Leita í fréttum mbl.is

Til hvers að fermast

Nú eru öll systkinabörnin í minni litlu fjölskyldu fermd. Síðust til þess varð Vala Rún dóttir Magnúsar bróður míns. Hún ávarpið sjálf veislugestina og  pabbi hennar sá um söngskemmtun auk þess sem myndir af henni með fjölskyldunni rúllaði á breiðtjaldi. Sem ég sat í veislunni með fólkinu mínu og naut þess að dást að unga fólkinu, sem öll eru afburðar falleg ( mín tilfinningalitaða skoðun) hvarflaði hugurinn aftur í tímann að mínum fermingardegi sem var 19 apríl 1964. Við vorum 17 sem fermdust þá, ef ég man rétt . Þetta var góður hópur og mikil vinátta ríkti okkar á milli eins og gerist á smástað eins og Raufarhöfn. Ég man vel hvað fermingin var erfið í hitanum í smekkfullri kirkjunni og ætlaði aldrei að taka enda. Ég hafði líka áhyggjur af því að presturinn myndi gleyma að kalla mig upp en slíkt hafði komið fyrir árið á undan. Þá var til siðs að aðstandendur stóðu á fætur þegar  nafn fermingarbarns var nefnt og ég fór hjá mér þegar hálf hjörðin stóð upp þegar ég fór til altaris. Í veislunni  var næstum liðið yfir mig vegna streitu því ég hafði aldrei fengið þvílíka athygli og gjafir sem ég ruglaði öllum saman og vissi ekkert hvað var frá hverjum. Úr frá mömmu og pabba eins og allflestir á þessum árum. Um kvöldið kyssti ég strák í fyrsta sinn og hann varð síðar maðurinn minn í 26 ár. Ég hugsaði líka um fermingardaga dætra minna sem voru mjög eftirminnilegir fyrir mig. Sú eldri fermdist heima á Raufarhöfn og ég vann persónulegan sigur á sjálfri mér með því að sjá ein um veisluna  frá a-ö og enginn mátti hjálpa mér. Ég bakaði 14 tertur og eina sem var upp á 4 hæðir og þurfti að fá lánað form frá Húsavík til að baka hanaTounge. Það var vel mætt í veisluna og um kvöldið skáluðum við tvær mæðgurnar í sérrýi , svona til að setja flottan punkt eftir sérstökum degi en hvorug var þó vön því. Hún er enn bindindismanneskja bæði á vín og tóbakHalo. Kvöldið eftir hélt hún veislu fyrir fermingarsystkinin en við foreldrarnir fórum að heiman og þau sáu um sig sjálf. Þetta var vel heppnað. Sú yngri fermdist í Ólafsvík og ég var mjög stressuð því hún valdi sér svo langan texta til að fara með í kirkjunni  að ég óttaðist að hún myndi ruglast. Það gerði hún auðvitað ekki og var ég rosalega stolt af henni, en fólk var að grínast með að hún hefði leyst prestinn af á tímabili.InLove Veislan hennar var svo í Reykjavík þannig að segja má að sú ferming hafi verið á landsvísu og var brunað frá Ólafsvík til Reykjavíkur á sæmilegum hraða. Tengdasonurinn var tekinn fyrir of hraðann akstur á þeirri leið en við á leiðinni heimPolice. Mér var slétt sama því ég var svo fegin að þetta var afstaðið. Elsta  barnabarnið  er búið að fermast en það var borgaraleg ferming og fín veisla með myndasyrpu af fjölskyldunni rúllandi á stórum skjá. Fermingardrengurinn ávarpaði sjálfur gestina. Þetta var einmitt í kosningabaráttunni í fyrra og ég á hlaupum og að fara til Akureyrar á stjórnarfund Sjálfsbjargar og hafði flýtt mér full mikið þannig að ég var í bláum sokkabuxum en ekki svörtum og því eins og hálfgerður pönkari í veislunniBlush. Næsta ferming verður eftir 3 ár og verður fróðlegt að sjá hvernig Viktor uppáhaldskrúttið mitt í 10 ára flokki hefur það, ef hann fermist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl bloggvina.Systir þessa fermingabarns var einu sinni nemi hjá okkur á varðskipinu TÝR.Gangi þér vel í því sem þú ert að gera. Gleðilegt sumar.

Guðjón H Finnbogason, 27.4.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Alltaf nóg að gera á þínum bæ, sé ég. Gangi þér sem best og gleðilegt sumar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Til hamingju með fermingarbarnið í frændgarðinum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2008 kl. 01:40

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 28.4.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Skemmtileg og nostalgísk lesning - man meir að segja eftir fermingunni umræddu 1964! 

Ágúst Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 20:09

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir innlitið. Svona er maður nú orðinn gamall, farinn að bera saman nýja og gamla tímann. Mér fannst samt þegar ég fór að hugsa um það dálítið merkilegt að þegar ég fermdist þá var það skylda en þegar barnabarnið fermdist þá fékk hans bekkur kynningu og val þ,e, venjuleg ferming, borgaraleg eða bara engin. það er óhugsandi að sú staða hafi verið í boði í mínu tilfelli ertu ekki sammála því Gústi?. Já ég veit Guðjón að Milla var á sjónum. Eina konan í minni fjölskyldu sem hefur afrekað það. Ég hef að vísu farið og dregið net með mínum fyrrverandi en það var ekki oft, en ég er ágæt í að fella grásleppunet og að beita hahahaha aftur komin í sjómannatal hahahaha.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Ég lærði það að stokka upp línu en á enn eftir að beita he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2008 kl. 01:09

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það urðu allir að fermast í kirkju í okkar ungdæmi, þá hét það að staðfesta skírnina. Borgaralegar fermingar þekktust ekki í þá daga, er það ekki eitthvað sem kom fyrir um tveimur áratugum með nýbúum, eins og innflytjendur eru nú kallaðir?

Ágúst Ásgeirsson, 29.4.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband