Leita í fréttum mbl.is

Vannýtt víti

Sorgmædd vinkona mínNú standa yfir meistaramót í flestum golfklúbbum landsins. Þess má sjá merki í veðurfari sem er óvenju rysjótt þessa dagana. Golfarar fara glaðbeittir af stað og takast á við ýmsar aðstæður sem þeir hafa ekki komist í kast við áður. Menn fjasa um hve "dræfin" reyndust óvenju stutt og innáskotin óvenju löng eða skökk og stutt í sandglompur því rennslið á flötum er með mesta móti.

Ég tók þátt í mótinu, keppti í öldungaflokki, og er því búin með minn leik sem voru þrír hringir.  Ég lenti í hremmingum sem ég hef ekki séð áður og hef þó mikla reynslu af lélegu keppnisgolfi. Engu öðru er um að kenna en minni lélegu dómgreind og óþarfa stressi. Ég fékk þó þokkalegt veður og völlurinn minn er ægifagur á að líta um þessar mundir.

Erfitt er líka að upplifa grimmd náttúrunnar í návígi. Endur sem orðnar eru óhræddar við mannfólkið eru nú að missa unga sína í stórum stíl í máfana sem hafa yfirtekið svæðið. Þær koma vappandi að sníkja bita með ungana í eftirdragi en þá er máfurinn  óðara kominn, grimmur og óseðjandi  og ekki þarf að efast um hans yfirburði í þeim hildarleik. Í dag kom vinkona mín ein til mín.

Sumir eru umburðarlyndir og segja að allir eigi sinn tilverurétt. Ég hinsvegar hef ímugust á máfum sem þrífast á ungum annarra fugla og dreifa rusli úr döllum vítt og breitt um völlinn. Svo toppa þeir sig með því að skíta á bílinn manns. Þeir eru Talibanar fuglalífsins og mega, eins og þeir, missa sig mín vegna.  

Einn golfari lenti í því að boltinn hans fór í máf. Fuglinn féll dauður til jarðar og boltinn með honum. Það þurfti að fjarlægja hræið til að hægt væri að slá boltann. Þar sem fuglinn var dauður mátti ekki hreyfa hann og það kostaði eitt högg í víti. Ég vildi að mín víti hefðu verið svona árangursrík en þau voru æði mörg og hefðu líklega dugað til að varghreinsa völlinn.

Ég náði þeim áfanga í þessu móti að fá að aðstoða við mótshaldið sem er ný reynsla. Í gær var ég að ræsa út þá sem voru að  byrja frá klukkan sjö til eitt. Á sunnudaginn var, eftir fyrsta hring hjá mér, var ég að skrá skor á töflu sem hangir uppi um úrslit dagsins. Þarna fékk maður yfirsýn frá hinni hliðinni og það eykur skilning og eflaust þolinmæði líka.

En lífið er yndslegt og gott að taka þátt í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband