Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Ađskilnađur minn og kirkjunnar

2007 til 2010 1007Nú hef ég ákveđiđ ađ segja skiliđ viđ stofnun sem ég hef lengi tilheyrt sem er ţjóđkirkjan. Ástćđan er sú ađ nokkur undanfarin ár hef ég veriđ meira og minna óánćgđ međ ţá stöđu sem kirkjan hefur komiđ sér í.

Ţar hefur margt komiđ til en ţó mest sú ćpandi stöđnun sem mér hefur fundist ríkja innan veggja ţar. Mér hefur fundist skorta á trúarhita presta og sannfćringu en í stađinn er bođiđ upp á steingelt messuform fyrir hinn almenna safnađarmeđlim og sömu sálma síđustu áratugina.

Nýlega tjáđi ég mig um fáránlega kirkjusiđi sem felast í ţví ađ reka fólk á fćtur í tíma og ótíma ţó ekki sé um ađ rćđa nema klukkustundar athöfn.

Ţrátt fyrir endurútgáfu á hinni heilögu bók , ekki fyrir löngu, hefur mér fundist sumir prestar eins og nátttröll sem hafa dagađ uppi. Ég veit vel ađ mikiđ starf er unniđ innan kirkjunnar bćđi barna- og unglingastarf auk hjálparstarfs sem flokkast sem nútímalegt og jákvćtt. Spurningin er hvort ţađ er helsta hlutverk kirkjunnar.

Ţađ sem mér hefur helst veriđ ţyrnir í auga er ríkisreksturinn á kirkjunni. Mér finnst ţađ vera mismunun milli trúfélaga og úrelt hugmyndafrćđi. Toppurinn er svo ótrúlegar upphrópanir um ótrúlegar uppáferđir sem hefur nú tröllriđiđ umrćđunni í nánast ţrjár vikur samfleytt. Varla er sest niđur međ fólki án ţess ađ kirkjan og biskupar hennar séu til umrćđu. Ţessi umrćđa finnst mér frekar keimlík ţeirri fyrri um sama mál. Áđur voru ţađ ákćrukvendin sem voru úthrópuđ og samúđin međ hinum kynţokkafulla biskupi en nú er ţađ omvendt. Útslagiđ gerđi líklega klaufaleg viđbrögđ núverandi biskups viđ yfirlýsingum dóttur hins ákćrđa sem mér finnst koma fram ótrúlega seint. Einnig finnst mér framganga ýmissa presta í málinu í fjölmiđlum afar óskemmtileg.

Prestar hópast nú saman og jesúa sig yfir ósköpunum en mér segir svo hugur ađ ţeir hafi vitađ um ţetta eđa í ţađ minnsta grunađ hvernig málum var háttađ.

Varđ ekki hr. Ólafur biskup, fulltrúi guđs á jörđ, ćđsta yfirvaldiđ, bođberi friđar og réttlćtis, ímynd siđgćđis kristninnar í ćđstu stofnun hennar, ţjóđkirkjunni sjálfri, fyrir tilstilli prestanna?

Ég ţarf ekki lengur ađ bíđa eftir vísbendingu frá guđi :)


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband