Leita í fréttum mbl.is

Vestmannaeyjar

VestmannaeyjarNú styttist í sveitarkeppni eldri kylfinga sem haldin verður í Vestmannaeyjum og hefst í næstu viku. Það var eitt af mínum markmiðum að ná að spila mig inn í sveit GKG. Það tókst og vonandi næst svo markmiðið að landa gullinu. Við náðum silfrinu í fyrra og bronsinu árið þar áður. Við verðum þó með sterka andstæðinga sem eru Nesklúbburinn og Golfklúbbur Reykjavíkur.

Það er búið að leigja sumarhús fyrir sveitirnar hjá GKG og kaupa fatnað á okkur. Konur í bleiku og karlar í bláu.  Við munum stilla saman strengina í keppni á okkar heimavelli á mánudaginn næsta.

Ég á von á því að þetta verði bara meiriháttar skemmtun og að ég kynnist nýju fólki úr mínum klúbbi og kannski öðrum klúbbum líka. Það á að spila æfingarhring á fimmtudeginum en við förum með Herjólfi kl 10:00 um morguninn og beint á völlinn.

Ég trúi ekki öðru en Vestamannaeyingar tjaldi öllu sínu besta og fegursta þessa helgi. Þessi völlur er mér alltaf erfiður einhverra hluta vegna.

Ég veit að ég get ekki treyst á GPS tækið mitt -GolfBuddy- þar sem ekki er búið að setja inn völlinn. Það finnst mér afar miður og finnst umboðið, Golfbúðin í Hafnarfirði, ekki vera að standa sig í stykkinu.  Það var löngu ljóst að þetta fjölmenna og skemmtilega  mót yrði haldið þarna.  

Þá er bara að nota gamla lagið á þetta og vera djarfur í sókninni.

Góða skemmtun þið sem mætið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband