Leita í fréttum mbl.is

Aftökur og annað skemmtilegt

Florida2011 005Nýlega kom ég heim frá Flórída sem er sannkallað gósenland golfarans. Ég dvaldi ásamt vinum í flottu húsi við golfvöll sem heitir Roosevelt. Teigur á fjórðu braut var beint fyrir framan stofugluggann c.a. 10 metra frá lóðarmörkum. Um 100 metrum frá var annar níu holu völlur sem heitir Truman. Báðir ágætir. Ótal vellir eru þarna með skemmtilegum brautum og í fallegu umhverfi.

Þeir láta mikið með forseta sína kanarnir og ekkert er svo sem út á það að setja. Þeir eru þó eflaust misjafnlega hrifnir af Obama, þar sem hann er ekki alveg að enduróma vilja Ísraelsmanna gagnvart Palestínuríki í umræðunni núna. Sjálfri finnst mér þetta bara gott hjá honum. Það sýnir ákveðið sjálfstæði og hugrekki að rísa upp gegn ríkjandi viðhorfum og heilaþvotti eins og mér finnst svo ráðandi þarna vestur frá. 

Mér fannst hinsvegar ekki flott hjá forsetanum að týna líkinu af Osama bin Laden í hafið og hafa ekkert í höndunum um að hafa drepið hann og hans konu. Þetta mikla afrek hersins var lofað margsinnis á dag á hverri einustu sjónvarpsstöð sem náðist í okkar húsi. Ekki bara einn dag heldur marga daga í röð. Ég var bara um það bil að hrífast með.

Ég var í tvær vikur í The Villages rétt utan við Orlando og kunni ágætlega við mig. Hitinn hátt í og yfir 30 ° og sól alla daga sem var heldur mikið. Þetta er auðvitað alger draumur fyrir þá sem eru með gigt og ýmis öldrunarvandamál enda fannst mér ég vera c.a. 10 árum of snemma á ferðinni en hugsa mér gott til glóðarinnar síðar InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Velkomin heim! Það er ekki gott að setja sig inn í pólitík annara landa, en BNA. hafa upp á svo margt að bjóða. Þú ferð nú bráðum að lækka í forgjöf. Þetta er páfagauks herma hjá mér,heyri krakkana tala um þetta.þegar þau koma saman. Við verðum í Þorlákshöfn í Júni,það á að gera það að árlegu fjölskyldu-móti. Það eru golfvellir út um allar koppagrundir á Íslandi,gott að nýta þá meðan veður eru skapleg. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Flott kona!

Björn Birgisson, 21.5.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga og takk fyrir skemmtilegt innlegg.

"Páfagauksherma" skemmtilegt orðatiltæki . Mér líst vel á þig að halda fjölskyldumót og völlurinn í Þorlákshöfn er skemmtilegur en ég veit ekki hversu góður hann er í dag en það stendur allt til bóta. Hann er yfirleitt góður og ég elska að spila hann.

það er rétt að BNA hefur upp á margt að bjóða og næst ætla ég að kíkja á Boston og NY til að útvíkka þetta þrönga sjónarhorn sem ég hef á Bandaríkjunum.

Vona að það fari að vora á Íslandi svo menn geti notið golfvallanna sem allra lengst. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.5.2011 kl. 11:34

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir innlitið Birgir. Vona að þú sért að golfast alla daga, einherjinn.

Ég hef ekki komið í Grindavík í ca 2 ár til að spila. Verð að fara að kíkja þangað en ég fékk nú bónorð þar á einu gríninu ,, án gríns ,, og síðan er það alltaf  mitt uppáhalds grín ( flöt) .

Völlurinn neðan vegar er afar rómantískur finnst mér kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.5.2011 kl. 11:41

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta átti auðvitað að vera Björn Birgisson ... svona er maður að verða gamall .....

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.5.2011 kl. 20:59

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég bíð eiginlega eftir frásögn af keppninni við mág þinn. Vonandi er þetta ekki óþægileg spurning.

Þar fyrir utan votta ég þér hluttekningu vegna móðurmissisins. Man auðvitað mjög vel eftir Sjönu Stebba [merkilegt hvernig konurnar voru kenndar við karla sína og öfugt á Ríben í den]. Þið systur skrifuðuð fallega um hana í Morgunblaðinu.

Ágúst Ásgeirsson, 23.5.2011 kl. 21:26

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kveðja!

Björn Birgisson, 23.5.2011 kl. 22:36

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Jú þetta er mjög óþægileg spurning . Málið er að þessi mágur minn hann var bara ansi góður og ég komst að því að hann er bara vælukjói dauðans þegar kemur að golfinu. Hann semsé blekkti mig með því og ég hélt auðvitað að ég væri svo sigurstrangleg. Það fór samt þannig að litla systir hún Guðrún sem er rétt að byrja, hún tók okkur bæði á punktum. Hún fór holu í höggi, fuglar voru daglegt brauð hjá henni og parið var normið. Hún er því sigurvegarinn í Florida Golf Tour -Villages. Annars átti ég ágæta kafla og vann nú vælukjóann í eitt eða tvö skipti. Takk fyrir samúðarkveðjur Gústi og það var bara hægt að skrifa fallega um hana mömmu enda sagði hún aldrei styggðaryrði um nokkurn mann, heiðarleg og góð kona. En hún var sátt við að fara þannig að nú verð ég að sætta mig við það að hún er farin. Bestu kveðjur Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.5.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband