Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Sumaraukinn 2011

Ballenadrottningin ađ spila og tala í símaŢá er ég búin ađ taka sumaraukann í ár. Skellti mér til Costa Ballena og spilađi í sjö daga, eins mikiđ golf og ég gat. Völlurinn er 27 holu völlur og liggur međfram ströndinni, syđst á Spáni. Einnig er bođiđ upp á 9 holu völl sem er bara par 3 brautir og upplagt ađ spila hann eftir leik á hinum og smá hressingu í golfskálanum. Veđriđ var međ afbrigđum gott og hitinn fór aldrei yfir 30°. Ţađ er fátt yndislegra en upplifa ţetta umhverfi á haustin ţegar ólífurnar liggja sem kindaspörđ í kringum trén. Ţar sem krónur trjánna bera viđ bláan himininn og grćnar grundir teygja sig svo langt sem augađ eygir. Kvöldsólin appelsínurauđ, myrkriđ svart og unađurinn allt um kring.

Ekki spillti svo glađvćrt samferđafólkiđ hvađ ţá broshýrir og elskulegir fararstjórarnir.

Ţetta er búiđ ađ vera gott golfár hjá mér. Ţađ hófst í febrúar í ótímabćru atvinnufríi mínu međ vikuferđ til Tenerife. Ţar spilađi ég 5 hringi á Golf Las Americas vellinum sem er alltof dýr en ómissandi á ţessu svćđi. Veđriđ pottţétt.

Síđan var fariđ til Florida í sína árlegu ferđ í apríl nema nú fór ég ekki međ mínum hefđbundna hóp heldur systir minni ,mági og sambýlingi. Viđ dvöldum í The Villages sem er draumaland gamla golfarans. Ţar var spilađ út í eitt í 15 daga. Veđur var gott ađ mestu sem og samkomulag viđ samferđafólk og Kanann. Í ţessar Flóridaferđir vantar ţó oftast glađvćrđ og fjör sem einkennir golfferđir til Evrópu enda ţá stór hópur ađ fara saman sem býr á sama hóteli. Ţetta er sem sagt spurning um hvađ mađur vill borga fyrir. Alveg óvíst ađ ađrir hafi eins gaman af mannlegum samskiptum og ég, vilji bara spila sitt golf, einir og sér. 

Í júní skrapp ég í 8 daga til Danmerkur og spilađi ţar 4 hringi. Fredensborg-Odense-Randers-Fredrikssund. Tvo síđasttöldu hef ég spilađ áđur og ţeir eru frábćrir. Var rosalega heppin međ ţessa ferđ bćđi hvađ varđar veđur sem var yndislegt og félagskapinn. Viđ gistum hjá Helgu og Per í Kastrup og Óla og Sissu í Randers og Ásgeir og Úllu í Skćlskör. Sendi hér međ ţakkir fyrir móttökurnar sem voru frábćrar.

Fór líka tvćr ferđir til Vestmannaeyja og ţar var veđriđ eins og " í bođi Vodafone ".. ţ,e, ótrúlega gott eins og allir vita sem voru í sveitakeppni öldunga ţetta áriđ. Ţar lágu 4 hringir samtals.

Auk ţessa var ég dugleg ađ spila á mínum heimavelli og var ţar nánast á hverjum degi. Sumir töluđu um ađ ég vćri orđin "hluti vallar" og mér fannst ţađ ekki leiđinlegt. Ég hef skráđ 33 hringi á golf.is og forgjöfinn rokkar á milli 11 og 12 og endađi í 11,3.  Mér telst til ađ ţetta séu rúmlega 70 18 holu hringir og ţar af 31 í útlöndum. Giska á ađ 20-30 hringir hafi veriđ teknir á Mýrinni sem ekki eru skráđir enda bara 9 holur. 

Nú á ađ anda ađeins fram undir áramót og byrja svo á nýju ári hjá ţjálfaranum sínum , Röggu Sig, golfdrottningu Íslands. Vonast til ađ ná meiri stöđugleika í spiliđ hjá mér og nákvćmni í  innáhöggunum 100 metra og undir. Ţá fer ţetta ađ koma. 

    


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband