Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan.

Grand hotel1Þá má segja að kosningabaráttan sé hafin fyrir komandi Alþingiskosningar. 25. febrúar var haldinn fyrsti fundur í fundaröð um velferðarmál, að frumkvæði ÖBÍ og Þroskahjálpar, að Grand Hótel í Reykjavík. Frummælendur voru Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Matthías Halldórsson landlæknir.

Í panel voru fulltrúar allra framboða og notenda. Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Helga Sigrún Harðardóttir alþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, Helgi Hjörvar alþingismaður fyrir Samfylkinguna, Sigríður Jóhannsdóttir formaður Samtaka sykursjúkra og síðast ,en ekki síst, undirrituð fyrir Frjálslynda flokkinn.

Þokkaleg mæting var á fundinn og honum stjórnað af festu, en sanngirni , af Þresti Emilssyni, fjölmiðlamanni.

Fundurinn var mjög fróðlegur og var mörgum spurningum beint til panelsins. Fundartími var til kl. 22:00 og þá var fundi slitið, en okkur uppálagt að svara óafgreiðum spurningum síðar í emaili.

Svörin og upptaka af fundinum verður síðar birt á heimasíðu ÖBÍ. 

 Kjósið nú rétt. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þröstur er frændi minn nokk og Akureyringur!

Og þú hefur væntanlega sagt allt gott á fundinum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það hlaut að vera að hann væri að norðan. Ég kunni svo vel við hann, ekki síst  þegar hann fyrirgaf mér að tala tvöfaldan úthlutaðan tíma . Ég var auðvitað bara með frekju og heimtaði meira fé í þennan málaflokk til að mæta kreppunni og í fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég vil líka hærri tekjur /bætur og hætta þessu afsláttarfyrirkomulagi sem stýrir hegðun fólks. Annars var þetta afar fróðlegur fundur og góður eins og fyrr segir. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Kjósið rétt! segirðu. Mér sýnist öll framboð ekki komin fram ennþá. Á meðan er ekki hægt að gera þetta upp við sig endanlega!?! Við Magnús Geir bíðum t.d. enn eftir því hvað sumir gera . . . 

Ágúst Ásgeirsson, 27.2.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Alveg klikkaði ég hrikalega; auðvitað ertu komin í framboð. Situr þarna í panel og tilkynnir að kosningabaráttan sé hafin. Þarna sást mér yfir. Ballið er sem sagt byrjað!

Ágúst Ásgeirsson, 28.2.2009 kl. 07:49

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu Ágúst. Ég er undir feldi  Mætti þarna í bráðri neyð sem ritari flokksins  .kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:03

6 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Sæl Kolbrún.

Eflaust er Kristinn ágætis þingmaður og allt það. En það sem ég er nú eiginlega að meina er að ef Kristinn eða aðrir sem kosnir eru á þing af  ákveðnum hópi kjósenda fyrir ákveðinn flokk ákveða að segja sig úr þeim flokki, þá eigi þeir að segja af sér þingmennsku en ekki að ganga til liðs við næsta flokk. Það kalla ég svik við þá kjósendur sem kusu viðkomandi aðila til þingsetu. 

Eigðu góðan dag.

Runólfur Jónatan Hauksson, 28.2.2009 kl. 12:01

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll Runólfur. Ég hef verið á annarri skoðun og í ljósi þess spyr ég þig. Ef ég fer í framboð og heimsæki fyrirtæki og stofnanir og lýsi því að ég sé alfarið á móti t.d. Evrópusambandsaðild. Ég færi kannski á þing út á það. Síðan gerðist það á  miðju kjörtímabili að landsþing flokksins, sem markar stefnuna, ákveður að flokkurinn eigi að tala fyrir og með ESB. Hvað á ég þá að gera? Hvern svík ég ef ég neita að tala þvert um hug minn? Kjósendur eða flokkinn. Hvað segir stjórnarskráin um það? Bara svo það sé ljóst í framhaldi af kommenti á þínu bloggi þá þekki ég Kristinn ekki neitt og hef haft minnst samskipti við hann af öllum í flokksforystunni. Reyndar engin við JM. Ég hef hinsvegar farið á fund með Grétari Mar til Vestmannaeyja og upp á Keflavíkurflugvöll í kosningabaráttunni síðast og Guðjóni og fleirum til Ísafjarðar. Ég hef hinsvegar fylgst með þinginu og séð Kristinn starfa þar. Það er bara minn stíll að líta á menn og málefni út frá hlutlausu sjónarhorni burtséð frá mínum hagsmunum. Takk fyrir að færa þetta á mitt blogg og endilega svaraðu mér hvað þér finnst. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:03

8 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Þetta er gott svar hjá þér Kolla.

Ég þekki Kristinn ekki neitt. En ég kaus frjálslynda í síðustu kosningum og mun líkast til ekki gera það aftur.

Hverjum sem er er frjálst að yfirgefa sinn flokk hvort sem það er þingmaður eða kjósandi. En eins og ég sagði þá tel ég það réttlætismál gagnvar kjósendum að þegar þingmaður kúvendir, og hagræðir sínum seglum eingöngu til að reyna að halda í stólinn sinn, eigi viðkomandi aðili að láta sinn varamann í flokknum sem hann er að yfirgefa taka við ~fína~ stólnum. Mér kæmi á óvart að þeir kjósendur sem til dæmis veittu Kristni sitt atkvæði í síðustu kosningum hafi ætlað sér að bæta við einum þingmanni til Framsóknarflokksins.

En þetta eru nú bara mínar skoðanir.

Runólfur Jónatan Hauksson, 1.3.2009 kl. 00:46

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nei og ekki heldur Sjálfstæðisflokkinn. Jón fór þangað. Vona að þú endurskoðir afstöðu þína og haldir þig við okkur nema þú ætlir að elta Kristinn  Málefnastefna okkar er mjög góð og við munum berjast fyrir henni. Þurfum allan þann liðstyrk sem við getum fengið. Þakka þér fyrir hreinskiptin samskipti hér á blogginu og ég virði þínar skoðanir að sjálfsögðu. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.3.2009 kl. 01:01

10 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Málefnastaðan er góð,já mikið rétt. En það einhvernvegin höfðar ekki til mín að gaukar eins og Jón og Kristinn hafi hlotið náð fyrir kjósendum Frjálslyndra á meðan duglegir menn eins og Magnús og Sigurjón voru settir út í kuldann. Annað mál að lítið hefur mér fundist ganga á þinginu hjá mínum fyrrverandi flokki. Meira verið um þras og mas og leiðindi milli manna og kvenna í staðin fyrir að standa saman. Grétar mar er öndvegis drengur og honum treysti ég.

Og Kolla ég er búin að gera upp minn hug varðandi komandi kosningar. Ég ætla að vera einn af þeim sauðum sem skilar auðu. 

Runólfur Jónatan Hauksson, 1.3.2009 kl. 01:20

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 ansi varstu ákveðinn þarna í restina. Þýðir ekkert að reyna að telja þér hughvarf ?  Það er nú partur af lýðræðinu, margumrædda, að menn geta líka skilað auðu og það eru ákveðin skilaboð í því.

Atkvæði greidd okkur eru skilaboð um vilja til breytinga á kvóta, þó við komum ekki manni inn.

Þó ég sé öll af vilja gerð þá get ég ekki stýrt því hvað menn gera í kjörklefanum og gildir það m.a. um það sem þú segir um Jón og Kristinn. Bæði Sigurjón og Magnús voru í fyrsta sæti á listum og í þeim kjördæmum sem þeir vildu sjálfir. Þeir fengu báðir góðan stuðning þó það dygði ekki til að komast inn á þing. Sama gilti um mig. Mig vantaði ca 17 atkvæði til að komast inn sem kjördæmakjörinn en þar sem þau atkvæði voru ekki til staðar fór Kristinn inn, og Grétar Mar sem uppbótarþingmaður. Leiðindin hafa verið töluverð eins og ég gat um í pistli mínum, um frjálslyndar konur hér á síðunni minni, en eru vonandi að baki enda þessir andstæðu pólar J og M báðir farnir til síns heima. Minni þig á það að Guðjón var ræðukóngur á haustþinginu og mörg mál hafa verið lögð fram en þau geta legið í nefndum í marga mánuði áður en þau eru tekin til umræðu. Það er gallinn við að vera í minnihluta.

Það eru fleiri en þú búnir að fá upp í kok af þessari pólitík og öllu bullinu þar en aldrei hefur verið meiri þörf á að vanda valið en núna á ögurstundu okkar samfélags. Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.3.2009 kl. 22:54

12 identicon

Heilar og sælar Kolbrún,að kjósa rétt segir þú!Já það getur verið pínusnúið,var að heyra það í fréttum í kvöld að Samfylking og Vinstri Grænir, séu að pæla að bjóða sameiginlega fram,það finnst mér vera snilld.Segðu mér Kolbrún,hvernig fannst þér greinin í Sunnudags Mogganum sem hún nafna þín Bergþórsdóttir ritaði,um Frjálslyndaflokkin?Hvað hafið þið gert á hennar hlut,ég held að hún sé að farast úr karlaleysi,þvílík mygla og ergja og kergja sem að kemur frá henni.Ekki ætla ég að leysa úr þessu karlaleysi hjá henni,hún er búin að vera svo önug undanfarna mánuði blessunin sú.Hún þarf náttúrulega að sanna sig fyrir nýjum eigendum  Morgunblaðsins kvótagreifunum og strangheiðarlegum félögum þeirra.Í dag hitti ég Grétar Mar á Sægreifanum í hádeginu,en gat lítið spjallað við hann, þó minntist ég örlítið við hann um pistil Kolbrúnar Bergþórss,hann hristi bara hausinn og át sinn sviðakjamma.   Kjósum svo rétt,    Gullni þríhyrningurinn um Suðurland á morgun bíður, ef veður leyfir.

NN (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:42

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Enn get ég öfundað þig af ferðalögunum. Veður leyfir segir þú. Ég er búin að vera í "ferðafötunum" alla vikuna því ég ætlaði endilega að keyra norður og það alla leið til Vopnafjarðar. Eilíf snjókoma. Ég er búin að semja svargrein til nöfnu minnar og ætla að senda hana á morgun. Svo veit ég ekkert hvort þeir birta hana. Set hana síðan á þessa síðu. Annars er ég ekki neitt rosa hissa á henni. Það er rétt sem hún segir um Útvarð Sögu og niðurrifsstarfsemina þar og líka um illindi sem voru í flokknum. Hún er hinsvegar mjög rætin kerlingin og ólýðræðisleg þegar hún vill ráða hverjir séu á Alþingi Íslendinga og hverjir ekki. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.3.2009 kl. 23:55

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og ég ætla nú rétt að vona að þú fallir ekki í sömu leiðu gryfjuna og hin annars mín ágæta bloggvinkona hún Ásthildur Cesil vestfjarðavalkyrja, notir ljót orð sem kalli svo á enn verri viðbrögð, eins og gerðist inn á hennar bloggi!? Reyndar er nú nafnlausi félagi þinn hérna nokkuð að dylgja með ástæðu skrifa hennar, slíkt og þvíumlíkt bætir aldrei málstaðin eða gerir mann trúverðugari.

En Kolla við sinn arineld,

undir liggur þykkum feld.

Áfram mér þó sýnist seld,

sama flokk og við hann nelgd!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 00:16

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ einn koss færðu fyrir þessa vísu þó komið sé fram yfir bloggtímann minn. Svara þér betur á morgun, kannski með vísukorni hver veit. Góða nótt. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.3.2009 kl. 00:25

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En svolítið öndvert við vísuna á undan.

Þó kona sé á köflum leið

og kannski líka nagi efinn.

Sínum flokk í sárri neyð,

sinnir Kolla undirgefin!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 00:47

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

ja eint sín notting jet hahahah

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.3.2009 kl. 00:49

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hóhó, þar með er það heyrumkunnugt, Kolla komin undan feldinum, til lukku með það!http://visir.is/article/20090306/FRETTIR01/908084245

Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 23:56

19 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Magnús. Takk fyrir að sýna mér þessa frétt á Vísi. Ég hafði ekki séð hana. Bara copy /pastað af xf.is . Takk fyrir góðar óskir. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:21

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka göfuga frú!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 00:14

21 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með Magnúsi Geir! Eigum við ekki að segja að þú hafir með ákvörðun þinni tekið áskorun okkar Magnúsar? Gott að þú fórst undir feld, eins og Egill forðum. Það virðast oftast teknar góðar ákvarðanir undir feldi!

Ágúst Ásgeirsson, 8.3.2009 kl. 20:58

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Gæðin eiga eftir að koma í ljós... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband