13.10.2009 | 14:48
Máttlaus stjórnarandstaða
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra. Ef einhvertíma er lag fyrir þann flokk að ná árangri þá er þetta tímapunkturinn. Nú er allt á suðupunkti út af afleitri frammistöðu stjórnarinnar og allt logar í illindum í Vinstri grænum. Þjóðin hefur misst trú á ríkisstjórninni og æ fleiri átta sig á þvingunum sem hún beitir til að koma þjóðinni í ESB.
Það kom því á óvart að Sjálfstæðismenn skyldu flagga holdgervingi bankakrísunnar, varaformanni sínum, sem er eins og fleinn í holdi flokksins. Hún stóð sig vel að vanda en þó auðmjúk væri þá var það engan vegin nóg til að leiða hugann frá ímynd hennar og ábyrgð flokksins á krísunni.
Verra var að Ragnheiður Elín sem hefur oft átt góða spretti var alveg afleit. Afgerandi úr takti við tilveruna mætti hún með ræðu sem hefði getað gengið 2006 og lét eins og hún hefði ekki heyrt um kreppuna hvað þá breytt hugarfar hjá þjóðinni í kjölfar hennar. Ekki hafði hún mikið fram að færa utan fréttar eða kannski frekar skilaboða frá sægreifa í Þorlákshöfn sem vildi halda áfram að eiga kvótann sinn og önnur skilaboð frá vinkonu á Suðurnesjum sem vildi að þingmenn héldu áfram að sofa á verðinum og þvældust ekki fyrir hugmyndaríkum eiginhagsmunafrömuðum sem ætla að byggja upp samfélagið.
Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að þessi unga og menntaða kona vilji að þingmenn haldi sig við Austurvöll sem götuskraut og að allt verði óbreitt frá því fyrir kreppu. Þessi frammistaða dregur vissulega athygli frá drambi Þorgerðar og e.t.v. til þess gert að aflétta ímyndarvandamálinu af varaformanni. Sif æfði sína ræðu fram að flutningi og var framúrskarandi góð ,gagnrýnin og málefnaleg. Birgitta ýfði upp í mér viðkvæmnina fyrir því fagra í lífinu en óþarfi að hafa þingmann til þess.
Allt eru þetta mætar konur en mér finnst nú meira þurfa til að réttlæta lögbindingu kynjakvóta en svona frammistöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Já sælar Kolbrún,ég tek undir það með þér hvílíkt máttleysi er bæði hjá stjórnarminnihluta og þess meiri.Áberandi uppgjöf og áhugaleysi finnst mér vera grasserandi,hjá löggjafarsamkundunni.Leiðtogaleysi og ákvarðanarfælni virðist vera einsog einhver sótt.Hví er ekki látið fara með Icesave,málið fyrir dóm.Þú sem þekkir nokkuð til í bankastarfsemi hver er skoðun þín á því að setja Icesave fyrir dóm.?Norskir félagar mínir í ferðageiranum er hér voru staddir um helgina , sögðu mér að mikill stuðningur væri hjá almenningi í Noregi í garð Íslendinga.Það tel ég alveg víst vera,enda fann ég það sjálfur í fyrra mánuði á ferðum mínum í norður Noregi.Inní ESB höfum við ekkert að gera ,það er á hreinu.Kveðja NN (ekki spjaldmótmælandin.)
NN (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:45
Endurtek,(ekki spjaldamótmælandin.)(Kolbrún skilur þessi skilaboð.)
NN (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:47
Sæll NN. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi í fyrsta lagi ekki að líða það að haft sé í hótunum við okkur með ESB inngönguna sem eggvopn í þeirri orrahríð. Ekki er það af því ég vilji inn í ESB, eins og það er að verða sem eitt ríki, heldur út af því að núverandi stjórn er á því og hefur lagt inn umsókn um inngöngu. Þetta dregur allan mátt úr ríkisstjórninni varðandi Ice-save og því viðbúið að sú vitleysa verði samþykkt án mikilla breytinga. Aðalvandamálið er auðvitað að engin kynning á því sem raunverulega gerðist hefur farið fram af hálfu Íslendinga, utan nokkrar bækur sem þeir lesa sjálfir. Það hefði átt að gera strax átak til að vinna í ímyndarmálum okkar. Norðmenn vilja kannski lána okkur vegna hugsanlegra olíulinda en þora ekki vegna ógnarþrýstings stórveldanna í ESB. Auðvitað á að reyna á dómstóla í svona stóru máli en það þarf þá að vera dómstóll sem er ekki á vegum ESB þar sem þeir eru sammála um að leyna ágöllum ESB laganna þar sem það gæti kallað á stórslys í bankageiranum í Evrópu. Við verðum að halda því á lofti þegar við erum meðal erlendra ferðamanna og opna sýn inn í okkar aðstæður. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2009 kl. 18:13
Þráin var nú þrælgóður sem oft áður, karlinn enda þaulvanur "sviðsmaður". En aðeins að þessu í færslunni á undan sem ég druslaðist ekki til að svara. París getur nei ekki verið tilnefnt mín kæra Kolbrún í þessu samhengi, hugtakið er ákveðin sögn og vísar til ávkeðins aðdraganda.(og þá að ráði einhverra, samanber að einhver mynd eða leikari eru tilnefnd til Óskarsins) En neinei, skrautlegt ekki svo neikvætt þannig séð, sérstaklega vegna þess að þú góða sálin sagðir það augljóslega ekki í slíku skyni. Og auðvitað var þetta léttvægt blaður í mér! (þó ég reyndar kannist nú við suma auk þess að vita, að allt þetta fólk ber hag tungunnar fyrir brjósti)
Ríkisstjórnin stendur sig annars hvorki betur né verr en við mátti búast, flest var fyrirséð og/eða ákveðið í stjórnarsáttmálanum við myndun hennar. Það neyðir engin þjóðina í ESB, ef þá yfir höfuð nokkuð kemur til þess að hún kveði upp dóm um það, um´soknin gæti alveg eins orðið að engu við straumhvörf, en þegar og ef þá verður kosið og með engum þvingunum góða fólk, verið viss!
Icesave verður fyrir löngu orðið fortíðarmál áður en þessi ríkisábyrgð á að renna út 2024, miklumiklu fyrr og þá mun varla nokkur maður muna eftir því!
Ertu ekki annars í stuði golffreyjan þessa dagana, blíðan slík að hér hafa menn hamast dag eftir dag og jafnvel verið að ná sínum bestu skorum í ár!
Ágúst þarf svo ekkert að þakka mér, bara lítil en þörf ábending þó.
Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2009 kl. 20:20
Þetta er merkileg játning; þú varst fyrir vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn! Ég hef pælt mikið í þessu undanfarna daga og velt fyrir mér hvort þú sért á leið þangað?
Annars er þessi stjórnarandstaða ekki máttlausari en svo að sjálfstæðismenn eru á hraðri uppleið samkvæmt könnunum á fylgi flokkanna.
Kannski er það fremur að kenna ríkisstjórninni en frammistöðu þeirra sjálfra. Spyr sá sem ekki veit.
Ágúst Ásgeirsson, 17.10.2009 kl. 09:50
Sæll Magnús. Ekki veit ég um spádómsgáfu þína eins mikið og skáldagáfuna en það er aldeilis af og frá að ekki sé hægt að hrekja þjóðina að "jái" með nógu miklum þvingandi ákvörðunum eins og dæmin sýna um allan heim. Við skulum ekki halda að við á Íslandi séum að neinu leyti frábrugðin öðrum með það að taka alltaf þann kostinn sem kemur okkur best til skamms tíma og halda að allt reddist og gleymist. Stjórnin, eins og þú nefnir, stendur sig eins og tiltekið var í stjórnarsáttmálanum nema ég efast um að VG hafi ímyndað sér að Icesave reikningurinn myndi standa fastur í þeim. Þeir samþykktu umsókn en ætluðu svo bara að láta þjóðina fella hann ekki satt?. Nú hefur verið samþykkt að það sé óvíst að það verði borið undir þjóðaratkvæði ef ég hef skilið þetta rétt. Ég er í miklu stuði og spila alla daga kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.10.2009 kl. 15:20
Sæll Ágúst. Þú segir nokkuð. Ég hef nú ekki hugsað mér að fara í Sjálfstæðisflokkinn enda Frjálslyndir enn í fullu gildi þó ekki séum við með þingmenn í augnablikinu. Sjálfstæðisflokkurinn er samt sá eini sem á séns í að "græða" á ástandinu ef ekki væri eins og ég segi sama fólkið í forsvari og hannaði kreppuna. Kannski var það kvenremban í mér sem varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Sjálfstæðiskvenna í umræddum umræðum. Ég hef meiri mætur á Illuga og hans málflutningi og eins hef ég oftast verið sammála Tryggva Þór Herbertssyni, þó ekki þegar hann var að tala um flatan niðurskurð eins og Framsókn, en oftast um efnahagsmál er ég sammála honum. Þeir hefðu verið betri í þetta en þær konurnar að mínu mati. Vona að enginn komi með frasann " konur eru konum verstar" það er svo hrikalega hallærislegt. Mér fannst Ragnheiður Elín alveg ferleg og hennar ræða ein og sér er nóg til að fæla mig frá þinni hugleiðingu um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir verða að taka út það sem örvar græðgi og óréttlæti en efla þarf einstaklingsframtak og ábyrgð einstaklinga á eigin lífi. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.10.2009 kl. 15:38
Sælar Kolbrún,þú ritar þarna að ofan, ''Ég hef meiri mætur á Illuga og hans málflutningi og eins hef ég oftast verið sammála Tryggva Þór Herbertssyni,, Er þetta grín eða alvara hjá þér.Þessir tveir eru að mínu mati mjög spilltir embættismenn,hvað með sjóð níu hjá Glitni,þar var Illugi aðal potturinn,og milljarðarnir sem honum tókst að ná út úr Seðlabankanum,en þar var hann að redda innmúruðum vinum sínum með þeim gjörningi,og að sjálfsögðu með aðstoð Davíðs Oddssonar vinar síns,korteri fyrir hrun.Hvað þá þessi Tryggvi Þór Herbertsson,fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs Haarde,og stórkúlulánaþegi í þokkabót og einn af hirðsveinum Björgólfanna,og fleira og fleira má bæta hér við á þennan tækisfærissinna sem Tryggvi Þór er.Kolbrún ekki hugleiða leið þína í SjálfstæðisFLokkin,því mundi ég ekki trúa á þig.
NN (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:33
nógu er það erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í stjórnarandstöðunni og tala nú ekki um enn með sum þau sem hæst létu allt undir upphaf á hruninu - sorglegt að sumir sjái ekki að sér og víkji til að vinna traustið fyrir heildina aftur
svona er þetta víst hjá þessu flokkum öllum en að vísu eru þau til sem viðurkenna mistök sín og hverfa td Árni Matt og bókaormurinn frá Selfossi (Framsókn)
Jón Snæbjörnsson, 23.10.2009 kl. 11:31
Sæll NN. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki nógu mikið um þetta sjóðsdæmi hjá Glitni þar sem Illugi var í stjórn. Hef alltaf skilið það þannig að búið hafi verið að fjárfesta of mikið í einu félagi sem var óleyfilegt og hann hafi látið leiðrétta það til að farið væri að reglum sjóðsins. Tryggvi Þór hætti þegar hann var búinn að vera stutt hjá Geir út af ágreiningi um stefnuna. Þeir eru nú fáir sem ekki hafa tekið einhver vitleysislán og meira að segja ég sem vill engum skulda er með bílalán. Ég er nú bara að dæma málflutning þeirra og framsettar skoðanir en ekki aðgerðir sem ég þekki ekki nógu vel til. Læt það bíða þar til öll spil eru á borðinu. Hvort sem þú trúir því eða ekki er ég ekki að hugleiða inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn, enda nóg af vitlausu kvenfólki þar. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.10.2009 kl. 22:57
Jón ég segi bara amen á eftir efninu. Árni Matt mátti þola harða gagnrýni og oft aðallega út af menntun sinni. Það er nú skrýtið í ljósi þess að mikill skepnuskapur var ríkjandi í þessum aðgerðum öllum saman. Bjarna var nú alveg sætt áfram. Smávægileg mistök hjá honum miðað við allt og allt. Álagið á Árna var ómanneskjulegt að mínu áliti og helber skynsemi að segja af sér til að halda heilsu. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.