Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt golfsumar

NílarkrókódíllNú líður að árlegri golfferð á krókódílaslóðir í henni Ameríku, Flórída, The Villages nánar tiltekið. Við systur ætlum að skella okkur með okkar sambýlismönnum og spila golf á þessum hættuslóðum. Við höfum leigt okkur hús með tveimur svefnherbergjum, golfbíl, reiðhjólum og öllum mögulegum þægindum. Einhver sagði að þessi staður væri kallaður Disneyworld 60+ og vona ég að það sé ekki ofsagt.

Ég hef mikið spáð í golfið í vetur. Bæði fylgst vel með á Skjágolf þegar mót eru og kennsla. Einnig lært nokkuð af Birgi Leifi Hafþórssyni sem er með kennsluþátt í sjónvarpinu og auk þess tók ég nokkra tíma hjá honum í haust.

Í vetur prufaði ég að fara í "golfjóga" hjá Guðjóni Sveinssyni í Kiwanishúsinu. Það var að mörgu leiti mjög áhugavert og auðvitað gott fyrir líkamann svona í bland við hardcore æfingar í World Class með eldri dótturinni kl 6,30 á morgnanna, þrisvar í viku. Hjá honum komst ég að því hvað stendur í vegi fyrir sigurgöngu minni í golfinu. Nú er bara að kanna hvort það svínvirkar ekki í sumar.

Ég hef sett mér það markmið að komast undir 10 í forgjöf. Það er ekki nýtt markmið, reyndar búið að vera í þrjú sumur núna en nú skal það ganga eftir. Ég hef tekið upp gömlu sveifluna og lengt höggin við það og æft stutta spilið, samkvæmt leiðsögn Birgis Leifs, en það var helsti akkilesarhællinn ásamt púttunum.

Við erum í einkakeppni ég og mási minn sem er með aðeins hærri forgjöf en ég. Hann náði mér fyrir rúmu ári en svo stakk ég hann af í fyrra þegar hann fékk í  bakið. Nú er meiningin að "éta" hann í Flórída.

Allavega ætla ég að "skrúfa á mig hausinn" og nota sálfræðina á sjálfa mig til að sigrast á hindrunum í sumar.   

Gleðilegt sumar ágætu kylfingar og bestu óskir um skemmtilegt spil, árangursríkar keppnir en fyrst og fremst góðar og uppbyggjandi samverustundir á vellinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt sumar.  Ég veit að ferðin verður ánægjuleg, fyrir ykkur öll.  Góða ferð.

Jóhann Elíasson, 21.4.2011 kl. 16:23

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Jóhann. Eigðu gott sumar sjálfur hvar sem þú kýst að bera niður í áhugamálunum... kannski bara skella sér á Sléttuna í veiði

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.4.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þótt sjö ár séu síðan ég tók mér síðast kylfu í hönd - og telji mig þar með ekki til golfara - þá óska ég þérs líka gleðilegs sumars. Miðað við myndina sem þessu fylgir, þá ertu greinilega komin á fullt í sálfræðihernaðinum gegn mági þínum!  

Ágúst Ásgeirsson, 21.4.2011 kl. 20:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góða ferð og megir þú ná takmarki þínu.  

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2011 kl. 23:49

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha já Ágúst , ég er með hann í huga sem hind í krókódílskjafti hahaha og hann er búinn að leita sér uppörvunar og andlegs stuðnings hjá presti og ráða hjá sálfræðingi hahah þetta verður gaman. Svo fylgja reiðhjól og við Atli munum örugglega hjóla nokkra tugi kílómetra. Svo sagði Linda Vals mér á feisinu að það væri dansað á hverju kvöldi þarna og ég búin að pakka dansskónum og sveiflupilsi  Þessu til viðbótar er söngmappan með í för því við eigum að syngja á tónleikum daginn eftir að við komum heim. Ég myndi segja að það væri kominn tími á að þú færir að handfjatla kylfuna að nýju og óska þess að þú eigir yndislegt sumar í Frans. Trúlega hjólar þú eitthvað í sumar. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.4.2011 kl. 08:29

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga og takk fyrir hvatninguna og góðar ferðaóskir. Ég næ takmarkinu en spurningin er bara hvenær. Það er venjan hjá mér. Ég er þrárri en sá í neðra sem hann Björn Birgis hefur samið við hahaha  sumarkoss handa þér bloggvinkona og megir þú skemmta þér sem allra best í sumar sem ég vona að fari nú að koma á klakann kalda.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.4.2011 kl. 08:33

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir Kolbrún, ég efast um að ég fari nokkuð Norður í sumar en slysist ég til að fara fer ég að minnsta kosti í Hraunhafnarvatn og Æðarvötnin (hef farið nokkuð í Hraunhafnarvatn og veitt ágætlega þar).  En að öðru:  Vinur minn fór til Flórída, hann sagði mér að á einum staðnum sem hann fór á hafi verið skilti sem sagði til um að það væri bannað að synda í vatninu og ástæðan væri sú að það mætti ekki gefa krókódílunum.

Gleðilega páska.

Jóhann Elíasson, 22.4.2011 kl. 10:08

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sömuleiðis gleðilega páska Jóhann. Já það er ekki vitlegt að fóðra þá, þeir sjá um sig sjálfir. Annars hef ég verið á sömu braut og krókódíll meira að segja nánast á sama gríni. Hann lá í vatninu alveg við grín sem ég var að pútta á .... ég var ekki feitur biti geri ég ráð fyrir því hann hreyfði sig ekki

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.4.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband