Leita í fréttum mbl.is

Með hlýrri kveðju.

Ólafsvíkurhöfn

Laugardaginn 15 mars s.l.  var kvaddur hinstu kveðju Þráinn Sigtryggson skipstjóri frá Ólafsvík. Ég gat því miður ekki fylgt honum og því langar mig að setja niður á blað  nokkur orð frá þeim tíma er leiðir okkar lágu saman og þakka um leið fyrir hlýtt viðmót í minn garð.

 

Ég kom til Hellissands 1989 og tók við útibúi Landsbankans og  kynntist ég þar mörgu góðu fólki. Árið 1993 tók ég einnig við útibúinu í Ólafsvík. Í  starfi útibússtjóra lærðist fljótt að lesa persónur. Erindin voru mismunandi. Oftast ráðgjöf , lánabeiðnir eða önnur fyrirgreiðsla. Svo var líka  fólk sem kom til að heilsa upp á útibússtjórann og segja sögur og víst létti það lundina að þurfa ekki alltaf að beita sér í starfinu sem var mjög erfitt og krefjandi á þeim tíma vegna kreppu og niðurskurðar í útlánum bankanna.

 

Á meðal traustustu manna sem ég kynntist í Ólafsvík voru einmitt Þráinn og Haukur bróðir hans. Reyndar kynntist ég Hauki meira og hélt líka mikið uppá hann. Þau voru mjög spaugileg okkar fyrstu kynni og verður ekki farið út í það hér.

Þráinn var afar þægilegur maður og  hafði mjög sérstakt handtak, gott og þétt sem gaf til kynna að þar færi vandaður maður, heilsteyptur og traustur. Þannig virkaði hann alltaf á mig. Einungis einn maður annar hafði svona handtak sem ég þekkti og það var Ari heitinn Guðmundsson fyrrverandi starfsmannastjóri Landsbankans og þessi lýsing á svo sannarlega vel við um hann líka.

Í vetur hitti ég Þráinn aftur, eftir 10 ár og var ekki alveg viss hvort þetta væri hann fyrr en ég heilsaði honum með handabandi. Ég hafði orð á því og þá hló hann að þessu en mundi að ég hefði minnst á þetta áður.

Það gefur mér góða tilfinningu að hugsa til þessara manna.

Megi þeir hvíla í guðs friði.

 

Ég votta aðstandendum Þráins Sigtryggssonar samúð mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband