26.7.2009 | 11:35
Áfram VR
Ég er ekki vön að blogga við fréttir en ætla að gera undantekningu núna því ég er svo ánægð með þessa frétt. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýir meðlimir í stjórn þora að taka á málum en setjast ekki bara í volga stólana og halda áfram þar sem frá var horfið. Ég, sem félagsmaður VR, lýsi ánægju minni með að spara þennan pening og eins að aðskilja sig frá samtökum sem eru meira orðin fokkspólitísk en mér finnst þau eigi að vera. Þetta getur farið að snúast um það hvort sérstök stéttarfélög séu nauðsynleg eða hvort nóg sé að hafa eitt, ef þetta er allt steypt í sama mót hvort sem er. Hér er fréttin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
sammála þér Kolbrún - veit ekki með eitt stéttarfélag en það má "pottþétt" fækka þeim til muna - ef ég fer rétt með eru ekki í kringum 20 stéttafélög sem koma að rekstri td Ríkisspítala - full vinna þar fyrir helling af fólki við að semja og "lempa" hluti upp eða niður
Jón Snæbjörnsson, 27.7.2009 kl. 20:12
Sæll Jón. Já það er rétt en sumir hafa talað um einn lífeyrissjóð fyrir alla og því þá ekki stéttarfélagið líka. Annars er ég frekar á móti því að þessi stéttarfélög viðhaldi sér með því að safna í sjóði og úthluta síðan "styrkjum" til þeirra sem þurfa og nenna að bera sig eftir því. Það er menntasjóður, orlofssjóður , frístundasjóður og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan þarf maður að fara á skrifstofuna og sækja um endurgreiðslu td. á tannlæknakostnaði og líkamsræktinni. Það þarf hallarbyltingu ef á að skipta um stjórn í þessum félögum . Látum það nú vera kannski með sumarhúsin ( ef þau væru aðgengileg öllum ) en hitt finnst mér bara della. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2009 kl. 22:17
Kolla mín kæra, mér heyrist þú nú eiginlega vilja leggja þessi félög bara niður, eða allavega flesta félagslegu þættina sem þau snúast um!?Finnst þér svo ASÍ allt í einu núna orðin svo flokkspólitísk? Sannleikurinn er nú sá, að flestir forkólfar ´verkalýsðhreyfingarinnar í stóru reglhlífarsamtökunum eða stærri aðildarfélögum þeirra, hafa alltaf meira og minna verið opinberir flokksmenn einhvers staðar og ég held að það hafi nú frekar verið regla en undantekning, að foringjarnir væru á þingi eða í bæjarstjórnum. Félagið sem þú ert í sjálf er til dæmis frægt fyrir að hafa verið í "eigu" D flokksins hvað formannin áhærir og nægir þar auðvitað að nefna magnús L. Sveinsson, sem var formaður VR áratugum saman og sat lengst af fyrir flokkin í borgarstjórn Reykjavíkur. Guðmundur Jaki, Kristján Thorlacius, Björn Jonsson, Ögmundur auðvitað núna og þannig mætti áfram telja, allir voru meira og minna nafntogaðir í pólitík líka eða að allir vissu um þeirra flokk. Maðurinn sem tók við af félaga þínum Grétari mar, sem formað'ur Farmanna- og fiskimannasambandsins, Árni Bjarnason, er ekki aðeins B maður heldur líka frændi minn!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 00:00
grétar þorsteins og nú Gylfi ARnbjörns báðir í S, Elsa Friðfinns norðansnót og forsvarsmaður hjúkrunarfræðinga, var lengst af í B m.a. í bæjarstjórn hér í bæ fyrir flokkin um tíma (veit hins vegar ekki hvar hún stendur nú frekar en sambýlismaðurinn núverandi eða fyrrverandi, Kristinn H.?) og á undan henni var auðvitað Ásta nokkur Möller, sem engin verðlaun fást fyrir að geta í hvaða flokki er og var!
Og svo framvegis....
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 00:09
Ekki botna ég í þeim kostnaði sem VR hefur af því að vera í ASÍ! 70 millur. Kanntu Kolla einhverjar skýringar á því? Er þetta skattur á haus eða hvað? Hvað fæst fyrir þetta gjald? Upptalning Magnúsar Geirs er rétt og ég held flestir þeir foringjar hafi verið farsælir í forsvari fyrir sínum félögum þótt pólitík hafi tengst. Ég tek undir með Kolbrúnu um hvort nauðsynelgt sé að stéttarfélög safni í sjóði. Þar eru framlög vinnuveitenda mjög drjúg og má því spyrja hvort ekki hafi allt eins mátt nota þau fremur til kauphækkunar? Spyr sá sem ekki veit!
Ágúst Ásgeirsson, 28.7.2009 kl. 15:37
Sælir ágætu bloggvinir. Ég segi það satt að mér finnst þessi félög komin langt frá sínum skjólstæðingum eða almenna félagsmanni. Gífurlegir fjármunir hafa safnast til þessara aðila og má benda á hallir þeirra bæði Eflingar og VR því til staðfestingar. Félagssjóðir bólgna út og nú er sorterað í sjóði með tilheyrandi kostnaði og serimoníum í úthlutunum styrkja. Annars getur meira en verið að þeir hafi tapað peningum á því að láta bankana sjá um ávöxtunina. Það er svosem ekkert betra að hugsa til þess.
Ég sé það að minn ágæti félagi MGeir telur að ég sé vanviti eða fædd í gær og viti ekkert um pólitík. Ég vissi auðvitað um alla þessa menn nema ekki að Árni væri frændi þinn. Það er allt í lagi að formenn félaga séu pólitískir, alveg ágætt, og jafnvel félögin en þegar samtökin eru með yfirlýsingar í þágu eins flokks og það um málefni sem mjög mikill ágreiningur er um meðal þjóðarinnar og þar með félagsmanna, eins og ESB , þá finnst mér nóg komið enda engin sannfærandi rök um hagsbætur félagsmanna lögð fram.
Ágúst ég held að þetta hljóti að vera hausagjald því VR er svo gríðarlega fjölmennt félag. Gjaldið er væntanlega til að standa straum af rekstri ASÍ og ekki veit ég hvað t.d. Efling greiðir mikið. Það má segja að það þurfi að vera til peningar í verkfallssjóði en það eru nokkuð mörg ár síðan reyndi á hann og verður nú væntanlega ekki í bráð þar sem búið er að opna fyrir ódýrt vinnuafl inn í landið að fullu sem aldrei skyldi verið hafa.
Nú er ég að verða full pólitísk og kveð í bili Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.7.2009 kl. 21:36
Kolbrún Þó!
Hvernig dettur þér í hug annað eins og að ég telji þig vanvita eða fædda í gær, ég er bara steinhissa!?
Allt of hörð vibrögð hjá þér og þótt ég sé örugglega ekki "Flottasti fýrinn í bænum" þá ætlar þú mér nú heldur um of með þessu.
Það voru bara þessi orð þín að þér þætti slík samtök ORÐIN of tengd eða háð flokkum, sem fengu mig til að skrifa þetta og minna á að slík tengsl hefðu alltaf verið fyrir hendi og þá við flesta ef ekki alla flokka!Upptalningin sem slík var svo ekki síður fyrir sjálfan mig, smá upprifjun og bara ALLS EKKI til að gera eitthvað lítið úr þér!
Verð bara að biðja Ágúst um að segja einvherja "Hugljúfa" sögu af Schumacher úr F1 til að lægja öldurnar í brjósti þínu!?
Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 22:08
Magnús minn ég er alveg róleg yfir upptalningunni en þú skilur væntanlega að ég er að meina heildarsamtökin og maður heyrir mest talað um skoðun "ASI" og það er sko ekki mín skoðun né að ég held VR. Það þarf nú ekki að seilast alla leið til Frans eða upp hæfileikastigann til Schumacher til að róa huga minn en Gústi kann margar sögur og nú er ég með hugann við mótorhjólin en hann er nýbúinn að fjalla um þau. Var á Akureyri í gær og barði augum þennan hringlótta steinkumbald í miðju plássi. Hvað á þetta að vera ? kveðja kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2009 kl. 15:40
Magnús, slatti af skrifum frá mér um Schumacher á formúluvef mbl.is í dag og gær. Frábær tíðindi. Sjá m.a. hér Allt þetta hlýtur að gleðja þig, já og Kollu líka. Hvað ætli henni finnist annars um mótorhjólafimi Schumacher. Hann er sífellt dettandi á þeim fáki. Er hann ekki betri um borð í Ferraribíl?
Ágúst Ásgeirsson, 30.7.2009 kl. 18:05
Sæll Gústi. Mér er sagt að mótorhjólamenn skiptist í tvö hópa þ.e. þá sem eru búnir að detta og þá sem eiga það eftir. Síðan er innan þess hóps sem er búnir að detta önnur skipting sem er þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eru alltaf á hausnum Ég hugsa að ég lendi í þeim hópi. Ég hélt aldrei upp á Schumacher mér finnst hann ekki nógu sætur. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2009 kl. 22:54
Ætli nokkur sé nógu sætur handa þér fröken K.?
En takk Ágúst, þú varst auðvitað búin að svara spurningunni áður en hún kom frá þér, en vegna sinnar alkunnu þrjósku og keppnisskaps hefur hann ekki viljað játa sig sigraðan hvað hjólin snertir fyrr en í fulla hnefana! Og nú er að sjá hvort karlin getur eitthvað enn eftir allan þennan tíma!?
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.