24.7.2008 | 22:22
Jeppahroki.
Alveg er það frábært þegar maður fer í innkaupaleiðangur í Kringluna eða Smáralind og fær ekki bílastæði. Þarna eru bílar út um allt svo langt sem augað eygir. Þá er fróðlegt að fylgjast með tillitsleysi landans. Á síðustu helgi fór ég í Kringluna og þar keyrði ég um í nærri 15 mínútur áður en ég fann loksins stæði. Þá hafði ég keyrt fram hjá þremur "næstumþvístæðum" af því að jeppaeigendur í öllum tilfellum höfðu lagt inn í tvö stæði til að ná sér í nógu mikið pláss. Það er svosem skiljanlegt þegar menn eru komnir á rándýra bíla að þeir óttast mjög að skemma þá og vilji ekki fá hurðarnar á næsta bíl í sinn. En hvað með hina. Ætli þeim sé ekki sárt um sína bíla? Það verði bara allir að treysta á þokkalega umgengi annarra. Það held ég nú bara og finnst þetta jeppahroki af næstverstu sort. Hugsa að ég láti númer flakka með næst þegar ég upplifi þessa frekju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Ég get ekki skilið menn sem aka á nokkurra milljóna króna jeppum á milli húsa í Reykjavík.
Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 22:38
Þeim er nokkur vorkunn á þessum 3 tonna jálkum . Fyrirferðin er af þeirri yfirstærð. að það er töluverð vinna að koma þessu eðlilega fyrir í svona almennings bílastæði. En þetta er að fara úr tísku - Kaninn er að loka á þessa framleiðslu vegna sölutregðu og er að einhenda sér í að framleiða litla glæsivagna sem eyða litlu og komast allstaðar fyrir án vandræða... og pirrings fyrir aðra. Orkukreppan lætur ekki að sér hæða.
Sævar Helgason, 24.7.2008 kl. 23:08
Ósammála Sævari, á hvernig bifreið sem menn eru, er það einfaldlega dónaskapur að leggja á þennan hátt. EF menn eru haldnir sífeldum ótta um að bíllinn verði fyrir hnjaski í stæði eða annars staðar, þá eiga menn bara ekkert að vera að keyra á slíkum bílum. Réttur manna í umferðinni eykst ekkert við stærð bílanna sem þeir aka á eða hærri verðmiða!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 01:33
Sælir strákar... athyglivert að konur kommentera ekki hér á jeppana. Greinilega ekki á þeirra áhugasviði. Ég er ekki alveg viss um að jeppar séu að detta út en það er viðbúið að það verði ekki eins auðvelt fyrir okkur "fátæka" fólkið að eignast slíkan þegar erfiðara verður að fá lán og borga af þeim, verða kannski meira alvöru stöðutákn en nú er. Auðvitað er það hallærislegt að keyra um á svona bensínhákum milli hverfa hér í Reykjavík,sammála því en eins og Magnús segir og ég tek undir, þeir gefa ekki auka rétt í umferðinni helv...jepparnir.. Tek fram að ég er á jeppa kveðjur til ykkar Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 12:25
Ólafur Ragnarsson, 30.7.2008 kl. 18:52
Sæll minn kæri, verð að svara þér þó ég hafi það fyrir sið að blogga ekki eftir miðnætti en kíki stundum á bloggið þegar ég er að slökkva á tölvunni..Ég þakka hrósið en var að skamma Helga fyrir textann ... Ég vona að skáldagyðjan sé ekki búin að yfirgefa Magnús og hann komi með vísu við fyrsta tækifæri.. Ég kem bara með golfhanska til Eyja ....en var ég búin að nefna það hvað þetta er sæt mynd af þér sem þú skreytir þína heimasíðu með... Hafðu það alltaf sem best kallinn minn kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:16
Sæl mín kæra vinkona.Þetta með hanskana og fötuna var nú bara"djók"eins og sagt er á slæmri íslensku.En mikið fjan.. tókstu þig vel út á myndinni.Mér fannst líka ekki eigi að vera spurningarmerki á eftir undirskrift myndarinnar.Þakka þér þína afstöðu til myndarinnar af mér.Álit annarar konu var:"fitubolla"Ja það er mikið á mann lagt í ellini og þvi eru huggandi orð vel þeginHlakka til að sjá þig hér um slóðir.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 31.7.2008 kl. 12:46
Jeppar eru jú misjafnir að stærð og lögun. Mín skoðun er sú að það eigi að banna þessa stóru jeppa í borginni. Þeir eru stórhættulegir, þetta eru ferðatæki í ófæru en ekki á malbikuðum vegum...mín skoðun
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.8.2008 kl. 15:18
Tek að nokkru undir með síðasta skrifara. Hér í landi eiga jeppaeigendur undir högg að sækja vegna bílagjalda sem hækka í samræmi við útblástur og engir bílar losa jafn mikið gróðurhúsaloft og jeppar.
Í mínu ungdæmi voru jeppar fyrst og fremst landbúnaðartæki, meðal annars voru tengar við þá sláttuvélar og heyvinnuvélar. Hef alltaf haft tilhneigingu síðan til að líta á jeppa sem túnatól.
Ágúst Ásgeirsson, 3.8.2008 kl. 18:27
Já þeir er auðvitað misjafnir jepparnir sem og fólksbílar. Minn jeppi stendur nú varla undir nafni og er hálfgerður slyddujeppi. Ég er lítið fyrir boð og bönn og vil því frekar stýra þessu með bílagjöldum eins og Frakkar gera og þá eftir stærð véla væntanlega. Ég er þeirrar skoðunar að þeir séu ekki hættulegri en aðrir bílar. Þar ræður mestu bílstjórinn en það sér maður oft að þeir telja sig eiga meiri rétt í umferðinni en minni bílar. Ótrúlegt en satt. p.s. erum við orðin svona gömul Gústi kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.