Leita í fréttum mbl.is

Golfkreppa-kreppugolf.

fat_golferNú þegar snjór liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og stórhríð geisar á Fróðárheiði, fer hugurinn að reika til sumarsins og alls sem því fylgir. Alltof stutt sumar fer að mestu í að spila golf, göngur og garðvinnu. Undanfarin ár hef ég lengt golftímann með því að fara til Florida í tvær vikur og oftast farið yfir páskana til Spánar. Það er kreppa á Íslandi og ekki hægt að láta eins mikið eftir sér og áður. Ferðaskrifstofurnar eru farnar að auglýsa golfferðir og ég verð að segja að það er ekki eins hátt verð og ég átti von á. Á móti kemur að uppihaldið verður miklu dýrara en áður þar sem gengið á krónunni er alveg galið. Spurning hvort maður getur reynt að búa sér til aðstöðu hér heima til að viðhalda sveiflunni eða skellir sér bara á Real de Faula um páskana og sker þá eitthvað annað niður. Ég vona bara að við fáum gott sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við höfum haft góðan vetur og fáum gott sumar.

Gangi þér allt í haginn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Heimir. Já við höfum fengið nokkuð góðan vetur, veðurfarslega séð og ég rukka þig um gott sumar ef mér fer að lengja eftir golfveðri þegar líða fer á árið. Hafðu það sem allra best kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Bara herða sultarólina, fara í tvær vikur til Spánar og koma brún til baka.  Þú tekur bara með þér mat að heiman og sparar þannig aurinn.  Veðurfarslega séð verður þetta gott sumar en kreppan mun plaga okkur eins og mýflugufaraldur. 

Ólöf de Bont, 17.1.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ólöf ég held ég fari að þínum ráðum og ég verð að segja að svona ráðagóð kona hlýtur að fara létt með eitt kreppuár. kveðja til þín mín kæra.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hva , bara skella sér til Eyja . . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.1.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll. Takk fyrir síðast. Þetta tók ekki langan tíma að skreppa þetta.Bara gaman að  því . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2009 kl. 01:34

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heyrðu nú.Mátti maður nú ekki skreppa út á golfvöll öðruvísi að þú værir að"spæja"  Takk fyrir síðast og ávallt kært kvödd

Ps er þetta ekki annars snjór,maður fer svo víða í golfinu að maður áttar sig ekki á hvar myndin er tekin 

Ólafur Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 14:51

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þetta er snjór jú jú og myndin svo sæt og skemmtileg að ég varð að nota hana. Hann er áreiðanlega með selspik þessi fyrst hann er svona léttklæddur  Ég á nú eftir að taka Georg á orðinu og hoppa til Eyja í golf í sumar. Já takk fyrir síðast. Gaman að hitta þig aftur svona flottan og fínann. Sendi þér pistilinn vonandi á morgunn en veit þó að ég verð á hvolfi fram yfir þrjú. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:18

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Eins og þegar maður fer til Bandaríkjanna. Þá er maður bara eins og kústskaft. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:10

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ef sérðu Kollu á hvolfi,

já, hvínandi bara og arga.

Hún er með hugan í golfi

og helvítis lenti í karga!

Kæmi annars bara með þér ljúfan ef ég gæti til Spanjólalíu og eitthvert gagn væri hafandi af mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband