Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
30.11.2010 | 21:43
GKG flottur klúbbur
Ég reyni venjulega að mæta á aðalfund í þeim klúbbum sem ég er í hverju sinni. Ég fór því á aðalfund GKG sem haldinn var í gærkvöld, ein og með hálfgerðan hundshaus.
Ég hafði eytt deginum í að koma mér til Íslands eftir stutta dvöl í Danmörku. Þrátt fyrir mesta veðurfarsóskunda í flugsögu Dana í 22 ár komst ég heim fyrir rest og náði á umræddan fund.
Það kom mér ekki á óvart að fáar konur voru mættar. Einhverra hluta vegna eru þær mun lélegri í að mæta og sýna þessum þætti félagsstarfsins áhuga. Mér finnst það undarlegt og get ekki vorkennt konum þó þær séu ekki hátt skrifaðar í þessari íþrótt, þegar þær nenna ekki að láta sig málefni klúbbsins varða og mæta á aðalfund einu sinni á ári.
Hagnaður var á starfsemi klúbbsins 2010 upp á 23 milljónir. Í ljósi þess hafði stjórnin ákveðið að hækka ekki árgjöld en nú verða tekin upp, að hluta til, innritunargjöld fyrir nýja félagsmenn á aldrinum 20-67 ára. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fjölgun hefur orðið í klúbbnum og fjöldi manns á biðlista. Þetta er nú annar stærsti klúbbur landsins með 1730 meðlimi. Ákveðið var að halda félagafjölgun í skefjum. Það hefur verið einn helsti kostur þessa klúbbs að það er yfirleitt hægt að komast að með stuttum fyrirvara, ef ekki á Leirdalinn þá allavega Mýrina. Leirdalurinn er auðvitað meira spennandi þar sem hann er 18 holu völlur en Mýrin bara 9 holur. Báðir vellirnir eru þó krefjandi og skemmtilegir.
Barna- og unglingastarfið í klúbbnum er til fyrirmyndar sem og annað og allt svo yfirgengilega flott , stórkostlegt og frábært að menn misstu sig alveg og voru farnir að mæra hver annan í hástert, vitnandi í að þeir væru frábærir skólabræður, mjög vel giftir, fyrirmyndar nemendur, stórkostlegir lærimeistarar og svo framvegis. Það er óhætt að fullyrða að karlarnir áttu sviðið og notuðu það óspart.
Ég verð alltaf ánægðari með þá ákvörðun mína að ganga í þennan vaxandi klúbb sem skartar einkar fallegum völlum og einn af örfáum sem markað hafa sér umhverfisstefnu sem einnig er til fyrirmyndar.
Ég fékk alveg ótrúlega löngun til að fara að spila golf bara við að hugsa um þessi mál. Ég er ákveðin í að bæta mig verulega næsta sumar og læt ekki deigan síga þó markmiðið hafi ekki náðst í ár.
Nú er bara að æfa sveifluna í vetur og sjá hvað gerist næsta sumar.
1.11.2010 | 17:57
Helsinki -snöggsteikt hreindýr
Stutt helgarferð til Helsingi er eitthvað sem maður er ekki að hugsa um daglega dags. Það var því óvænt ánægja þegar mér gafst tilefni til að segja af eða á hvort ég hefði áhuga á að vera með í ferð þangað. Ég sló til og fór þangað með hópi starfsmanna hjá Landsvirkjun og mökum þeirra.
Við gistum á Radisson Blu Royal sem er staðsett á besta stað í miðborginni, rétt við brautarstöðina. Fimmtán mínútur tekur að koma sér gangandi í stærsta mollið sem heitir Stockman og er farið fram hjá mörgum verslunum á leiðinni.
Ég hafði meiri áhuga á að kynnast borginni en búðunum og varð ekki fyrir vonbrigðum með þá leiðsögn Friðriks Ottesen sem við fengum á sunnudeginum.
Farinn var stór hringur um borgina og okkur bent á helstu kirkjur og byggingar sem voru sérstakar hvað varðar arkitektúr eða áttu sér einhverja sögu. Við fórum inn í kirkju sem byggð var af Rússum til minningar um dauða Mariu meyjar. Eins og í flestum kirkjum var þar mikið safn listmuna og yfirdrifið skraut og skartgull um alla veggi. Flestar kirkjur þarna eru óaðgengilegar hjólastólafólki.
Mér finnst með ólíkindum hvað klerkar hafa verið sniðugir að yfirtaka öll þessi listaverk bæði máluð og meitluð í málma. Það viðheldur athyglinni á trúnni og ósjálfrátt tengja menn í huganum trúna við gæði út af þessu.
Eina kirkju skoðuðum við svo sem er mjög ólík öðrum vegna þess að hún er byggð inn í klettahring og skartar glerþaki að mestum hluta. Helsta skraut hennar er náttúran sjálf í mikilfengleik sínum. Hún er næstum neðanjarðar miðað við aðrar kirkjur sem tróna á hæstu toppum hverrar byggðar og á stærri stöðum eru það kirkjurnar sem skaga uppúr þegar litið er yfir borgirnar. Klettakirkjan, sem er með fullt aðgengi fyrir alla, var í 10 mínútna gönguleið frá hótelinu og er sú magnaðasta sem ég hef séð og hef þó heimsótt Péturskirkjuna í Róm og margar fleiri stórkanónur.
Leiðsögumaðurinn skýrði fyrir okkur stöðu þjóðfélagsins í Finnlandi. Finnar eru um 6 milljónir og þar af 300 þúsund sem eru sænskumælandi. Þessi minnihluti hefur alltaf haft ákveðinn status í finnsku samfélagi frá því landið tilheyrði Svíþjóð.
Nú eru uppi í samfélaginu mikil átök um sænskuna og stöðu sænskumælandi hópa. Margir Finnar eru farnir að vera með hótanir í þeirra garð og neita að læra og tala sænsku. Þetta virtist valda þessum ágæta leiðsögumanni áhyggjum enda giftur sænskumælandi finnskri konu.
Atvinnuleysi er um 10 % og svo er að skilja að Evrópusambandsstyrkir séu búnir að rústa samkeppnisstöðu málmiðnaðar í Finnlandi og því fer atvinnuleysi þar vaxandi. Hann talaði um það sem Finnar hefðu gert rangt í kreppunni 1990-1992, sem var vegna þess að Rússneskt efnahagslíf hrundi, og Finnar, eins og við nú, voru með mikið af erlendum lánum, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Nú er að vaxa upp kynslóð sem hefur alltaf verið atvinnulaus.
Finnar voru alltaf á varðbergi fyrir útlendingum og því lítið um innflytjendavandamál þar miðað við önnur norðurlönd.
Í borgarastyrjöld í kjölfar Vetrarstríðsins 1919 voru það tvö öfl sem börðust í Helsingi. Rauðliðar sem vildu sameinast Rússum voru yfirbugaðir af Mannerheim og hans mönnum sem vildu fullt sjálfstæði Finnlands og kölluðust Hvítliðar. Rauðliðar voru síðan vistaðir, eftir mikið mannfall úr þeirra röðum, í eyjum rétt við Helsinki (Helsingfors þá) sem heita nú einu nafni Sveaborg. Sveaborg var áður varnarvirki fyrir landið gegn Rússum með miklum fallbyssum og virkjum. Þangað eru nú ferjuferðir oft á dag og tekur um 15 mínútur að sigla þangað. Þessar minjar eru nú á minjaskrá Sameinuðu Þjóðanna og friðaðar. Ég mæli með að menn geri sér ferð þangað þegar komið er til Helsingi.
Frelsishetja Finna ,Mannerheim, var hershöfðingi sem hafði lært í Rússlandi. Þegar Rússar hugðust leggja landið undir sig 1939-1940 var hann kallaður til og leiddi þá Finna til baráttu fyrir sjálfstæði sínu til sigurs á Rússum.
Finnar fengu sjálfstæði frá Rússum 1917 og gengu í SÞ 1955 , OECD 1969 og Evrópusambandið í kjölfar kreppunnar 1995 og hafa ekki borið sitt barr síðan. Þá var Mannerheim, sjálfstæðissinninn og frelsishetja Finna illu heilli fallin frá en hann lést 1951.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko