa trúarskoðun Samfylkingunnar á ESB,það er alveg óskiljanlegt hversu þaug leggja mikla áherslu á inngöngu inní þetta skelfilega samsull sem Evrópusambandið er.Ég hef verið að flakka aðeins um Noreg undanfarnar vikur,og hefi verið að sjálfsögðu að spjalla við Norsarana um ESB,um nítiuprósent þeirra sem ég ræddi við á flakki mínu voru mjög andsnúnir að ganga inní þetta ESB.Hugsa sér annað frétti það að haldin hafi verið  fundur á Egilstöðum um dagin og umræðan hafi eingöngu snúist um inngöngu okkar í þetta ESB,og þarna voru forsætisráðherrar hinna norðurlandana.Fremstu fór þarna í þessari umræðu formaður forsætisnefndar Norðurlanda og nafn hans er :Halldór Ásgrímsson,já af öllum En einsog alþjóð veit er hann hinn mesti kvótaræningi sem þjóð þessi hefir alið.  Nú er farið að sjóða í mér reiðin gagnvart landráðamönnum og þjóðnýðingum,svo ég segi bara bless í bili.........austfirðir á morgun...PS:í neðri pistli þínum skrifar hún Sigurveig Ingim,,er hún ekki frá Raufarhöfn.?.

NN (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Kolla, mér er hýtt til Jóhönnu ég held að hún sé góð kona en hún er algerlega úti á þekju varðandi Icesave og fleiri efnahagsmál.  Það ómetanlegt að fólk skuli vera með gott hjartalag en Jóhanna má ekki líta fram hjá okkar allra færustu sérfræðingum í Evrópurétti eins og prof. Stefáni Má og Dr. Elvíru. Þau hafa bæði sagt að þau telji að Ísland myndi vinna málaferli um Icesave.

Af hverju voru þau ekki höfð með í ráðum og af hverju fengu þau ekki að stýra samninganefndinni?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 06:39

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Gaman að sjá þig hér aftur eftir langt hlé.  ég var nú bara farin að sakna þín þó ég viti ekkert hver þú ert. Varstu í Norge það hefur vonandi verið fín ferð. Já það er alveg víst að þetta er eitthvað meira en lítið sem er undirliggjandi í þessum pólitísku málum fyrst fólkið er svona óttaslegið að það vill fórna okkar miklu auðlindum og möguleikum til að fá að hanga í hópnum. Nú eru Norðmenn með okkur í EES þannig að það er spurning hvort það samstarf er líka undir í þessu máli öllu. Það er þrýstingur alls staðar að á okkur um að ganga inn og etv á Norðmenn líka að setja á okkur pressu og hóta slitum á því samkomulagi. Við erum ekki í góðum málum ef við höldum ekki því viðskiptasambandi opnu allavega fyrst í stað. Já Sigurveig sæta Ingimundardóttir sem gift er Stefáni Friðgeirssyni frænda mínum er fædd og uppalin á Raufarhöfn en býr nú á Selfossi. Bestu kveðjur og góða ferð austur. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður og takk fyrir innlitið. Já ég held að flestir telji Jóhönnu hafa gott hjartalag og eru þá að skírskota til baráttu hennar fyrir málefnum fatlaðra og þeirra sem minna hafa úr að spila.Það er kannski ekki alveg að marka það því sumir hafa barist fyrir þeim kjörum og orðið frægir fyrir en eru alls ekki góðar manneskjur samt sem áður. Það get ég staðfest því á mínum fyrrverandi vinnustað var slík persóna sem stundaði einelti og valdníðslu en alltaf með englafeisið og aumingjavælið út á við. Það er þó alveg ótengt hinni ágætu Jóhönnu og er hún afar sannfærandi í sínum málflutningi þegar kemur að umræddum málefnum. Okkar árusérfræðingur gaf henni gota umsögn eins og þú veist . Alveg sammála því að það er bara skandall að taka ekki mark á þessu fólki og hvar er nú viljinn til að hlusta á raddir fólksins. Með kveðju Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband