Leita í fréttum mbl.is

Gott silfur gulli betra

sveitakeppniNú er að baki sveitarkeppni öldunga í golfi 2010. Að þessu sinni var hún haldin á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 20. til 22. ágúst. Ég var búin að hlakka mikið til að dvelja norðan heiða í eina viku í lok ágúst frá því að það var ljóst að ég kæmist með í sveitina fyrir minn klúbb.

Það fór þó þannig að ég var fljót að koma mér suður aftur. Strax að lokinni verðlaunaafhendingu var keyrt af stað. Það var nefnilega þannig að það var skítakuldi og hellirigning í heila þrjá daga.

Maður lifir bara á minningunni um æfingarleikinn sem var aldeilis frábær í sól og sumaryl á fimmtudeginum daginn fyrir keppnina.

Við GKG konur náðum í silfrið að þessu sinni en bronsið í fyrra og komumst þá inn í fyrstu deildina.

Ég var nokkuð fljót að sætta mig við að tapa úrslitaleiknum fyrir Keiliskonunum. Þær hafa nánast haft eignarhald á fyrsta sætinu enda stórkostlega flinkar konur þar á ferð.

Þessi árlegi viðburður í golfheiminum er afar skemmtilegur og gaman að hitta gamla félaga og kynnast nýjum. Þetta er líka ágæt leið til að kynnast sjálfum sér við aðrar aðstæður en maður er venjulega í.

Ég hugleiddi hvort ég ætti að fara til kennara eða hætta í þessu sporti. Niðurstaðan varð að skipta um kennara og fara á dómaranámskeið til að læra þessar ótrúlega erfiðu reglur.

Kannski er reynslan bara besti kennarinn. Allavega læri ég alltaf helling í hverri ferð.

Ég þakka hér með mínum félögum og meðspilurum fyrir þessa golfdaga og góða og drengilega keppni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla mín, þú ert ótrúleg! Ertu alltaf að læra? Þarftu ekki að passa á þér höfuðið? Nei, líklega ekki. Ef það yfirfyllist af fróðleik, færðu þér bara góða eyrnatappa, svo ekki tapist neitt þá leiðina!

Góð færsla! Takk fyrir!

PS. Ég fór loks í gær í golf eftir langt hlé. Spilaði heilar 8 holur. Fékk tvö pör. Eitt fyrir þig og hitt fyrir hana Ingibjörgu mína.

Alltaf stendur maður eftir slippur og snauður!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahahaha alveg ertu yndislegur Björn. Gott að þú skiptir þessu bróðurlega á milli okkar Ingibjargar.... Það er  nóg af pörum eftir, þú verður bara að sækja þau. Ég skal svo taka eitt par fyrir þig um helgina en ég er að fara að keppa bæði laugardag í Þorlákshöfn og sunnudag á Hvaleyrinni. En hvernig er með Ingibjörgu. Spilar hún ekki? Þetta er svo frábært hjónasport. Það glæðir gömul sambönd nýju lifi og ný sambönd verða uppljómuð hahaha kræst hvað maður ruglar haha en þetta er samt satt . Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla mín, Ingibjörg spilar ekki golf, en stundum röltir hún með mér nokkrar holur. Hún þekkir golfvöllinn okkar ágætlega, sérstaklega þessar tvær holur sem ég hef farið í einu höggi, enda margupplýst um það! Eðlilega, er það ekki?

Alltaf þegar ég nefni þau afrek mín, víkur hún talinu að barnabörnunum, afmælisboðum eða viðlíka skemmtilegum hlutum!

Hún er algjörlega frábær kona og veit álíka vel og Tigerinn að 19. holan ræður alltaf úrslitum að loknum góðum golfhring! Alltaf fugl þar!

Gangi þér ferlega vel í sandinum í Þorlákshöfn og ekki síður á Hvaleyrinni.

Mér yrði mikill heiður af því að þú tileinkaðir mér fallegt par, nú eða fallega sprengju!

Það styttist í áramótin!

Björn Birgisson, 25.8.2010 kl. 22:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með SILFRIÐ.

Jóhann Elíasson, 26.8.2010 kl. 08:18

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Björn. Ég efa það ekki að Ingibjörg er yndisleg það sést svo vel á þínum skrifum. Þið eruð þá flott par því mér finnst þú "mega" flottur. Ég þarf að fá einhvern sem heldur mér á jörðinni með umræðu um dásemdir daglegs lífs eins og þín mæta kona virðist gera Takk fyrir góðar óskir. Þú munt fá par sem er við hæfi fljótlega Kveðja kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2010 kl. 10:37

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir hamingjuóskir Jóhann. Alltaf gott að finna að aðrir gleðjist með manni. Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2010 kl. 10:42

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur Björn. Í gær spilaði ég Mýrina (9) holur á 41 höggi og var að slá fanta vel. Fékk fugl sem ég ætla að tileinka þér. Þessi fugl átti að vera Örn en rétt missti. Þetta var á 5 braut , par 5 404 metrar. Var inná í tveimur en rétt missti púttið og þurfti að sætta mig við fugl. Í dag var ég í Þorlákshöfn fór á 95 höggum í roki ,  svörtum sandi og illgresi en var með 8 pör. :) þetta sannar það sem ég segi. Nóg af pörum úti á vellinum :) Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:16

8 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla, til hamingju með fuglinn! Gangi þér allt í haginn! Með þakklæti fyrir að nefna furðufugl eins og mig í tengslum við fuglinn þinn á fimmtu braut. Áfram stelpa!

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 122262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband