Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
18.10.2010 | 21:21
Vestfirðir
Það er ekki ofsögum sagt að fegurð Íslands er mikil og óvíða eins mikil og á Vestfjörðum þegar náttúran er eins og unaðslegt málverk og kyrrðin eins og andakt alheimsins. Þá er eins og sálin sé úthverf í manni og hamingjan ætlar bókstaflega að brjóta sér leið út úr líkamanum. Brosið fast á manni og allt í einu er maður orðin eins og barn sem er að uppgötva heiminn. Sjáðu, sjáðu þetta, vá, þvílík fegurð.
Ég fór um Ísafjörð, Bolungavík, sem nú er bara rétt við bæjardyrnar hjá Ísfirðingum, og Þingeyri þar sem ég spilaði einn versta golfhring minn í sumar. Það var ekki hægt að einbeita sér að vellinum þegar útsýnið er eins og þar þennan dag. Mín uppáhaldsbraut er einmitt þar og er númer 7. Par 3 braut um 100 metrar. Já náttúran í sínum haustlitum er ótrúleg á þessum fjallakjálka.
Á heimleiðinni fór ég vesturleiðina þ.e. yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði, Tröllaháls og hvað það nú heitir og kom niður í Flókalundi. Þessi leið er ótrúlega flott og hrikaleg. Vegurinn fer upp í 500 m hæð yfir sjávarmáli á hæstu köflunum. Heimamenn á Ísafirði sögðust margir vera hættir að fara þessa leið en nota malbikið í staðinn og fara norður fyrir og niður um Bröttubrekku í Borgarfjörð. Mér finnst að ferðamenn, erlendir og innlendir, ættu endilega að fara vesturleiðina og mér finnst hún megi alls ekki leggjast af. Það var ægifagurt að sjá svo eftir Breiðafirðinum í Snæfellsjökul. Þá var náttúran allt í einu í pastellitunum, bleik, ljósblá og ljósgrá.
Þessi yndislega reisa mín endaði svo með ótrúlega fögrum stjörnuhimni með stjörnuslæðu og norðurljósum þegar komið var í Borgarfjörðinn enda komið niðamyrkur og greinilega kuldi í háloftunum þó þessi dagur hafi verið hlýr og góður.
Ég elska Ísland og mest á haustin ;)
13.10.2010 | 08:30
Hólmavík
Ég brá undir mig betri fætinum síðastliðna helgi og keyrði vestur á firði í blíðskaparveðri. Það var einkar ánægjulegt að njóta útsýnisins og ferðast um landið sitt. Það var farið inn á flesta staði á leiðinni bæði Búðardal, Krókfjarðarnes og Hólmavík. Eins og vanalega fór ég á bryggjuna og kíkti á bátana en trilluútgerðin er alltaf svolítið nálæg sálinni í mér.
Á Hólmavík eins og víðast hvar á landinu trónir kirkja á hæsta punkti eða þá að þær eru mjög áberandi miðsvæðis. Ég hef sérstakan áhuga á aðgengi að kirkjum fyrir hjólastóla og því var farið að skoða það nánar.
Það var eins og mig grunaði. Þrátt fyrir staðsetningu var kirkjan upphækkuð til að koma fyrir tröppum á fjóra vegu og um leið var hún orðin óaðgengileg fyrir hjólastólafólk.
Á tröppunum sat hinsvegar maður með hækjur. Hann tók vel undir kveðju mína og brosti sæll og glaður. Við tókum tal saman og þá kom í ljós að hann er bóndi úr Bitrufirði og bjó á elliheimilinu. Hann sagðist vera 88 ára, en það held ég að hljóti að hafa verið einhver elliglöp og bar það á hann. Hann hló bara og sagðist hafa verið giftur sömu konunni í 60 ár og þau hefðu aldrei rifist. Þessu trúði ég alveg því hann virkaði afar ljúfur, elskulegur og fallegur maður.
"Nú" sagði hann þegar ég kynnti mig sem framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. "Þá ferðu ekki fyrr en þú ert búin að redda aðgengi niður brekkuna hér í plássinu. Þú verður nú ekki lengi að því ".
Ég fór og kíkti á brekkuna og hún var ekki árennileg fyrir fótafúið fólk og varla aðra heldur. Snæri hafði verið strekkt eftir henni til að styðja sig við en það var bæði sigið og laust og ekki traustvekjandi.
Annan mann hitti ég, ungan og verklegan smið og var hann bæði skrafhreifinn og brosmildur.
Ég held að fólkið sé nokkuð hamingjusamt á Hólmavík, þangað var allavega gaman að koma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko