18.2.2009 | 14:08
Frjálslyndar konur.
Það mætti halda þegar hlustað er á fréttaflutning um Frjálslynda flokkinn að allt sé neikvætt og leiðinlegt sem gerist hjá þeim. Það er þó ekki þannig, þó vissulega hafi ekki skort á leiðindin heldur. Á þessu þingi sem staðið hefur í tæp tvö ár hafa þrjár sómakonur, hver annarri hressari, tekið sæti á Alþingi Íslendinga. Fyrst Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir síðan Hanna Birna Jóhannsdóttir og nú síðast kjarnakonan Ragnheiður Ólafsdóttir. Ragnheiður hefur vissulega vakið athygli með skeleggri framkomu sinni og öryggi í ræðustól. Málefnaleg og jarðtengd veitti hún þingheimi tiltal fyrir óábyrga framkomu í þinginu á örlagatímum þjóðarinnar. Ragnheiður er margreynd í félagsmálum, málefnum öryrkja og gerþekkir málefni sjómanna enda sjómannskona til margra ára. Auk þessa hefur hún líka hæfileika á andlega sviðinu, les til dæmis í áru fólks. Ég óska henni velfarnaðar í vandasömu starfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Þið frjálslyndu konurnar þurfið að rassskella þessa karlp..... í þingflokknum
Ég hafði virkilega ánægju af Ragnheiði þegar hún talaði til þingheims og ég er ekki frá því að sumir hafi farið að "hugsa" pínulítið. Hún veit greinilega lengra en nef hennar nær. Því miður held ég að fáir á þingi hafi spáð mikið í andlegu málin. Það eru víst bara óttalegir kjánar sem spá í það andlega.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:39
Sæll Páll. Ég vil nú helst ekki taka að mér að rassskella þá en læt ósagt um hvort þeir eiga slíka hirtingu skilið. Mér finnst þeir stundum óttalegar karlrembur, en samt á frekar skemmtilegan hátt, þ,e, án hroka. Meira svona uppeldisáhrif og kannski eitthvað saltbragð að því líka . Varðandi andlegu málefnin þá þekki ég nú ekki þingheim og veit ekki hvort þau spá mikið í andans mál. Mér finnst að þau mættu standa sig betur í efnismálunum svo mikið er víst. Gott hjá Ragnheiði að kippa þeim út úr gamla leikritinu og benda á raunveruleikann. Takk fyrir innlitið kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:29
Mín kæra Kolla, þessi ágæta frú vakti já athygli mína sem og margra annara, RAgnheiður Ólafsdóttir, en hinar fóru framhjá mér. Hanna Birna er þó bloggari held ég!?
EF þið þessar kellur allar takið meir völdin í flokknum, þá eigið þið vísast enn erindi við landslýð, en ólga ku þó vera mikil núna í flokknum vegna komandi landsfundar og staðsetningu hans.Brotthvarf Jons Magg, sem því miður sem margur fyrr sér ekki sóma sinn í að víkja af þingi fyrir varamanni, heldur leitar á sín gömlu heimamið og kokgleypir þar með allt sem hann "frá því í gær" talaði og barðist gegn, hefur þó þær jávkæðu afleiðingar ekki satt, að slagsmál leynd og ljós milli hans og Kristins H. eru yfirstaðin!?
En hvað ætlar skörungurinn þú sjálf að gera, bloggheimur bíður spenntur!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2009 kl. 23:28
hahahaaaaaaaaaaaaahahaha. Þú ert með langskemmtilegustu mönnum .. bíður bloggheimur hhahahha ja hérna. En í alvöru þá er það karakterleysi sem Jón Magnússon sýndi með sinni framkomu alveg einstakt ,þó áður hafi menn skipt um flokka og söðlaðu um, sem er ekkert við að segja í sjálfu sér, og mest til vansa fyrir hann eftir allt hans níð um þann flokk. Hann er með þessu að kvitta undir aðgerðir sjálfstæðismanna í kvótamálum og öðrum málum síðustu 18 árin og til hvers. Jú ég held að hann hafi alltaf gengið með þann draum að verða þingmaður Sjálfstæðisflokksins og því vill hann enda sem slíkur. Þetta er að taka drauminn( alkaþráhyggja mætti það líka heita ) fram fyrir heilbrigða skynsemi og heiðarleika. Nú má ekki taka orð mín svo að ég sé að setja út á einstaka þingmenn þess ágæta flokks sem JM hrasaði inn í undir lok þingferils síns því þar leynast nokkrir góðir eins og t.d. Illugi Gunnarsson sem hefur mikinn sans fyrir landsbyggðinni. Ég veit ekkert hvað ég á að gera . Hvað finnst þér? Skil nú ekki hvernig þessar flottu konur gátu farið fram hjá þér. Ég er búin að blogga um þær báðar kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.2.2009 kl. 11:04
Sælar Kolbrún,ég var að koma frá vestfjörðunum eftir nokkura daga ferðalag og var mikið gaman.Þú minnist þarna á hann Illuga Gunnarsson.Vestfirðingum sumum sem ég ræddi við,sögðu mér að hann væri nú ekki allur þar sem hann væri séður.Illugi þessi væri hið mesta ólíkindatól og hinn mesti tækifærissinni.NN minnir fastlega að Illugi hafi eitthvað smá komið að klúðri hjá Glitni sáluga::Sjóður no 9,en sá sjóður var nýbúin að fá lánaða 11,milljarða frá Seðlabankanum.Illugi sat í stjórn sjóðs 9,,peningamarkaðssjóðinum.Vinur hans í Seðlabankanum treysti honum og vinum hans hjá Glitni sáluga fyrir þessu,og er það ekki rétt að Illugi Gunnarsson var aðstoðarmaður hins mikilsvirta Davíðs Oddsonar,þegar hans ágæti var Forsætisráðherra.Nei Illugi Gunnarsson meikar ekki sans.(minnir að það hafi verið 11,milljarðar)Bless í bili,Ólafsvík og nágrenni framundan,öll næsta vika,það er andleg hreinsun að ferðast um landið sitt,og vetrarfegurðin er gjörsamlega mögnuð. ps:ansi er hann að minnka Frjálslyndi flokkurinn.
NN (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:48
Sæll NN. Þú átt gott að ferðast um landið. Víst þekkja Vestfirðingar Illuga þennan betur en ég sem hef aldrei talað við hann. Það er ekki ólíklegt að hann sé tækifærissinni að einhverju leyti verandi í Sjálfstæðisflokknum og það þarf ekki að vera alslæmt. Við eigum jú að nýta þau tækifæri sem gefast en ekki sitja og bíða eftir því að þau sæki okkur heim. Vannýtt tækifæri geta verið sóun. Ég hélt að það sem kom uppá í sjóð 9 hafi verið að einum aðila var lánað meira en mátti á einstaka kennitölu. Hann barðist víst fyrir að það yrði lagfært til að það bitnaði ekki á þeim sem höfðu lagt inn í sjóðinn. Hann hefur eflaust lært mikið af Davíð Oddssyni enda var þar mikill foringi á ferð þó ekki hafi maður alltaf verið sammála honum. Hann leiddi þó þjóðina með lýðræðislegum hætti í áratugi ekki satt. Þú getur nú fengið lofræður um Davíð á Ólafsvík, Hellissandi og Rifi býst ég við. Nú er Ásbjörn Óttarsson að fara fram fyrir sjálfstæðismenn. Ég hef miklar mætur á þeim strák. Fegurð landsins er mikil og ein mestu auðæfin okkar og fátt skemmtilegar en að keyra á góðum hraða góðan bíl um landið á góðviðrisdegi, sérstaklega Snæfellsnesið. Hvað varðar Frjálslynda flokkinn þá hefur hann ekki minnkað svo ég viti. Fjórir hættu með Jóni Magnússyni en margir tala um að nú geti þeir farið að kjósa í flokkinn, jafnvel hugsað sér að ganga í hann. Sjálf hefði ég viljað sjá fleiri fylgja Jóni en það er prívatskoðun mín. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:14
Sæl mín ágætasta blogvinkona.Satt að segja hafði ég alltaf illan bifur á Jóni Magnússyni.Þetta hljómar kannske eins og hjá mörgum sem þóttust sjá"fallið"fyrir.Það sem mér sveið sárast að orð Margrétar Sverrisdóttir virtust hafa haft við rök að styðjast.Það þyrfti einhvernveginn að setja undir þennan"leka"hvað varðar brotthlaup kosina þingmanna undan merkjum þess flokks sem þeir svo sannarlega voru kosnir til.En það eru margar hliðar á því máli.Og sýnist sitt hverjum.Ég tek undir með okkar góða bloggvini Magnúsi Geir,hvað ykkur"frjálslyndu"(ekki sagt ykkur til hnjóðs)konur áhrærir.Mætti bæta við brosmildum hæfileikaríkum konum í stjórn flokksins og á framboðslistum.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 22.2.2009 kl. 13:41
Sæll Ólafur. Jón og hans hirðmeistarar höfðu mikil plön í gangi. Eitt var að láta þingmenn skrifa undir skjal þess efnis að þeir myndu hætta á þingi ef þeir færu úr flokknum og hleypa næsta manni að. Skyldi það nú skipta máli t.d. varðandi Jón þennan hvort hann hefur sagt þetta yfir hóp af fólki eða skrifað undir eitthvert skjal. Nei aldeilis ekki. Það er bara ekki nokkur leið að koma í veg fyrir þetta nema vanda valið þegar verið er að stilla upp á lista. Ef ég fer fram og lofa að berjast fyrir tilteknum málum mun ég vinna að því út kjörtímabilið en ekki ganga til liðs við aðra flokka sem eru á öndverðu máli í aðalatriðum. Engin hætta á að ég taki það sem hnjóð að vera kölluð frjálslynd . Ég er bæði frjálslynd og léttlynd en ekki lauslát ef þú skilur hvað ég á við.
Bestu kveðjur til Eyja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:22
Ég er eins og Magnús Geir og bíð spenntur eftir fréttum af hugsanlegu eða óhugsanlegu framboði þínu! Og bæti við áróðri: Þú átt að taka slaginn, þetta munaði engu síðast og svo er þörf fyrir klárar konur á þingi.
Að öðru, til mín hefur verið beint ýmsum spurningum sem ég á eftir að svara - veit upp á mig skömmina. Meðal annars var ég spurður hvort Kolbrún líktist nafngreinum leikkonum, önnur þeirra er Birgitta Bardot.
Svarið er: hún er mun huggulegri en þær tvær. Og það er nú svo með Bardot, að maður lítur helst undan ef hún birtist í fréttum. Sú hefur elst illa, og er þá vægt til orða tekið! Kolla minnir meira á Sophie Marceaux sem er heillandi leikkona og sjarmerandi, svo ég bæti svarið aðeins.
Kolla, þú spurðir mig um frönsk húsnæðislán. Það eins og margt annað hér er óskaplega flókið og helgast e.t.v. af þeirri áráttu Frakka að búa alltaf til eitthvað nýtt með hverri kynslóð án þess að hrófla mikið við því sem fyrir var.
Það er eiginlega allt til, mér dettur helst í hug litrófið þegar möguleikarnir eru skoðaðir. Lán eru ekki verðtryggð en með breytilegum vöxtum (sem taka mið af verðlagsþróun) Þau bjóðast til misjafnlega langs tíma, þess vegna frá 15-40 árum. Fer eftir efnum fólks og aðstæðum, aldri o.fl. Einn möguleikinn er að fá húslán og borga 15 evrur á dag til baka, eða um 550 evrur á ári. Þetta form getur hentað sumum, öðrum ekki.
Þá er það öðru vísi hér en heima, að lán fylgja ekki íbúð eða húsi við kaup/sölu.
Læt þetta duga í bili . . .
Ágúst Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 15:35
Haha, skemmtilegt innlegg hjá Ágústi,en leikkonuna sem hann nefnir þekki ég líkast til ekki. En hafði auðvitað hina ungu eða yngri BB í huga, langt síðan hún fór nú að reskjast fannst manni og leggur víst lag sitt við þennan öfgasinnaða Le Penn ekki satt?En svona utan efnis fyrst Ágúst er svona "svaraglaður" orðin, þá kemur hann kannski næst með greiningu á möguleikum Renault liðsins í F1 næsta tímabi.? Þú hefur áhuga á góðum bílum hérna að ofan Kolla, svo það væri kannski ekki alveg "utan alfaraleiðar" hérna og meira mótvægi við grafalvarlega umræðu um skáldin J'on Magg!?
En mín kæra, hinar tvær fóru framhjá mér á þinginu, heyrði ekki í þeim svo ég muni, öfugt við Ragnheiði þessa af Skaganum.
Veit annars ekki hvort ég er svo fyndin sem þú heldur, blaðra bara lifandis ósköp!
En hvað mér finnst um hvað þú eigir að gera, er ég auðvitað sammála ÁA og var ég ekki um daginn líka að hnoðast eitthvað um hvað framtíðin myndi bera í skuti sér hjá þér,minnir það!
En segi annars bara þetta!
Ég góða ráðið gef þér nú,
sem gildi jafnan heldur sínu.
Við ákvörðun mín fróma frú,
fylgir ávallt hjarta þínu!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 22:35
Hahaha, í "skuti sér" átti auðvitað að vera í SKAUTI sér, eða það held ég!?
Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 22:39
Sæl Kolbrún.
Þetta hérna sem þú segir,
"Jón og hans hirðmeistarar höfðu mikil plön í gangi. Eitt var að láta þingmenn skrifa undir skjal þess efnis að þeir myndu hætta á þingi ef þeir færu úr flokknum og hleypa næsta manni að. Skyldi það nú skipta máli t.d. varðandi Jón þennan hvort hann hefur sagt þetta yfir hóp af fólki eða skrifað undir eitthvert skjal. Nei aldeilis ekki. Það er bara ekki nokkur leið að koma í veg fyrir þetta nema vanda valið þegar verið er að stilla upp á lista. "
Á fundi flokksins á Laugarvatni, varst þú og Jón Magnússon á móti því þeirri tillögu Eiríks Stefánssonar að láta menn undirrita skjal þess efnis að þeir myndu afsala sér þingsæti sínu hyggðust þeir ganga úr flokknum á kjörtímabili þingsetu.
Ég var og er þessu hlynnt og ef ég man rétt tóku Guðjón og Sigurjón einnig undir þessa tillögu, því hvaðeina sem flokkar geta gert til þess að sporna við flokkaflakki er jákvætt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2009 kl. 01:29
Þetta er nokkuð merkilegt skoðun Kolbrún að vilja sjá fleiri fylgja Jóni úr flokknum, ertu með þessu að seigja að sumir séu velkomnari en aðrir. Þarf ekki að setja upp válista fyrir FF þú mátt en ekki ég
Athyglisverðar upplýsingar hjá Guðrúnu Maríu.
Rannveig H, 23.2.2009 kl. 09:34
Svo ég troðist aðeins inn í innanhússdeilur hjá FF, þá er útilokað, ef ekki andstætt stjórnarskrá, að ætla banna mönnum að yfirgefa flokk. Ég hef annars litlar mætur á mönnum sem hlaupast undan merkjum, ef svo mætti segja. Þ.e.a.s. hlaupa yfir í aðra flokka ef þeir telja það betur henta persónulegum hagsmunum sínum og auka líkur á að þeir haldi velli sem þingmenn. Frumskylda þingmanns er hins vegar að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni. Því er ekki hægt að setja á hann einhver flokkabeisli, eins og hér er um rætt. Það gengur kannski í Kína.
Ágúst Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 14:41
Ágúst ég er sammála þér um að ekki er hægt að banna neinum að yfirgefa flokk enda geta komið upp þær aðstæður að það er best fyrir alla aðila. En að fara yfir í annan flokk er ég persónulega ósátt við því aldrei kaus/kýs ég Sjálfstæðisflokkinn en mitt atkvæði er farið þangað.
Rannveig H, 23.2.2009 kl. 17:08
Komið þið sæl öll saman. Það er bara fundarfært hér núna Það er mikið um málefnalegar spurningar og ég ætla að reyna að svara þeim á einfaldan hátt.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:00
Ágúst. Takk fyrir hvatninguna og upplýsingar um Frakkana. Vissi ekki að þeir væru að flækja hlutina svona mikið. Ég vona að þú hafir það fínt í Frakklandi. Ég er að byrja í verkefni með Frökkum , Ítölum, Spánverjum og Bretum og hef verið í sambandi við Fransmanninn sem leiðir verkefnið. Hann er vel talandi á ensku og það kom mér þægilega á óvart. Varðandi innanhússdeilurnar þá er það ekki beint deilur heldur misjöfn túlkun á þeirri tillögu sem ákveðinn aðili var með á miðstjórnarfundi og síðar á fundi á Laugavatni um að skrifa undir umrædda yfirlýsingu. Ég var á móti því og tel það stangast á við stjórnarskrána eins og þú bendir réttilega á. Ekki vil ég nú taka upp stjórnarhætti Kínverja svo mikið er víst . Nánar í svari til GMaríu.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:12
Rannveig, mér finnst það aðeins vera bitamunur en ekki fjár hvort þingmaður, sem segir skilið við flokk, stendur utanflokka eða gengur til liðs við annan. Skil það vel að skítt þyki að missa þingstyrk við liðhlaup en ég held að fyrir það verði seint girt með einhverjum reglum.
Ágúst Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 23:15
Kvennaljóminn Magnús. Jú þú ert nú frekar fyndinn.
Þína ráðgjöf þiggja vil
og þakka fyrir hana
það ég finn og það ég skil
þú vilt fram mér trana.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:16
Magnús Geir, ég hef fulla trú á að Renault meiki það í ár. Það fór engum eins mikið fram í fyrra og þeim. Og Alonso var lang stigahæstur á seinni helmingi keppnistímabilsins, að vísu fæst enginn titill fyrir það! En með hann innanborðs eru Renaultarnir til alls líklegir.
Svo held ég og vona að fjörið verði meira en lengi og fleiri blandi sér í keppni um sigur í hverju móti. Þetta verður ekkert einvígi Ferrari og McLaren.
Annars þori ég helst ekki að spá Renault góðu gengi. Þegar ég hef veðjað á þá fyrir einstök mót síðustu tvö árin hef ég alltaf haft rangt fyrir mér!
Ágúst Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 23:20
Sæl GMaría. Gaman að sjá þig aftur á síðunni minni.
Á fundinum á Laugarvatni fór ég í pontu og tilkynnti að ég myndi aldrei skrifa undir svona skuldbindingu. Annað hvort yrði að treysta mér eða ekki. Ég færði þau rök fyrir þessari skoðun minni að væri ég, í kosningabaráttu, að lofa að beita mér fyrir málum, sem flokkurinn myndi síðan hverfa frá, myndi ég ekki hætta að berjast fyrir málefnunum og ef það skaraðist svo mjög að ég hætti í flokknum myndi ég berjast utan flokks. Ég sagði hinsvegar að ég gæti alveg skrifað uppá það að ganga ekki í annan flokk á kjörtímabilinu því það myndi ég ekki gera. Þetta stendur enn. Ég fer ekki fram nema með eigin sannfæringu og þau loforð sem ég kem til með að gefa ef til kemur. Jón M var nú reyndar farinn þegar þetta var og Eiríkur líka. Sigurjón kom í pontu og bað mig að endurskoða þessa ákvörðun mína og Guðjón gat þess að það væru ekki miklar líkur á að flokkurinn hyrfi frá stefnumálum sínum. Þú hinsvegar lýstir því úr sæti þínu að þér fyndist þetta allt í lagi. Ég segi eins og þá, það er öllum frjálst að hafa þetta eins og þeir vilja, mín vegna. Þetta flokksræði sem þú aðhylltist þarna er að kalla á ný framboð í dag því fólk vill að menn vinni eftir sannfæringu sinni. Þú gleymdir að minnast á "þinn mann" Grétar Mar. Hann kom líka í pontu og fannst þetta sjálfsagt mál. Jón M hefur hinsvegar tjáð sig um þessi mál á miðstjórnarfundum og bent á að þetta heldur ekki einu eða neinu samkvæmt lögum. Mér finnst ekkert jákvætt við flokksræði en eðlilega erum við Frjálslynd svekkt á að missa okkar ágæta fólk yfir í Sjálfstæðisflokkinn sem virðist vinna í því ljóst og leynt að eyða flokknum þannig.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:40
Sæl Rannveig og velkomin á síðuna mína. Já þetta er merkileg skoðun og kannski meira til að stríða svolítið þeim sem hafa verið að gagnrýna stjórnina út í hörgul. Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna tveggja þeirra sem fóru því Það var hresst og skemmtilegt fólk sem sagði sína skoðun umbúðalaust. Engin undirferli þar. Válisti segir þú . Ætli það gengi nokkurn tíma ,því það sem yrði válisti fyrir mig yrði vonarlisti fyrir einhvern annan. Þú mátt til dæmis úthúða mér og stjórninni en ég ekki að segja að ég væri til í að splæsa fleiri atkvæðum á Sjálfstæðisflokkinn. Skrýtið. Hvað var annars svona athyglisvert við upplýsingar Guðrúnar Maríu. Þú sast fyrir framan mig og heyrðir hvað ég sagði og ekki hef ég sagt að JM hafi verið á öðru máli á þessum fundi.. skil þig ekki nógu vel en sammála síðara kommenti þínu. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:54
hahaha Ágúst þó... ertu að þvælast þarna inn í miðri svararöðinni minni... hahaha . Heyrðu annars hver er tímamunur núna? 1 eða 2 tímar? eða enginn kannski.
Bestu kveðjur og þakka ykkur öllum fyrir kommentin
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2009 kl. 23:58
Sæl Kolbrún.
þetta sem þú nefnir hér.
" Þetta flokksræði sem þú aðhylltist þarna er að kalla á ný framboð í dag því fólk vill að menn vinni eftir sannfæringu sinni."
Kallir þú það flokksræði að stjórnmálaflokkur setji sér siðareglur til þess að fara eftir fyrir sína félagsmenn í þessu tilviki þingmenn, þá má spyrja um það hvers vegna aðrar stéttir í þjóðfélaginu setji sér yfir höfuð siðareglur.
þetta tvennt sem þú hér ræðir og ég hef skáletrað hér fyrir neðan er eitthvað sem stangast á Kolbrún, er það ekki ?
"Mér finnst ekkert jákvætt við flokksræði en eðlilega erum við Frjálslynd svekkt á að missa okkar ágæta fólk yfir í Sjálfstæðisflokkinn sem virðist vinna í því ljóst og leynt að eyða flokknum þannig. "
" Hvað varðar Frjálslynda flokkinn þá hefur hann ekki minnkað svo ég viti. Fjórir hættu með Jóni Magnússyni en margir tala um að nú geti þeir farið að kjósa í flokkinn, jafnvel hugsað sér að ganga í hann. Sjálf hefði ég viljað sjá fleiri fylgja Jóni en það er prívatskoðun mín. kveðja Kolla."
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2009 kl. 02:12
Óafvitað smaug ég þarna inn á milli er ég gægðist inn seint í gærkvöldi. enn sem komið er munar aðeins einum klukkutíma, það er mánuður í að við færum fram svo að tveimur muni. Það gerist 29. mars.
Ágúst Ásgeirsson, 24.2.2009 kl. 08:33
Hahah, alveg "Syngjandi fjör" búið að vera hjá þér, ég því verið ílla fjarri góðu gamni!
Alveg afbragðsfín og yndisleg vísa hjá þér og ekki "þyrnum stráð", heldur ÞORNUM haha, meiri ástæða fyrir mig að þakka freyjunni góðu fyrir, en að hún þakki mér!
Og sömuleiðis bestu þakkir til þín Ágúst, (auðvitað öfundaður af veru í "Frankríinu"!) Ég hafði alltaf mjög gaman af þegar þú mættir í sjónvarpið í hlutverki sérfræðingsins um F1 hjá Gunnlaugi og Arnari VAlsteins kansnki líka!?
Fékk reyndar dálítið ofnæmi fyrir kappaakstri þarna 2006 og 2007 er ýmis leiðindi varðandi Schumacher og alls kyns kærumál skyggðu á allt annað m.a. en það hefur þó eitthvað lagast aftur. Keppnin var nú reyndar minnir mig nokkuð hressandi í fyrra og fleiri sigurvegarar, en þú hefur áreiðanlega rétt fyrir þér um að þetta verði tímabil meiri spennu út í gegn og kannski verður það ár Renault já!?
En af því Ágúst dettur inn hérna annars lagið og fær oftar en ekki mjúka lendingu á milli kvenna", þá getum við útlistað það svona.
Hér fullt er af partýpæjum,
sem piltar lítt hafa kannað.
Því liggur Gústi á gægjum,
getur nei hreint ekki annað!
En fyrir mína hönd held ég að eftirfarandi sé best og gildi kannski líka fyrir Ágúst, hvað varðar "spjall" ykkar stúlknanna hérna!?
Um það vil ég eigi fást,
aðeins þetta segja.
Þegar Kvennskörungar kljást,
karlar skulu þegja!?
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 17:00
hahahahah bakfall hahaha.
Þú drepur mann nú alveg Magnús og ekki leiðinlegt að hafa Gústa svona inn á milli. Hann er skeleggur og málefnalegur og hefur það sem kallast heildarsýn og Magnús við erum að skilgreina skoðanir kvenskörungarnir ekki að kljást.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:06
GMaría. Já ég kalla það flokksræði þegar miðstjórnarmenn sem er æðsta vald flokksins milli þinga, vilja knýja fram skriflegar yfirlýsingar þingmanna okkar um að þeir bregðist trausti kjósenda sinna með því að hætta baráttu fyrir þá áður en lögboðið tímabil er úti ef ákveðin staða kemur upp í flokknum. Það þýðir í mínum huga að flokkurinn eigi að ráða yfir þingmönnum. Því flokksræði er ég ekki hrifin af eins og fram hefur komið.
Varðandi það hvort það stangist á, að sjá á eftir þingmönnum flokksins með mörg þúsund atkvæði á bak við sig, og margra milljóna króna kosningabaráttu fara yfir til óvinarins, versus það að vilja að einstaklingur/ar, með engin atkvæði né vinsældir, sem jafnvel standa starfsemi flokksins fyrir þrifum, hætti, verður hver að dæma fyrir sig. Þingmenn hafa siðareglur samkvæmt stjórnarskrá og þurfa ekki neinar gervisiðareglur frá einræðislega þenkjandi fólki. Þetta gengur alveg upp í hausnum á mér. En ég er nú fífl eða þannig svo að það er ekkert að marka mig. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.