27.7.2011 | 10:12
Tíminn líður trúðu mér
Undarlegt er þetta með tímann. Oftast hefur það verið þannig með mig að ég hef ekki haft nægan tíma fyrir það sem ég vil gera en samt hef ég komið mörgu í verk. Nú virðist þetta vera að breytast. Mér finnst ég hafa nægan tíma og nóg að gera líka. Þetta er líklega vegna þess að vinnan síðustu áratugina hefur tekið frá mér of mikinn tíma.
Þegar ég ræði við fólk um framtíðina eru menn yfirleitt á einu máli um að rétt sé að hætta að vinna, sé nokkur kostur og reyna að njóta lífsins. Ég heyri þetta oft þessa dagana. Samt er ég ekki viss. Af hverju vinna menn þá fram í rauðan dauðann? Ekki er allt nauðsynlegt sem við erum að reyna að eignast eða halda í.
Um síðustu helgi spilaði ég golf með manni sem þuldi vísur í gríð og erg og skemmti mér mikið. Eina greip ég strax á lofti en hún er svona:
Tíminn er ennþá að eyðast/ og alltaf er dauðinn jafn hress.
Láttu þér ekki leiðast/ lífið er ekki til þess.
Þetta er sú heimspeki sem ég vil lifa eftir og það er alveg víst að mér mun ekki leiðast í þessu lífi. Jafn víst og að tíminn líður og dauðinn hangir á hinum endanum, því öll eigum við hann vísan.
Eflaust eru margir sem lifa lífinu með eilífan ótta og óvissu um hvað tekur við eftir dauðann. Margar trúarkenningar stýra lífi fólks með óljósum yfirlýsingum um eilífðina og heitt helvíti ef því er að skipta. Ég hinsvegar þykist hafa þetta á hreinu og kvíði ekki þeim kaflaskilum þó ég ætli ekki að sitja og bíða eftir þeim.
Þetta sést vel í gamalli þjóðvísu sem elur á óttanum og endar á tilmælum um barnaofbeldi:
Tíminn líður trúðu mér/ taktu maður vara á þér/
heimurinn er sem hála gler/ hugsaðu hvað á eftir fer.
Síðan koma leiðbeiningar um hvernig á að strýkja börnin, lemja og loka út, stinga þeim í mykju-og kolahauga og hræða þau á að draugurinn Boli komi og éti þau.
Óttalega finnst mér vitlaust að óttast eitthvað.
Sumir leggjast svo lágt að óttast umtal. Hvaðan ætli sú hugsun sé komin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl! Alltaf átti að fara ver með stelpuna í þessari þulu,ef ég skil það rétt. ,,Hvað á að gera við stelpuna!? Osfrv.
Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2011 kl. 21:05
Jú rétt er það Helga. Það á að strýkja stelpuna, stinga henni ofan í mykjuna, síðan mátti Boli ét´ana hahaha. Þetta er nú meiri hryllingurinn og þetta kyrjuðu menn í gríð og erg og gera enn.
Svo verður allt vitlaust ef menn dangla hver í annan, nú til dags, og allt kært eins og í Ameríku. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2011 kl. 21:25
„Láttu þér ekki leiðast/ lífið er ekki til þess“.
Þetta er eiginlega lykillinn að léttleikanum. Takmark mitt er til dæmis að verða skemmtilegt gamalmenni þegar þar að kemur (reyndar langt í það að ég verði gamalmenni . . .).
Ágúst Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 06:00
Sæll Gústi. Þetta er göfugt markmið hjá þér og gott að hafa tímann fyrir sér í því. Ég er steingeit og það er sagt um þær að ungar séu þær alvörugefnar, metnaðarfullar og frekar leiðinlegar en svo léttist á þeim brúnin eftir því sem á líður. Ég vona að ég verði verðugur fulltrúi þessarar kenningar og verði skemmtilegt gamalmenni. Það hefur verið það skemmtilegasta sem ég veit um langt árabil að fá fólk til að hlægja og hlægja með því. Því ætla ég ekki að breyta þó maður sé stöðugt í einhverju breytinga- og aðlögunarferla. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.7.2011 kl. 10:00
Góð færsla! Bestu kveðjur!
Björn Birgisson, 29.7.2011 kl. 12:45
Sæl Kolla mín.
Mikið andar alltaf hressum blæ frá þer og þeim ungu konum þar frá Norðri sem eg hef kynnst - eftir eg fór frá Rauf.
Það get eg sagt þer að enginn þarf að óttast dauðann- og lifið á góðar hliðar sem betur fer.
En eins og Þórhallur segir- ennþá hernamegin ! kv. Erla M . Long
Erla Magna Alexandersdóttir, 4.8.2011 kl. 21:42
Sæl Erla og takk fyrir þitt innlegg. Ég hef alveg ákveðna kenningu um það sem gerist eftir dauðann og ef sú kenning er rétt þá þarf enginn að kvíða honum. Við ræddum þetta við pabbi stuttu áður en hann dó og hans draumar voru allir eins og undirbúningur fyrir það sem í vændum var. Það féll vel við kenningu mína um framhaldslífið og því var hann afar sáttur á sinni dauðastund.:) Ennþá hérna megin, meðan enn er hægt að safna ánægjustundum, til að velja sér sem upphafspunkt í næsta lífi :) Besta kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2011 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.