6.5.2007 | 17:05
Viðtal á Rás 2
Frjálslyndi flokkurinn vill að vaxtaokri verði aflétt af heimilunum í landinu.
Ég starfaði sem útibússtjóri Landsbankans í 25 ár víða um land og hef mikla reynslu úr viðskiptalífinu. Um langt árabil hef ég sem útibússtjóri banka reynt að finna leiðir til að hjálpa fólki að halda fjármálum sínum á réttum kili. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir alla að fóta sig í því fjármálaumhverfi sem við búum við. Þótt flestir geti fengið lán og keypt sér íbúð þá reynist sumum erfitt að halda lánum í skilum þegar verðbólgan fer á fulla ferð. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur verið 2.5 % á ársgrundvelli. Í dag er verðbólgan yfir 7 %. Þetta þýðir að verðbólgustigið hefur hækkað lánin sem þessu nemur, umfram það sem áætlað var þegar íbúðin var keypt og lánið tekið.
dæmi
Víst er að venjulegt launafólk losnar aldrei við sín lán meðan þensla og verðbólga heldur áfram að vaxa og hækkar lánin, sama hvernig borgað er af þeim. Fáir geta gert eins og sýnt er í auglýsingum sparisjóðanna þessa dagana þ,e, gefið þjónustufulltrúanum sínum langt nef, staðið upp og farið. Getur þú það áheyrandi góður?
Athugaðu málin skoðaðu hvaða kosti þú átt.
Skuldir íslenskra heimila verða að lækka.
Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að bæta aðgengi að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu á fjarnam.
Ég var forstöðumaður Starfsafls sem er fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins og þekki vel fræðslumál ófaglærðs verkafólks. Í því starfi varð mér ljóst hversu mikilvægt er að fólk bæti við sig þekkingu þó þar sé ekki um hefðbundið nám að ræða þá er öll þekking lykill að farsælum árangir í lífi og starfi.
Það gerir fólki kleyft að endurnýja og aðlaga þekkingu sína að nýjum aðstæðum, flytja sig milli starfa og skapa ný störf.
Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja fötluðum fullan aðgang að þjónustu, vinnu og menntun.
Ég er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra og hef mikinn áhuga á þeirra málefnum. Þar vil ég sjá miklar breytingar.
Við í Frjálslynda flokknum ætlum að berjast fyrir því að skattleysismörk hækki í 150 þús á mánuði og að öryrkjar og aldraðir geti unnið fyrir 1. milljón króna á ári, án þess að bæturnar skerðist. Einnig verður tekjutenging maka afnumin strax.
Skatttaka á laun sem varla nægja til framfærslu er óhæfa og hefur sett fólk í fjötra fátæktar sem erfitt er að komast út úr. Það er takmarkað hvað fólk þolir af álagi á líkama og sál og þar kemur að fólk bognar undan því. Líklegt er að mikið vinnuálag valdi fjölgun öryrkja sem er staðreynd
Þessu þarf að breyta og það viljum við gera í Frjálslynda flokknum.
Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að breytingum í vor.
X F er fyrir þig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko
Athugasemdir
Allt svo mikið mikið rétt Kolla.
Okkur er heiður af því að fá þig inn á þing fyrir okkur í baráttu fyrir þessum samfélagsmálum sem brenna á öllum í landinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2007 kl. 00:59
Hæ kolla !
þetta er svo mikill sannleikur, og ekki vanþörf á svona kjarnakonu einsog þér til að rétta úr stöðu fólks í landinu öllu. það er alveg klárt, gengi þér rosalega vel kæra mín.
kveðja Sif
Sif Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:05
Blessuð
Þú átt min stuðning allan.
Þessi flokkur og þú ert komin til að vera!!!
Áfram með þig kona
Lena huld (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:46
Sælar stelpur. Þakka ykkur fyrir hlýjar kveðjur. Ég mun alla vega gera mitt besta og vona að það skili okkur einhverju. Nú er bara að vonast til að nóg komi upp úr kjörkössunum á laugardaginn. Bestu kveðjur Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:31
Var að koma úr kjörklefanum, rafmagnað að setja x við F á seðilinn og veita þeim flokki atkvæði sem:
1) hefur verið duglegastur við að fletta ofan af svínaríinu i kvótakerfinu!
2) hafa traustar áherzlur í sjávarútvegs-, skatta- og velferðarmálum!
3) hefur mestu möguleikana á að fella núverandi ríkisstjórn!
og svo koma þeir í Frjálslynda flokknum hreint til dyranna eru ákveðnir og þora að segja hlutina umbúðalaust!!!
Ragnar (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:15
Sæl Kolla
Það vantar þarna inn allar upplýsingar hversu frábær þú ert á gítarinn
eins og Jón var alltaf að benda á í viðtalinu á útvarp Sögu. Ekkert kemur heldur fram um frábæra takta þín í blaki.
Keppir eru búnir að fara í bárujárnið og vantaði gítar leikarann.
Keppir senda kveðju.
Keppur (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 20:46
Sæll Ragnar. Gaman að fá þessa hlýju kveðju frá þér. Nú er bara málið að fara í gírinn og byggja upp sterkan flokk og veita þeim stuðning sem komust inn á þing og munu örugglega tala skelegglega fyrir okkar stefnumálum.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.5.2007 kl. 13:49
Keppur :) hver sem þú ert. Ég er nú ekki flínk á gítarinn en spila þó nóg til að halda uppi stuði. Bárujárnið sem ég þekki er skemmtileg uppákoma hjá blakhópnum sem ég hef verið að vanrækja síðan um áramót en stendur ( eins og margt annað ) til bóta- vonast til að mega koma í hópinn í haust. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.5.2007 kl. 13:52
Mér fannst leitt að þú skildir ekki má kosningu.Þú áttir svo sannarlega brýnt erindi þangað.Þinn tími kemur.Ég vona að þú starfir fyrir flokkinn áfram af sömu heilindum og þú hefur gert.4 ár eru ekki svo langur tími.Nú er um að gera að byggja flokkin betur upp snúa af honum agnúana og koma honum til ennþá meiri vegsæmar og ég treysti ykkur þrístyrninu okkar,Þér,Sigurjóni að ógleymdum Magnúsi Þór til að leggja því,ykkar liðGangi þér allt í haginn á komandi framtíð.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 14.5.2007 kl. 23:37
Takk fyrir það. Ég er rétt að byrja :) ekki spurning. Þakka þér hlý orð í minn garð en svona er lífið ekki alltaf eins og maður vill hafa það en þó langoftast :)
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.5.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.