Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
10.10.2007 | 20:02
Íslenskan.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þurfi að gera til að fá útlendinga til að læra íslensku. Ég starfaði sem forstöðumaður fræðslusjóðs fyrir ófaglært verkafólk í rúmt ár og það kom varla fyrir þegar að erlenda verkafólkið, sem var búið að sitja 50 tíma námskeið í íslensku, kom til að innheimta styrkinn sinn, að það treysti sér til að tjá sig við mig á ástkæra ylhýra málinu. Hvorki heilsa né kveðja eða þakka fyrir sig. Þó var það elskulegt og þakklátt. Mér fannst því fé sem fór í þetta nám illa varið, satt best að segja og tel að svo sé enn í dag. Ég spyr mig að því hversvegna þurfi að fara í gegnum menntakerfið með þessa kennslu. Ef ég t.d. flytti tímabundið til Svíþjóðar, sem mig langar til að gera, myndi ég endilega vilja læra sænsku og helst af þeim sem ég umgengist í vinnunni eða vinum sem ég eignaðist eða fólki sem ég þekkti. Ég get alveg séð það fyrir mér að fólk sem kemur til landsins og vill læra íslensku, geti bara tilnefnt sinn trúnaðarmann sem muni sjá um að kenna því og svo fær sá aðili greitt fyrir það þegar útlendingurinn er orðinn það góður í málinu að hann getur farið í stöðupróf. Það mætti setja á þetta tímamörk t.d. eitt ár. Þetta gæti skapað góðan vinskap á milli Íslendingsins og innflytjandans. Þetta stuðlar líklega að því að Íslendingar fara að líta á sitt tungumál öðrum augum og meta það meira. Í dag greiðir ríkið cirka 50 þúsund vegna þessara námskeiða til þeirra sem halda þau. Ég er viss um að einhverjir eru til í að taka að sér að kenna viðkomandi mun meira í málinu en þeir læra á umræddum námskeiðum. Síðar getur innflytjandinn ef hann vill farið í nám í íslensku og haft mikið gagn af því þegar hann er farinn að skilja og tala málið. Þá getur hann nýtt þann rétt sem hann á hjá stéttarfélagi sínu sem í umræddum sjóði fyrnist eftir árið nema í einstaka tilfellum. Þessi aðferð myndi líka vinna gegn einangrun og slá á völd þeirra útlendinga sem hafa lært málið og eru á stundum dóminerandi í grúppum sem innflytjendur mynda gjarnan og eru ekki æskilegar að mínu áliti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko