Leita í fréttum mbl.is

Vantraust

3.des 005Nú er komin upp ný staða í stjórnmálum á Íslandi. Vantrausti er lýst á ríkisstjórnina með formlegum hætti. Allir virðast fagna því, þar með talinn forsætisráðherrann okkar.

Það virðist vera helsti styrkur stjórnarinnar að stjórnarandstaðan geri atlögu að henni og þjappi stjórnarliðum saman. Eins og menn vita hafa þeir ekki allir fetað sömu slóð í þessu verkefni sem landsstjórn er.

Einstaklingshyggja nokkurra þingmanna VG hefur verið vægast sagt truflandi fyrir forsætisráðherra og hefur hún lýst því fyrir þjóðinni með eftirminnilegum hætti.

Eitt er víst að ekki er hún og hennar flokkur öfundsverð um þessar myndir. Þjóðin virðist alfarið á móti öllu því sem þau eru að gera í helstu málum hennar. Það var á henni að skilja nýlega í viðtali að það væri ekkert mál að kúvenda í baráttunni við erlendar þjóðir. Segja já í dag og nei á morgun. Ég er nú ekki alveg sammála þessu og ég er heldur ekki sammála forsetanum sem fer nú í víkingaham um lönd og bregður brandi á loft, ógnandi og bendandi.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig menn greiða atkvæði með tillögu Bjarna Benediktssonar þingmanns en mest verð ég hissa ef Hreyfingin er ekki einróma fylgjandi vantrausti og nýjum kosningum eins og þau hafa talað í Icesave-deilunni.

Það er annars merkilegt hvað allar fréttir eru pólitískar nú til dags. Ég man þá tíð þegar ekkert var talað um þingheim og sáralítið um pólitík nema fjórða hvert ár og þótti mörgum það yfirleitt leiðinlegasta áríð. Líka mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Athyglisvert að sjá stjórnmálamanninn og frambjóðandann [alla vega fyrrverandi] kveinka sér undan fréttum sem snúast um pólitík! Í ljósi hrunsins og alls eftirleiksins er sá fréttaflutningur ekki nema eðlilegur, finnst mér, þótt þreytandi geti verið. Stjórnarháttunum er um að kenna að oft er eins og verið sé að spila sömu plötuna aftur og aftur, hægagangurinn er slíkur og/eða aðgerðarleysið.

Ég get svo bætt við, að það er ekki bara á Íslandi sem almenningur hefur glatað trú á stjórnmálamönnum eða ber til þeirra minna traust en áður. Þetta sama hefur átt sér stað hér í Frakklandi; á kaffihúsinu er viðkvæðið oft: þeir hugsa bara um sitjandann á sjálfum sér og er skítsama um lýðinn!

Er viðhorfið jafn slæmt heima (ég segi alltaf heima þótt ég hafi ekki komið upp á Klakann í rúm fjögur ár og lengra sé síðan ég flutti þaðan!) ?

Ágúst Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Já ég verð að segja að ég sakna þess að það sé ekki eitthvað að gerast í þjóðlífinu nema illindi og upphlaup. Kyrrstaðan er alger. Icesave bullið hefur tröllriðið umræðunni undanfarna daga með þeirri niðurstöðu sem þar varð, þvert á álit kjörinna fulltrúa ca 60 % og ríkisstjórnarinnar.

Auðvitað er nauðsynlegt að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir þrjú rauð spjöld í því máli , ég er sammála því.

Þessi niðurstaða í Icesave kjörinu er eiginlega uppákvitt þjóðarinnar um vantraust á þingið allt og ríkisstjórn en hvað tekur svo við er ekki gott að segja. Þessi kaffihúsafrasi sem þú nefnir hefur heyrst einum of oft hér og mér finnst hann innantómt slagorð sem ekkert er á bakvið því svo snýr þetta sama fólk sér við og krossar á sama stað í næstu kosningu. Þú ættir nú að fara að kíkja á okkur á klakanum kalda meðan gengið er hagstætt og ódýrt að sækja okkur heim. Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.4.2011 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband