Leita í fréttum mbl.is

GKG flottur klúbbur

Golfmyndir júlí 002Ég reyni venjulega að mæta á aðalfund í þeim klúbbum sem ég er í hverju sinni. Ég fór því á aðalfund GKG sem haldinn var í gærkvöld, ein og með hálfgerðan hundshaus.

Ég hafði eytt deginum í að koma mér til Íslands eftir stutta dvöl í Danmörku. Þrátt fyrir mesta veðurfarsóskunda í flugsögu Dana í 22 ár komst ég heim fyrir rest og náði á umræddan fund.

Það kom mér ekki á óvart að fáar konur voru mættar. Einhverra hluta vegna eru þær mun lélegri í að mæta og sýna þessum þætti félagsstarfsins áhuga. Mér finnst það undarlegt og get ekki vorkennt konum þó þær séu ekki hátt skrifaðar í þessari íþrótt, þegar þær nenna ekki að láta sig málefni klúbbsins varða og mæta á aðalfund einu sinni á ári.

Hagnaður var á starfsemi klúbbsins 2010 upp á 23 milljónir. Í ljósi þess hafði stjórnin ákveðið að hækka ekki árgjöld en nú verða tekin upp, að hluta til, innritunargjöld fyrir nýja félagsmenn á aldrinum 20-67 ára. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fjölgun hefur orðið í klúbbnum og fjöldi manns á biðlista. Þetta er nú annar stærsti klúbbur landsins með 1730 meðlimi. Ákveðið  var að halda félagafjölgun í skefjum. Það hefur verið einn helsti kostur þessa klúbbs að það er yfirleitt hægt að komast að með stuttum fyrirvara, ef ekki á Leirdalinn þá allavega Mýrina. Leirdalurinn er auðvitað meira spennandi þar sem hann er 18 holu völlur en Mýrin bara 9 holur. Báðir vellirnir eru þó krefjandi og skemmtilegir.

Barna- og unglingastarfið  í klúbbnum er til fyrirmyndar sem og annað og allt svo yfirgengilega flott , stórkostlegt og frábært að menn misstu sig alveg og voru farnir að mæra hver annan í hástert, vitnandi í að þeir væru frábærir skólabræður, mjög vel giftir, fyrirmyndar nemendur, stórkostlegir lærimeistarar og svo framvegis. Það er óhætt að fullyrða að karlarnir áttu sviðið og notuðu það óspart.

Ég verð alltaf ánægðari með þá ákvörðun mína að ganga í þennan vaxandi klúbb sem skartar einkar fallegum völlum og einn af örfáum sem markað hafa sér umhverfisstefnu sem einnig er til fyrirmyndar.

Ég fékk alveg ótrúlega löngun til að fara að spila golf bara við að hugsa um þessi mál. Ég er ákveðin í að bæta mig verulega næsta sumar og læt ekki deigan síga þó markmiðið hafi ekki náðst í ár.

Nú er bara að æfa sveifluna í vetur og sjá hvað gerist næsta sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Svakalega ertu flott kona! Ef þú vilt kæra mig fyrir þessi ummæli þá hringir þú í 112, býður eftir sóni og hringir svo í Krossinn!

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 22:22

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Já Kolla - skemtilegur völlur !

kv.Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.12.2010 kl. 19:12

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hi bæði tvö.... Takk fyrir kommentin, bæði auðvitað alveg rétt  hahah. Já Krossinn númer hvað skyldi maður þá verða, átta eða níu... erfitt að hafa tölu á öllum þessum konum sem ryðjast nú fram með einkennilegar minningar ... karlinn bara orðin eins og Casanova við að ná í Jónínu... Það er nú ekki alveg í lagi með sumt fólk KRÆST  segi ég nú bara .... en þú ert alltaf jafn fyndinn Björn

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.12.2010 kl. 22:44

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún Stefánsdóttir, ég er mjög alvörugefinn maður. Léttleiki tilverunnar (Kundera) er mér þó ofarlega í sinni. Hafðu það sem best, mín kæra, og fyrirgefðu mér galgopaháttinn minn. Seint mun mér lærast  að hegða mér við hæfi.

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 00:31

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Björn Birgisson þú alvörugefni galgopi. Sumt á maður bara ekki að læra eða tileinka sér og ég legg til ,,,og taktu nú eftir þunganum í orðum mínum,,, að þú haldir áfram að vera óhæfa sem allra lengst. Ég held líka að Ingibjörg muni annars bara henda þér í glatkistuna hahaha.

Sjálf hef ég verið að vinna í því að taka lífið ekki of alvarlega vera ekki of samviskusöm eða of áreiðanleg eða of stundvís og þetta bull sem þykir svo rosalega við hæfi. elska sjálfan sig og lífið það er valkostur nr. 1 svo kemur hitt á eftir. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.12.2010 kl. 19:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Takk!  Ég reyni þá ekkert að breyta mér!!

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 19:17

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svo ég mjög svo óvænt blandi mér í ´þetta "þukl Bjarnarins á Æðakollunni" og það þótt mér komi það ekkert við, þá vil ég standa keikur með orðstír Kundera og áminna um að hans dýr(s)lega saga heitir ekki bara "léttleiki tilverunnar" heldur ÓBÆRILEGUR léttleiki tilverunnar!

Muna það eftirleiðis!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2010 kl. 21:23

8 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús minn, á sama hátt og þú kannt að vera óbærilegur á stundum, sem ég reyndar þekki ekki, öðru nær, þá má þér ljóst vera að bókartitill Kundera er mér að fullu kunnur, sem og innihald þeirrar góðu bókar.  Um þuklið er bara eitt að segja, raunar spyrja: Ertu nokkuð í Krossinum? Sumir eru meiri sérfræðingar en aðrir, þegar kemur að leyndarmálum skúmaskota eigin sálar. Eðlilega.

PS. Líklega áttir þú við dýrðlega sögu Milans Kundera, en ekki dýrslega. Nokkur munur þar á, minn kæri!

Eigðu góðar stundir!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:45

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kundera, heiðursborgari í Brno en þangað fór ég í sumar sem leið. Hann var mikið skáld eins og Magnús Geir  en ég hef ekkert lesið eftir hann. Verð að taka það til athugunar.

Undir pilsin fimur fer,þó flestar honum hafni.Fingrum hans þó fagna ber,

Í frelsarans Jesú nafni.

Ókunnur höfundur af þessari en góð er hún.  kveðja Kolla

 

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.12.2010 kl. 22:44

10 Smámynd: Björn Birgisson

HM, ...........

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband