Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

Sćrún Stefánsdóttir- minning

 

Sćrún međ gleraugun

Sćrún Stefánsdóttir frá Raufarhöfn er látin. Útför hennar var gerđ frá Bústađakirkju 16. maí kl 13:00. Sćrún fćddist á Raufarhöfn 26.6. 1952 og ólst ţar upp , en lést ţann 26.4. s.l. á Landspítalanum.
Hún lćtur eftir sig einn son, Stefán Jan Sverrisson, viđskiptastjóra hjá Símanum. Unnusta hans er Halla María Ţorsteinsdóttir. Foreldrar hennar voru Kristjana Ósk Kristinsdóttir fiskverkakona og húsmóđir frá Hafnarfirđi f. 03.06.1921 og Stefán Magnússon frá Skinnalóni á Melrakkasléttu f. 17.11.1924. Ţau eru bćđi látin. Systkini hennar eru: Kolbrún Stefánsdóttir framkvćmdastjóri Heyrnarhjálpar, dćtur Birgitta og Brimrún Björgólfsdćtur. Guđrún Stefánsdóttir starfsmađur hjá Tekjuvernd, börn Eva og Daníel Benediktsbörn, sambýlismađur er Guđni Walderhaug byggingaverkfrćđingur. Magnús Stefánsson, framkvćmdastjóri og frćđslufulltrúi Marita-frćđslunnar á Íslandi og ráđgjafi. Kona hans er Kristín Rúnarsdóttir lífstílsráđgjafi og grunnskólakennari. Dćtur Magnúsar og Erlu S. Ragnarsdóttur eru Milla Ósk og Vala Rún.

Ţađ er ómögulegt ađ minnast Sćrúnar án ţess ađ hugsa til ćsku- og uppvaxtarára okkar á Raufarhöfn.  Hún ólst upp í ćrslum og gleđi eins og viđ langflest á Raufarhöfn.  Heilu kvöldin voru krakkar í slagbolta og í ýmsum útileikjum. Einnig voru baráttuleikir milli hverfa stundađir og fariđ í kríueggjaleit og til berja.

Viđ vorum fjögur systkinin. Sćrún var fjörugur krakki og fór töluvert fyrir henni  er hún komst á legg. Hún var athafnasöm og  voguđ. Hún var oft prílandi upp á húsţök í hverfinu og á hćttuslóđum í kringum verksmiđjuhúsin og  í mjölhúsinu. 
Hún var prílandi í Höfđanum og hjólandi um allar bryggjur. Frjáls og hláturmild. 
Ţá hirti hún lítt um hróp mömmu, bođ eđa bönn. 
Á okkar ćskuheimili var mikiđ um söng og hún mjög söngelsk. Hún var lengi  í hljómsveit međ pabba og seinna međ yngri systkinum sínum og frćndum. Sú hljómsveitin hét Jenný og var nokkuđ vinsćl međ ţćr tvćr systur sem söngkonur og starfađi í nokkur ár.

Seinna fluttu ţau svo suđur til Reykjavíkur, systkini mín og systursonur og var ţađ mikil eftirsjá fyrir mig sem sat eftir vćngbrotin ađ segja má.  Seinna lćrđu ţćr báđar, Guđrún og Sćrún, söng hjá Margréti Bóasdóttur og voru um hríđ í Langholtskórnum. Á ţeim árum  vann hún hjá Verkfrćđistofu Sigríđar Zoega og undi vel hag sínum.  Seinna  vann hún  hjá Alţýđublađinu sem setjari í mörg ár.  Hún keypti sér íbúđ og bjó sér og syni sínum ţar heimili. Hjá henni var alltaf auđsótt gisting og hún var afar umhyggjusöm gagnvart sínum ćttingjum.

Síđan liđu árin og Stefán Jan flutti nánast til Raufarhafnar til ömmu sinnar og afa í Brún 14 ára gamall. Sćrún var áfram fyrir sunnan og fór ţá ađ bera á heilsubresti hjá henni. Hún bar sig ávallt vel en var ţó alltaf meira og minna undir lćknishendi  og barđist viđ ýmsa sjúkdóma. Ţar kom ađ hún gat ekki stundađ vinnu lengur. 
Hún flutti ţá heim til Raufarhafnar. Ţá tókust kynni međ henni og Róberti Ţorlákssyni og bjuggu ţau saman í tíu ár. Á ţeim árum náđu ţćr vel saman hún og Angela Ragnarsdóttir sem nú er látin og sungu ţćr mikiđ saman. Ţađ gaf Sćrúnu  mikiđ og var ţađ ţví mikiđ áfall er Angela lést og ţá lá leiđin aftur suđur á bóginn.


Sćrún var mjög elsk ađ móđur okkar, sérstaklega  ljúf, blíđ og umhyggjusöm og stóđ viđ hliđ hennar í blíđu og stríđu. Ţegar hún veiktist flutti Sćrún aftur heim og sá um heimili fyrir pabba eftir ađ mamma varđ ađ fara á hjúkrunarheimiliđ á Ţórshöfn og heimsótti Sćrún hana eins oft og hún gat. Hún tók svo viđ heimili ţeirra eftir ţeirra dag.

Hún kom ađ stofnun  Raufarhafnarfélagsins enda alltaf međ hugann viđ ţann stađ.

Ţar sem liggja ţínar rćtur,
ţinn er himinn, land og dröfn.
Alla daga og allar nćtur
er yndislegt á Raufarhöfn. 

ţessi vísa úr ljóđi Ađalsteins Gíslasonar lýsa hennar viđhorfi til stađarins vel.

Hún er nú farinn í enn eitt ferđalagiđ og nú á vit  alheimsvitundar og almćttisins.

Hún er nú umvafin englum. 
   
Sorgar og saknađarkveđja frá stóru systir 
Kolbrún Stefánsdóttir
 

 

 


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband