Leita í fréttum mbl.is

Friðarkveðja

 Kveikt er ljós við ljós

burt er sortans svið.

Angar rós við rós

opnast himins hlið.

Niður stjörnum stráð

engill framhjá fer.

Drottins nægð og náð

boðin alþjóð er.

 

Gleðileg jól kæru bloggvinir og takk fyrir samskipti á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir Hippó. Verst að hugsa til þess að þú ert að yfirgefa sviðið vegna nýju reglnanna. Við höfum átt skemmtileg samskipti á þessum vettvangi og ég þakka fyrir það. Vona að við sjáumst á nýju ári og heyrumst. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Elsku Kolla mín, gleðileg jól frá garminum mér he´rna um hánóttina!

Vonandi verður þetta ljúfur tími indællar konu að miðla ást sinni sem aldrei fyrr til dætra, tengdasona, dóttursona og allra annara er í þinni nálægð eru og náð þinnar eru svo heppnir að öðlast!

Faðma þig nett úr fjarlægðinni og bið þér alls hins besta!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 03:38

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk Magnús fyrir hlý orð. Þú ert aldeilis jólalegur að snúa sólarhringnum við. Það var aðal einkenni jólanna þegar ég var í foreldrahúsum og vandi að rétta sig við aftur. Ég er blessuð af barnaeigninni og vona að þau njóti mín eins og ég er. Sendi þér nett faðmlag á móti og þakka skemmtilegheit og vangaveltur á liðnu ári kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2008 kl. 13:40

4 identicon

Sæl Kolla

Góða friðarkveðju hjá þér.
Ég sendi þér og þínum Jólakveðju og ósk um gleðileg jól farsæls komandi árs.

Bestu kveðjur Hannes Sigurjónsson

Hannes (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 19:03

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk Hannes og sömuleiðis gaman að sjá þig hér. Hafðu það sem allra best kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega Gleðileg jól, Kolla mín til þín og þinna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.12.2008 kl. 01:26

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk sömuleiðis mín kæra GMaría. Þetta eru búnir að vera dýrðardagar og tvær messur sóttar. Önnur á aðfangadag í Bústaðakirkju með dætrunum og öllum drengjunum mínum, fyrrverandi maka og tengdu minni sem er 87 ára. Síðan fór ég ein í messuna á jóladag hér í Kópavogskirkju. Á morgun verð ég með fjölskylduboð fyrir 15 manns sem eru systkini mín. börn, makar og barnabörn. Það verður bara gaman. kveðja til þín með von um að þú njótir jólanna sem mest. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 20:15

8 identicon

Takk fyrir fallega Friðarkveðju,óska þér og þínum gæfu og góðs gengis allt árið um kring.

NN (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:21

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN.  Vona að  jólin hafi verið ánægjuleg hjá þér og vona að ég sjái þig á nýju ári á blogginu. En ekki geturðu verið nafnlaus þar mikið lengur held ég. Eigðu frábær áramót. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband