13.5.2008 | 23:01
Sumarið er tíminn.
Sumarið er komið og ég búin að fara fyrsta golfhringinn, það er að segja hér heima. Við fórum í gær vinkonurnar, ég og Lovísa, og áttum saman yndislegan hring á Korpunni. Ég var á regulation, oftast nær, og fékk nokkur pör en púttaði alltof oft. Korpan kemur ágætlega undan vetri og ég trúi því að grínin verði fljótlega slétt og fín. Lovísa er idolið mitt. Ég stefni á að verða eins og hún þegar fram líða stundir. Talandi um idol og íþróttir get ég ekki látið hjá líða að lýsa hamingju minni með einstakan árangur Ólafs Stefánssonar sem talinn er einn af þremur bestu leikmönnum í handboltanum í dag og þá erum við að tala um heiminn en ekki litla Ísland. Það er alveg stórmerkilegt við Ólaf að hann hrífur mann svo með sér, í hverjum leik, að maður sleppir sér alveg, hrópar og klökknar og allur tilfinningaskallinn fer í gang. Það er sama hvort hann er óánægður með leikinn ( tapar ) eða er að gera góða hluti, hjartað slær alltaf með þessum prúða leikmanni. Í mínum huga ber hann höfuð og herðar langt yfir alla okkar íþróttamenn fyrr og nú og þó maður gleðjist yfir að þau Björk, Sigurrós, Eiður, Björgólfur Þór og hvað þau nú öll heita, séu að gera góða hluti úti í heimi er það hjóm miðað við afrek og landkynningu Ólafs Stefánssonar, okkar frábæra íþróttamanns. Hann er vissulega góð ástæða fyrir því að maður fyllist þjóðarstolti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl Kolla.
Já mikið er ég sammála þér með hann Ólaf hann er einstakur og sannarlega fylllist maður stolti að vita hve lengi hann hefur aukið hróður lands og þjóðar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2008 kl. 01:45
Frábært áhugamál sem þú hefur þarna. Hef ekki komist upp á lag með golfið en hver veit, það smitar að lesa pistla sem þessa
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.5.2008 kl. 01:46
Jæja mikið var að maður eignaðist idol í golfinu.Óska þér góðs gengis á golfvellinum í sumar.Idollistinn verður endurskoðaður í samræmi við það.Ávallt kært kvödd.
Ólafur Ragnarsson, 14.5.2008 kl. 19:15
Hi Þakka ykkur innlitið. Það er frábært að geta spilað golf og losað sig frá amstri dagsins , Það er nefnilega þannig að stundum er það mikið mál hvar þessi litla kúla lendir og maður getur verið að rausa um það löngu eftir að leik líkur... sbr. "Ég var einu sinni að spila hérna og þá sló ég beint út í þessa tjörn, tók víti og lenti aftur í tjörninni og þá..... os.frv. bara æðislegt. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.