Leita í fréttum mbl.is

Íslenskan.

 Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þurfi að gera til að fá útlendinga til að læra íslensku. Ég starfaði sem forstöðumaður fræðslusjóðs fyrir ófaglært verkafólk í rúmt ár og það kom varla fyrir þegar að erlenda verkafólkið, sem var búið að sitja 50 tíma námskeið í íslensku, kom til að innheimta styrkinn sinn, að það treysti sér til að tjá sig við mig á ástkæra ylhýra málinu. Hvorki heilsa né kveðja eða þakka fyrir sig. Þó var það elskulegt og þakklátt. Mér fannst því fé sem fór í þetta nám illa varið, satt best að segja og tel að svo sé enn í dag. Ég spyr mig að því hversvegna þurfi að fara í gegnum menntakerfið með þessa kennslu. Ef ég t.d. flytti tímabundið til Svíþjóðar, sem mig langar til að gera, myndi ég endilega vilja læra sænsku og helst af þeim sem ég umgengist í vinnunni eða vinum sem ég eignaðist eða fólki sem ég þekkti. Ég get alveg séð það fyrir mér að fólk sem kemur til landsins og vill læra íslensku, geti bara tilnefnt sinn trúnaðarmann sem muni sjá um að kenna því og svo fær sá aðili greitt fyrir það þegar útlendingurinn er orðinn það góður í málinu að hann getur farið í stöðupróf. Það mætti setja á þetta tímamörk t.d. eitt ár. Þetta gæti skapað góðan vinskap á milli Íslendingsins og innflytjandans. Þetta stuðlar líklega að því að Íslendingar fara að líta á sitt tungumál öðrum augum og meta það meira. Í dag greiðir ríkið cirka 50 þúsund vegna þessara námskeiða til þeirra sem halda þau. Ég er viss um að einhverjir eru til í að taka að sér að kenna viðkomandi mun meira í málinu en þeir læra á umræddum námskeiðum. Síðar getur innflytjandinn ef hann vill farið í nám í íslensku og haft mikið gagn af því þegar hann er farinn að skilja og tala málið. Þá getur hann nýtt þann rétt sem hann á hjá stéttarfélagi sínu sem í umræddum sjóði fyrnist eftir árið nema í einstaka tilfellum. Þessi aðferð myndi líka vinna gegn einangrun og slá á völd þeirra útlendinga sem hafa lært málið og eru á stundum dóminerandi í grúppum sem innflytjendur mynda gjarnan og eru ekki æskilegar að mínu áliti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær grein hjá þér,og mjög greinargóð.Þessi grein þyrfti að komast í fjölmiðla og til Alþjóðahússins á Hverfisgötunni,skora á þig að senda þessa grein til ráðamanna þessara málaflokks.Áfram þú.

Jensen (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mér líst vel á þessa hugmynd Kolla, sannarlega þarf að leita allra leiða til þess að stuðla að  því að fólk af erlendu bergi brotið geti verið virkir þáttakendur í samfélaginu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Gott hjá þér,Sammála Jensen,já og hinum líka.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Athyglisverð hugmynd. Kosturinn við þessa aðferð væri líka sá að það væri hægt að kenna svo margt annað í leiðinni svo sem siði, menningu og þess háttar. Gæti samt trúað að hún yrði erfið í framkvæmd.

Það er samt alveg klárt að það þarf að leita annarra og fleiri leiða í þessu efni og það er jafnklárt að það þarf að beita mismunandi aðferðum. 

Þóra Guðmundsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:56

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Komið þið sæl og takk fyrir að nenna að lesa þessar hugleiðingar mínar. Ég held að þetta sé ekki erfitt í framkvæmd en það er alveg víst að það er kannski ekki akkúrat sá sem verður tilnefndur trúnaðarmaður sem kennir mest heldur sér hann um að viðkomandi læri af öðrum og eins og þú bendir á Þóra þá opnast aðgangur að menningu og siðum okkar fyrir innflytjandanum. Það er líka alveg víst að ekki er mikill vilji hjá stéttarfélögum og starfsmenntasjóðum þeirra fyrir þessari aðferð því þau mata krókinn í gegnum Mími sem þeir eiga saman. Þessir sjóðir safna ótrúlegu fé og eru í raun að sýsla með fé almennings sem þeir sækja í gegnum kjarasamninga. Látum vera með VR því þar verður þetta fé eyrnamerkt launamanninum en í Starfsafli safnast það í sjóðinn þar sem úthlutun er bundin við árið og fyrnist nema í einstaka tilfelli ( 3ja ára regla um úthlutun vegna vinnuréttinda s.s. meiraprófs sem ég kom í gegn á þessu eina ári sem ég vann þar)

Ég er heldur ekki farin að sjá að atvinnurekendur kæri sig of mikið um að fólkið læri málið. Sum fyrirtæki standa fyrir því að kenna vinnustaðaíslensku til að eiga auðveldara með að stjórna og fá 75 % af því úr starfsmenntasjóði verkamanna . Þannig að íslenskir verkamenn eru að borga fyrir kennslu til útlendinga sem í raun eru að lækka launin þeirra. Ekki sniðugt

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2007 kl. 17:53

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Tók mér það bessaleyfi að setja þessa ágætu grein inn á heimasíðu Frjálslynda flokksins www.xf.is. Hún birtist þar á morgun.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband