Leita í fréttum mbl.is

Morgunstund með strákunum.

Í morgunn mættum við dóttla í Laugum, klukkan rúmlega sex, eftir að hafa velt vöngum yfir því hvort við ættum að vakna og horfa á strákana í handboltanum eða fara í ræktina. Niðurstaðan var að mæta hálftíma fyrr en venjulega og horfa á leikinn í ræktinni. Þetta gerðum við og náðum hlaupabrettum með sjónvarpskjá. Það var alveg magnað að fylgjast með íslenska liðinu. Þeir tóku strax forystu og héldu henni þó tæpt stæði um stund og fyrir vikið varð leikurinn enn meira spennandi. Það var líka frábært að upplifa stemminguna í þessum stóra sal þar sem fólk fagnaði hverju marki í seinni hálfleiknum og í leikslok stoppuðu flest, ef ekki öll, hlaupabrettin samtímis og fólk klappaði ákaft eins og það væri á leiknum.  Það voru greinilega fleiri en við mæðgurnar sem voru lengur á brettinu en venjulega til að fylgjast með þessum frábæra leik.Það er augljóst að ekki er nauðsynlegt að hittast á einhverjum íþróttabar til að ná upp góðri stemmingu. Ólafur Stefánsson uppáhaldið mitt var eins og venjulega ljúfur og góður. Nú er það bara lokaspretturinn. Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hæ Hippó... Deffinettlí núna.  takk fyrir innlitið.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Draumur minn er Ísland-Frakkland í úrslitaleiknum. Þá er eiginlega sama hvor vinnur ég get með báðum fagnað. Auðvitað er íslenskur sigur það sem maður vill, þá getur maður grobbað sig svolítið hér í landi en Frakkar halda nefnilega að þeir séu svo djöfulli góðir í handbolta.

Sem þeir reyndar eru . . .  

Vonandi verður það bara ekki hlutskipti þessara þjóða að spila um bronsið eins og í Barcelona 1992. 

Ágúst Ásgeirsson, 21.8.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Frakkar eru ferlega góðir og ég vona að við lendum ekki á móti þeim. Það væri æðislegt ef strákarnir fengju medalíu á þessum leikum. Var farin að sakna þín og búin að ákveða að þú hefðir farið á leikana :) kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.8.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta voru aldeilis stórkostleg úrslit í dag. Í útsendingum frá öðrum íþróttum í Peking í dag, kom franska sjónvarpið við og við með innskot um gang mála í leik Íslands og Spánar en þá var ljóst að sigurlið leiksins myndi mæta Frökkum í úrslitaleiknum.

Mér verður sem sagt að ósk minni um úrslitaliðin. Þótt Frakkarnir séu andskoti góðir þá er allt hægt. Bæði liðin byrja á núlli í úrslitaleiknum. Ég fer ekki að hjóla á sunnudagsmorgun eins og venjulega, sest fyrir framan sjónvarpið klukkan 9:45 að okkar tíma hér.

Það verður gaman að skoða blöðin í fyrramálið og sjá hvað þau segja um möguleikana. Sjónvarpsstöðvarnar sögðust í kvöld vonast eftir gulli en minntu á að þetta væri í fyrsta sinn sem frönsk hópíþrótt léki til úrslita í áratugi og að á ólympíuleikum gæti allt gerst.

Ágúst Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu Gústi. Já þetta var aldeilis frábært og fór fram úr björtustu vonum. Ég hélt að við myndum vinna en ekki með þessum mun. Ég er nú með kvíðahnút yfir Frökkum. Hef alltaf haldið upp á þá enda með nokkra franska dropa í mínu blóði.

Hvað eruð þið mikið á undan. 1 eða 2 tími? Það getur allt gerst eins og við sáum í dag og það flottasta var þegar þeir toguðust á um boltann Ólafur og ónefndur Spánverji og Óli hélt fast í hann og tók hann. Sýndi mikinn styrkleika hans og sigurvilja. Þeir veltu sér upp úr þessu líka í íþróttalýsingunni. Ég verð límd við skjáinn það er alveg víst.

Það var gríðarleg stemming í mörgum fyrirtækjum í dag og við í Sjálfsbjörg fjölmenntum með breiðtjald í matsalinn. Maður grét bara af þjóðarstolti ( það kemur ekki oft fyrir mig, helst í handboltaleikjum) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæl Kolla. Hitti nokkra félaga í morgun og þótti þeim undarlegt að Íslendingar væru í úrslitum handboltans. Sagði þeim að það væri enginn grís, eftir m.a. sigur á Rússum, Þjóðverjum og Spánverjum. Þeir spurðu með hverju liðið "dópaði" sig. Ég svaraði snimmhendis: þeir borða hákarl og drekka hvalalýsi. Og tilkynnti þeim að allt gæti gerst á morgun þótt Frakkar teldust sigurstranglegri. Á það féllust þeir.

Það er búið að ræða talsvert um leikinn í sjónvarpi og fjölmiðlum hér í dag þar sem þetta er næst síðasti möguleiki Frakka á að bæta við sig gullverðlaunum. Hinn möguleikinn er í hnefaleik, þ.e. boxi. Ísland hefur því mikið verið nefnt á nafn og vonandi er það til góðs.

Ég þarf ekki að rífa mig upp jafn snemma og þú, á löndunum er tveggja tíma munur, þ.e. leikurinn er hér klukkan 9:45. Vonandi sefur maður bara eðlilega í nótt - spenningurinn fyrir leiknum haldi manni ekki vakandi! Bestu kveðjur

Ágúst Ásgeirsson, 23.8.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah já gott hjá þér. Endilega að gera okkur svolítið spes með hákarlalýsi oþh. Það verður upprif hér. Dóttir Guðrúnar systur,Eva, býður öllu liðinu  í morgunverð kl 7 og svo verður horft á leikinn. Það er mikið fjallað um árangur okkar í Færeyjum og í Ameríku skildist mér á fréttum í kvöld. Forsetahjónin okkar baða sig í athyglinni út í hörgul. Dorrit ruddist inn á leikvanginn með aðstoð blaðamanns. Annars er hún nú pínu krútt kerlingin því hún hefur örugglega gaman að þessu öllu saman. Mér finnst einkennilegt samt að hún skuli ekki geta lært íslenskuna manneskjan. En góða skemmtun á  morgunn. Þú ert nú eiginlega save hvernig sem fer en áfram Ísland.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jæja, þá er þessu lokið. Við verðum að sætta okkur við niðurstöðuna. Silfur er eftir sem áður stórkostlegur árangur. Ég táraðist af gleði við verðlaunaafhendinguna, þegar íslenska liðið steig á pallinn.

Ekki skemmdi fyrir þótt á móti blési,  að allan leikinn og meðan á verðlaunaafhendingunni stóð voru þulir franska sjónvarpsins svo hlýir í garð Íslendinganna og hrósandi þeim að manni fannst eiginlega nóg um á stundum.

Milljónir Frakka vita alltjent mikið um Ísland og íslenska handboltamenn, að ég tali nú ekki um Óla Stef sem þeir ræddu oft um sögðu besta leikmann heims um áraraðir í sinni stöðu.

Já, þeir gengu svo langt í spjalli sínu um árangur íslenskra handboltalandsliða og hversu jákvæður hann væri fyrir íþróttina, að segja að Íslendingar væru fyrir handboltann eins og Jamaíkumenn fyrir frjálsíþróttirnar.

Sem sagt, þarna kom slæmi leikur okkar manna. En við getum verið stolt samt yfir öðru sætinu. Svo við förum nú út í höfðatölusambanburð þá eru Frakkar 200 sinnum fleiri en við Íslendingar! 

Fyrir utan þetta allt, þá er sigur Frakka verðskuldaður. Þeir eru með langbesta lið keppninnar. Þeir unnu mótherja sína á færni og flínkheitum en ekki með heppni eða hlutdrægni dómara. Bara helvíti gott lið, verð ég að segja.

Ágúst Ásgeirsson, 24.8.2008 kl. 10:45

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu. Já svona fór um sjóferð þá. Ég er alveg sammála þér með franska liðið. Eins og ég sagði við þig áður þá óttaðist ég þá mest og vissi alveg að þeir  myndu taka þetta. Markmaðurinn þeirra var alveg ótrúlegur og ekki hægt annað en að dást að honum. Vörnin öll alveg massív þar fyrir utan. Ég tárast í hvert sinn sem ég sé myndina af Ólafi Stefánssyni eftir sigurinn á Spánverjum þar sem hann grætur alveg með hjartanu af gleði og þakklæti. Mér fannst "sprengt" of snemma eftir þann leik með innákomu forsetans og allt það. Held að það hafi svolítið dregið úr hungrinu hjá þeim, ómeðvitað. Gott að heyra að Frakkarnir akta okkur og sérstaklega Ólaf sem ég held að sé afar sérstakur maður. Skilaboðin frá honum núna eru þau að menn eigi að finna hetjuna í sjálfum sér og vera glöð. Ég tek undir það kveðja til þín.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:15

10 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Já, stærsti munurinn lá  í markvörslunni, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar okkar menn tóku því miður ekki tuðru. En hvað með það, þessu er lokið eins og þú segir og maður gleðst yfir silfrinu, ekki spurning.

Þulirnir voru einkar fróðir um Ólaf og sögðu í hvert sinn sem hann skoraði að þetta hefði verið þrettánhundraðasta og eitthvað mark hans með íslenska landsliðinu. Sögðu hann einkar útsjónarsaman snilling. Og gátu í því sambandi sérstaklega úrslitaleiks meistaradeildar Evrópu í handbolta sl. vetur. Sögðu hann hafa þar skorað 13 mörk í 14 skotum auk alls sem hann leggði upp fyrir aðra leikmenn, bæði með liði sínu og landsliðinu.

Ekki þekki ég strák persónulega en aftur á móti er ég ágætlega kunnugur pabba hans, Stefáni Eggertssyni lækni. Við vorum samskipa í félagsstörfum í íþróttahreyfingunn. Það er úrvals maður. Þú manst eflaust eftir hljómsveitinni Töturum frá því fyrir og kringum 1970. Þeir áttu a.m.k. eitt vinsælt lag, "Dimmar rósir". Söngvarinn er Stefán Ólafsfaðir.

Með kveðju, Gústi

Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 07:40

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Já ég man eftir þessu lagi og þessi Stefán var í sjónvarpinu um daginn. Ég held að þessi strákur og þeir allir séu besta landkynning sem við höfum fengið með þessari frægðarför sinni á ÓL. Þeir fá allir auka medalíu þegar þeir koma heim frá Ólafi forseta vorum og Ólafur stórriddarakross. Bara gaman að þessu. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:15

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona.Gaman að þessu spjalli ykkar.Tel undir með ykkur þótt lítið vit hafi ég af knattleikum.Einhver leikur gerði mig forviða um daginn en þá voru Bandaríkjamenn að leggja Spánverja.En svo áttaði ég mig á að þetta var KÖRFUBOLTI:Á þessu sést mitt vit á þessu.Mér þótti athyglisverð skrif. Ágúistar.Mér fanns ég hafa miklu meira stolt fyrir Íslands hönd er ég bjó erlendis.Meira segja gat ég hlustað á ýmsa íslenska aðila sem komu þar fram í fjölmiðlum sem ég þoldi alls ekki er ég bjó heima.Ekki það á ég sé ekki stoltur af"strákunum okkar"núna.Sjáumstum við í Njarðvík kl 1400 á laugardag???Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 26.8.2008 kl. 09:45

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Ég stefni á að koma ekki spurning. Hvenær kemurðu til meginlandsins? Körfubolti er einn af fáum boltaleikjum sem ég hef ekki gaman af. Ég á þó skemmtilega minningu um skor í körfu en þá var ég að spila blak með kennurum Iðnskólans í Reykjavík fyrir ca 2 árum og í vörn setti ég fótinn undir boltann og hann sveif í flottum boga yfir netið og í gegnum körfuna hinu megin á vellinum. Það varð allt brjálað úr hlátri og varð að taka hlé. hahaha get enn hlegið að þessu kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband