Leita í fréttum mbl.is

Gleðistundir á golfvellinum

Golfið 2011 020Mikið finnst mér gott að sumarið sé komið. Nú er hægt að spila golf nánast alla daga án þess að það sé beljandi stormur með tilheyrandi kulda. Nú er ég kominn í þann hóp sem getur farið að spila um miðjan daginn og það geri ég. Ég er semsagt farin að spila með krökkum, eftirlaunaþegum, atvinnulausum og gamla fólkinu. Það er stórkostlegt að geta kynnst nýju fólki nánast á hverjum degi án þess að það sé í gegnum vinnu. Vellirnir mínir sem eru Vífilstaðavellirnir, Leirdalur og Mýrin, skarta sínu fegursta um þessar mundir. Þeir eru þó ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar en þá er ég að tala um eðlilegt rennsli á flötunum.

Ég hef stundum vellt því fyrir mér hvort ekki sé eðlilegt að Heilbrigðismálaráðuneytið styrkji sérstaklega þá starfsemi sem felst í iðju eldri borgara í golfklúbbum landsins. Það hlýtur að spara mikið i heilsugæslunni að fólk stundi útivist og geðbætandi íþróttir.

Framundan er nú Meistaramót klúbbanna og hjá okkur er það frá 10.-16. júlí. Þá er ég hrædd um að klúbbhúsið okkar verði heldur lítið en þetta er annar stærsti golfklúbbur landsins. Það verður örugglega gaman þá þó ekki sé það alltaf gott fyrir forgjöfina að keppa í marga daga í senn.

Golfið 2011 019


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Heil og sæl,ef þessi mynd er ekki af Vífilstaðavelli,er ég illa svikin af fyrrum ágætri athyglisgáfu minni. Ég var einmitt minnt á í kvöld,að Mr.,mótið yrði um miðjan Júlí,þá ætla ég að vera með dótturson minn. Fátt veit ég meira róandi en,horfa á golfmót í Sjónvarpinu. Sem betur fer fara ekki kvartanir af stað við það,eins og gerist með fótboltann,sem er mín besta skemmtun,að minnsta kosti sýnd  frá stórmótum. Leikir missa gildi sitt endurteknir. Þú tekur þig vel út með  kerrunni og köllunum. þessi íþrótt er ástríða,finn það daglega,gott að hún var innleidd og byggðir góðir vellir á Íslandi.M.b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er þetta ekki Ásgeir Hjálmar, karldýrið þarna lengst til hægri á efri myndinni?

Sigurður Hreiðar, 27.6.2011 kl. 08:37

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jú mikið rétt Helga þetta er tekið þegar komið er út úr Leirdalnum og farið að spila seinustu holurnar þ.e. við erum búin með 13du og svo seinni myndin tekin yfir þriðju brautina sem er ansi strembin braut. Ég er alveg sammála með ánægju af áhorfi á golf og boltaleiki. Ég ætlaði alveg að trillast þegar ég horfði á 21-liðið vinna danska liðið í Álaborg nýverið. Horfi mikið á Skjágolf og það er unun að horfa á þessa ungu stráka sem eru að taka yfir í golfinu. Þú verður sem sagt í ömmuhlutverki í meistaramótinu ... frábært. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.6.2011 kl. 18:38

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður jú þetta karldýr  heitir Ásgeir og er Sigurðsson fyrrum útibússtjóri hjá Landsbankanum. Reyndar er hann með húfu sem merkt er Landsbankanum. Við þrjú ég, María og Ásgeir eigum öll langan og farsælan feril hjá bankanum. Við Ásgeir löngu hætt en María hætti nú nýverið. Þau eru bæði yndisleg og þetta var verulega ljúfur hringur hjá okkur. Kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.6.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband