Leita í fréttum mbl.is

Forsetataktar.

Bjarni ÁrmannssonÉg, eins og sjálfsagt flestir, sat límd við skjáinn þegar Bjarni Ármannsson mætti í sjónvarpssal og játaði á sig vissa ábyrg á uppbyggingu þess kerfis sem hefur, illu heilli, leitt til þess að við Íslendingar erum í ótrúlegri krísu. Á köflum var ég ekki viss hvort þetta væri gamanþáttur og einhver að leika Bjarna, en það var ekki tilfellið. Það  sem mér fannst fyndnast var þegar Sigmar fréttamaður spurði Bjarna hvers konar viðskiptamaður hann væri eiginlega. Bjarni svaraði að bragði að sagan myndi dæma um það. Ekki er það vafi í mínum huga að maðurinn er snillingur sem hefur notað hæfileika sína í viðskiptalífinu. Það gerir hann að viðskiptasnillingi. Fréttamaðurinn sem búinn var að klifa á því hvað hann hefði grætt mikið, virtist ekki átta sig á að það var einmitt keppnin, hver myndi græða mest. Bjarni hannaði þetta kerfi með dyggri aðstoð frjálshyggjumanna og hætti þegar verð var hæst á markaði. Ég var aldrei sátt við að Íslandsbanka var afhentur Fiskveiðasjóður sem var með lögbundinn fyrsta veðrétt í skipum og bátum. Þetta gaf bankanum gríðarlegt forskot í samkeppninni og því næsta hlálegt að það var einmitt einn stærsti sægreifi landsins sem leiddi bankann undir fallöxina. Þá hjó sá er hlífa skyldi myndi einhver segja. Ég verð þó að viðurkenna að Bjarni var einkar forsetalegur í auðmýkt sinni og einlægni, en það er einmitt það sem gengur svo vel í okkur núna, þegar hrokinn og græðgin hafa keyrt okkur útaf hægra megin af hinu pólitíska breiðstræti. Það er greinilega leiðinlegt í Noregi og því þarf að kaupa sér innkomu í íslenskt þjóðfélag aftur. Það er líka ljóst að ástandið núna er sem frjósamur, óplægður akur fyrir þá sem eiga peninga til að skapa sér ný tækifæri. Nú ætla ég að láta reyna á getspeki mína og giska á að Bjarni verði kominn í forsetaframboð áður en langt um líður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég hafði á tilfinningunni að hann væri hjá kaþólskum prest að játa syndir sínar og kaupa sér synda aflausn með nokkrum miljónum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já ekki vitlaus samlíking. Það gæti nú orðið ágætis markaður fyrir syndaaflausnir nú um þessar mundir ef út í það er farið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.1.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra vinkona.Þetta er ekki vitkausari hugmynd en að hafa útbrunnin valdagræðing í stóli Seðlabankastjóra.Græðing því hann hefur verið að græða landið með allslags svikahröppum sem hann plantaði hist og her þegar hann var forsætisráðherra.Sértu ávallt kært kvödd.

PS Nú þarf "Meistarinn"okkar að koma með fundarveðurspá fyrir fimmtudag

Ólafur Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 04:00

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Og enn gleymast þeir dreyfist eftir vild en svo "sá hlær best er síðast hlær"Ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 04:04

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þetta er meiri spekin. Nú baðst  Guðlaugur Þór fyrirgefningar í sjónvarpinu í gær.  Þetta er sama hjarðhegðunin sýnist mér og í fjármálaævintýrinu. Þeir meina ekkert með því meðan þeir segja sig ekki frá embættum.  Þeir eru þá orðnir fjórir.  Forsetinn,  forsætisráðherra, Bjarni Ármanns og heilbrigðisráðherrann. Hver næst? Sjáumst vonandi á fimmtudaginn kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 09:49

6 identicon

Óska þér gleði og gæfu á nýbyrjuðu ári.Kæra Kolbrún,nú verða bankastjórastöðurnar auglýstar lausar til umsóknar,hér með er skorað á þig að sækja um BANKASTJÓRASTÖÐU.

NN (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Gaman að sjá þig aftur hér á blogginu og takk fyrir góðar óskir. Ekki hef ég hugsað mér að leggja leið mína inn í bankageirann aftur eftir 25 ára þrotlausa, stessandi vinnu. Ég verð þó að viðurkenna að það kitlaði mig aðeins þegar verið var að fjalla um nýja saksóknarann sem á að rannsaka misferlið í bönkunum. Ég hef svo gaman af að finna út úr málum. Ég þekki auðvitað vel verkferla og þessháttar í bankageiranum en ég er í góðu starfi sem mér finnst mjög vænt um þannig að, nei ég held bara ekki. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 17:14

8 identicon

Jæja það mátti þó reyna að skora á þig.Finn það samt á mér að þú átt eftir að taka til hendinni í bankageiranum.

NN (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:09

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah það veit engin sína ævina fyrr en öll er. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband