Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
11.11.2007 | 13:42
Hvar ætlar þú að vera ?
Nú fer að halla að jólum og um að gera að fara að huga að þeim í tíma.
Ekkert er eins dýrt og að geyma það um of. Maður kaupir oft meira og dýrari hluti ef tíminn er að verður of naumur. Það er allavega mín reynsla. Mér finnst voða gott að byrja bara smátt og smátt á undirbúningnum, bæta við daglega einhverju jóla og njóta þess að vera í þessari jólastemmingu.
Eins og allir vita þá byrja jólin í IKEA og þessvegna fór ég þangað með elskulegri dóttir minni og hjartaprinsinum mínum. Síðan bættist hin dóttirin við með eldri son sinn sem bæði eru alger yndi, alltaf, á öllum sviðum. Að endingu bættist svo annar tengdasonurinn í hópinn, óvenju elskulegur. J
Það var mjög gaman að leyfa litla kútnum að labba með stuðning af vísifingrum ömmu sinnar um stóra sali verslunarinnar í Hafnarfirði. Hann var alveg heillaður af öllu sem fyrir augu bar. Ekki spurning ... (þó hann segði það ekki beint) sjá mynd.
Ég keypti mér eina hvíta seríu sem ég hengdi strax í gluggann í eldhúsinu þegar ég kom heim þannig að nú er komin jólabirta þar um kvöld og nætur.Eitt er þó fyrirkvíðanlegt um hver jól en það er spurningin hvar ætlar þú að vera á jólunum? Þessi spurning er að gera mig brjálaða ár eftir ár. Það er eins og þessar sex klukkustundir á aðfangadagskvöld séu jólin. Eins og það skipti mestu máli með hverjum þú ert það kvöld. Það er eins og það séu drottinssvik eða glæpur að vera einn með sjálfum sér á þessu blessaða aðfangadagskvöldi.. Margir fara í kirkju þetta kvöld, ég þar á meðal, en ég hef það á tilfinningunni að það sé hjá mörgum til að húsmóðirin fái frið til að búa út hátíðarkvöldverðinn.Hvað mig varðar þá er þetta bara vani því ekki eru prestarnir að heilla mig eða söngurinn (alltaf sama predikun,sömu sálmar,sömu messusvör.) Ég vil hafa þetta allt öðruvísi. Ég vil að fjölskyldan sé meira saman að dunda sér á jólaföstunni og pæli í fallegum hlutum, rómantískri birtu, fallegri tónlist og ljósadýrð sem færir manni frið í hjartað og gleði í sinnið. Ekkert færir manni meiri gleði en koss eða faðmlag frá þeim sem maður elskar og því er upplagt að leggja meira í þá hluti þennan dimmast og kaldasta mánuð ársins. Síðan er það bara hvers og eins hvar hann er og með hverjum á fæðingarstund frelsarans....eða þannig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 122345
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko