15.3.2010 | 20:17
Landsþing Frjálslynda flokksins.
Nú líður að landsþingi Frjálslynda flokksins sem ákveðið var á miðstjórnarfundi, fyrir um mánuði síðan,að halda þrátt fyrir að ár sé í venjulegan þingfundartíma. Þingið verður að Hótel Cabin 19. og 20. mars.
Ekki veit ég hvers vegna en einhvernvegin finnst mér að það sé ekki mikill spenningur fyrir þessu þingi. Ekki hafa verið dramatískar umræður um fundarstað og ekki hefur neinn séð ástæðu til þess að halda það utan Reykjavíkur til að vinna á þinginu verði sem best. Ég vona samt að það verði árangursríkt og farsælt.
Stefna Frjálslynda flokksins, sem hefur alltaf verið mín stefna, hefur aldrei átt betur við en einmitt á þessum tímum, þó segja megi að staðan sé eðlileg afleiðing af því að ekki var hlustað á talsmenn hennar í góðærinu. En hver vill hlusta á raus um timburmenn í miðju fylleríi.
Ég verð að segja að ég er stolt af því að tilheyra þessum hópi sem margir telja sérvitringa og nöldurseggi. Við höfum barist með hjartanu til hagsbóta fyrir þjóðina vitandi það að þjóðin vildi ekki hlusta. Við höfum varað við óhófi og ofneyslu. Við vöruðum einnig við hættunni af framsali kvótans og auknum innflutningi á erlendu vinnuafli. Við höfum viljað sjá fleiri smærri fyrirtæki, einkaframtak í sem víðastri mynd án spillingar, blandað hagkerfi, aðskilnað ríkis og kirkju og sanngjarnt velferðarkerfi.
Enginn fagnar sendiboða slæmra tíðinda eða áhyggjusuði umhyggjusamrar móður sem varar við hættum og erfiðum afleiðingum af ákveðinni hegðun. En hvenær er mál að linni og hvenær er manns eigin vitjunartími. Það er að brjótast í mér núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 122263
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Gangi ykkur vel Kolbrún
Jón Snæbjörnsson, 15.3.2010 kl. 20:45
Takk fyrir góðar óskir Jón. Ég las það á xf.is að áhugi fólks er eitthvað að aukast og það er gott ef fólk vaknar til vitundar um að það er hægt að hafa áhrif á gang mála. Kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2010 kl. 01:02
Sæl Kolla, og takk fyrir þennan fína pistil. Nú fer að líða að landsþingi og um leið formannsskipta, það er spurning hvernig fer með önnur embætti. En það er einlæg ósk mín að þetta landsþing takist sem allra best og að ekki verði frekari klofningur eða leiðindi innan flokksins. Það er orðið svo lítið til skiptanna. Ég óska þér og flokksmönnum öllum velgengis og vona að Íslendingar fari nú að gefa þessum litla skynsama og góða flokki gaum.
Kveðja Hafsteinn
Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:20
Takk fyrir hlý orð Hafsteinn. Það er rétt að þar sem fáir eru að fjalla um hlutina verður allt meira áberandi, hvort sem það er ágreiningur eða annað. Formannsskipti eru fyrirséð, rétt er það, og illa trúi ég því að einungis verði eitt framboð að ræða í það vinsæla embætti. Val á milli manna er nauðsynlegt og ég minni ég á þegar Magnús Þór fór fram gegn Guðjóni, en hann var bæði varaformaður og aðstoðarmaður hans, á síðasta þingi. Hann flutti ræðu sem var svo hrífandi að fólk fagnaði eins og hann hefði unnið kjörið. Auðvitað er miklu skemmtilegra að vinna ef kosið er á milli manna.
Flokkurinn, eða stefnan öllu heldur, er auðvitað allra góðra gjalda verður eins og ég sagði í pistlinum og allir vita. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.