Leita í fréttum mbl.is

Vertu sæll vinur

Arnór PéturssonÍ dag kvaddi ég merkilegan mann hinstu kveðju. Þetta er flottasta útför sem ég hef verið við enda skipulagði hinn látni allt sjálfur. Enginn "rekinn á lappir" drottni til dýrðar og enginn kirkjukór en Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Tónbræður, fjórir karlar, sáu um sönginn. Tónlistin eintóm dægurlög, allt frá tónleikaupptökum með Tínu Turner til lags trúbadorsins Harðar Torfasonar, Lítill fugl.

Ég gat ekki annað en brosað þegar " Gullvagninn" við texta Jónasar Friðriks Guðnasonar var tekinn með trukki sem var einkar vel við eigandi á þessari stundu.  Útgöngumarsering var undir "Internationalinn/ Fram þjáðir menn í þúsund löndum o.s. frv" Þá tóku sumir undir sönginn sem sunginn var hástöfum og aðrir brustu í grát.

Flott fánaborg frá ýmsum samtökum sem höfðu notið krafta og baráttuvilja viðkomandi og kistan klædd íslenska þjóðfánanum.

Sjálfsagt fleiri en ég sem hafa fyllst stolti og þjóðerniskennd undir þessum gjörningi enda voru söngtextar allir á sömu nótum.

Í texta við lag undir moldun sagði m.a. " Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð. Þetta var áhrifaríkur texti sérstaklega í Víðistaðakirkju þar sem veggir eru þaktir ógeðslegum hryllingsmyndum af stríðsþjáðu og kvöldu fólki.

Arnór Pétursson fálkaorðuhafi, margverðlaunaður baráttumaður fatlaðra og stuðningsmaður IA um áratugaskeið er farinn á vit nýrra ævintýra. Ég þakka góð kynni og sendi innilegar samúðarkveðjur fjölskyldu hans og vinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl Kolbrún! Fór þessi útför ekki fram á Akranesi? þú nefnir aukin áhrif texta í Víðstaðakirkju. Ég dvaldi í sumarbústað vinahjóna í vikunni. Mig minnir að húsbóndinn þyrfti að fara upp á Akranes við útför þessa manns,sem hafði unnið hjá honum í Innheimtustofnun Sveitafélaga. Vonandi hefur hann ekki farið upp á Skaga,eða mig að misminna.Sem betur fer er hægt að syngja og spila hvað sem er við útfarir. Við pöntuðum saxofonleikarann Jóel Pálsson,til að leika Jazz,við útför mannsins míns. Hljómlistin gerir svo mikið,hreifir við tilfinningum ,jæja það tilheyrir. Bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svona færslu geta bara snillingar ritað. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 9.7.2011 kl. 02:20

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Nei þessi útför var í Hafnarfirðinum. Það kann að vera að það hafi verið minningarathöfn um hann uppi á Skaga því hann var alltaf mikill ÍA og Skagamaður. Allir bílar hans urðu að vera gulir og hús sem hann átti upp í Kjós (minnir mig ) var gult með svörtu þaki og stakk verulega í stúf við önnur á svæðinu . Það var lesin kveðja frá leikmönnum og þjálfurum ÍA sem gátu ekki komið þar sem þeir voru á leið norður að keppa. Einhverju sinni þegar hann gat ekki verið á leik hjá þeim, vegna legu á spítala, komu þeir með bikarinn til hans að leik loknum. Ekki skrýtið þó menn haldi tryggð við svona lið . Þessi útför var meira eins og kveðjustund með partý-ívafi heldur en hluta af dauðaferlinu "ríkisins". Þetta var eitthvað svo mikið "hann" eins og stundum er sagt og ég sá hann fyrir mér ljóslifandi, glaðbeittan, brosandi , frískan og hamingjusaman. 

Tónlistina velur fólk sem það telur við hæfi. Við systkinin völdum lög sem við og pabbi sungum alloft í gamla daga, við hans útför. Við brostum öll þegar lagið " fátt er svo með öllu illt " hljómaði með Vilhjálmi (diskur með honum ) Pabbi söng það mjög oft    Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.7.2011 kl. 19:29

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég þakka þér miklu frekar Björn, þú ert svo indæll . Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.7.2011 kl. 19:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Takk Kolbrún.það er rétt hjá Birni þú ert einstök. Gott fyrir IA að eiga svona tryggðartröll,maðurinn minn var í gullaldarliðinu,en hafði miklu meiri áhuga á frjálsum íþróttum,en náði einu ári með þeim,og hreppti því gullpening. Margir Reykvíkingar voru heillaðir af liðinu og þessvegna ævarandi stuðningsmenn.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband