23.7.2009 | 08:56
Að slá í gegn
Undanfarna daga hef ég haft erlenda gesti sem ég er að vinna með í Evrópuverkefni. Það kom í minn hlut að halda næsta fund og var það auðvitað auðsótt mál. Ég ákvað að gera mitt besta til að sýna þeim Ísland eins og það er, ósnortið og fagurt, þrátt fyrir laskaða ímynd. Veðrið var sérpantað í evrópskum stíl og gróðurinn í sínu fegursta skarti og blóma. Ég fór með þau gullna hringinn, Þingvöll , Geysir og Gullfoss. Þau voru afar ánægð. Ég þurfti að draga þau burt frá Gullfossi því ég var upptekin um kvöldið og þurfti að komast heim. Ég skemmti mér stórkostlega sjálf eins og sjá má á myndinni sem þau sendu mér í dag. Næsta dag var farið á Snæfellsnesið sem er eflaust fegursti skanki Evrópu. Þau hrópuðu, bentu og þurftu látlaust að taka myndir. Þeim fannst spennandi að geta drukkið vatnið beint úr náttúrunni ómengað og ískalt. Kríuvarpið við Rif og Hellissand var heillandi með árásargjarnar kríur og krúttlega ungana. Hellnar og Arnarstapi, með göngu frá Bárði Snæfellsás, yfir í höfnina á Stapa var æðisleg. Allt þetta þekkti ég frá því ég bjó á Hellissandi og Ólafsvík en það sem heillaði mig svona "aukritis" var nýtt kaffihús á Rifi í gömlu húsi " Gamla Rifi" þar sem við fengum gómsæta fiskisúpu og kaffi á eftir. Aldeilis frábært hjá þessum ungu konum sem reka það. Ég vona að þeim gangi sem allra best í framtíðinni. Á þriðja degi fengu þau að sjá sögusafnið í Perlunni, þaðan var farið í Bláa lónið og endað heima hjá mér í hvítvíni og smá meðlæti. Ef að þetta fólk á ekki eftir að auglýsa Ísland og Íslendinga þá er ég illa svikin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl kæra vinkona.Virkilega fallegar myndir."Landið er fagurt og frítt, /og fannhvítir jöklanna tindar/,himininn heiður og blár, /hafið er skínandi bjart." kvað að mig minnir Jónas. Já við höfum margt að sýna. Það hefur farið í mínar fínustu að það skulu vera útlendingar sem sýna það af sjó.Það er eitt sem mér finnst líka vanta mikið úti á landi ( það er að vísu komnir vísirar að slíku sumstaðar) það eru öflug sjóminjasöfn. Þegar ég var hjá Ríkisskip og við vorum með farþega spurðu þeir mikið hvar þeir sæu eitthvað um atvinnuhætti fyrri tíma. Ég styð heilshugar hugmynd þeirra Stebba Run og Sigmund um alsherjar sjávarútvegssafn hér í Eyjum En nú vantar sennilega það sem við á að éta,peninga.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 13:11
Sæll félagi. Jú það er samt spaugilegt að fallegasta útsýnið var svo út um stofugluggann hjá mér í ferðalok. Ég er nú að blogga þetta til að tjá mig um það að þó ég sé mjög á móti aðild að ESB þá er ég mjög með því að deila landinu, fegurð þess og menningu með öðrum þjóðum en alltaf með okkar vilja og valdi. Við höfum mikið samstarf við Evrópu með EES samningnum eins og t.d. þessi Evrópuverkefni sem ég er í. Sammála þér með sjóminjasafn og þ.h. Þau spurðu t.d. hvar þau gætu séð hús eins og Halldór Kiljan lýsti í sínum bókum þar sem kýrnar sáu um að halda hita á húsfólki. Reyndar var svo margt sem hægt var að sýna þeim að tíminn, þessir þrír dagar voru ekki nóg. Ég vona samt að þau komi aftur og veit það reyndar með suma en þeim fannst dýrt í Bláa lónið og vildu ekki fara í hvalaskoðun út af verðinu. Samt öll "grænt fólk". kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2009 kl. 09:49
Sæl vinkona! Mér datt Lund í Sverige í hug þegar þú talar um hús eins og Kiljan lýsir Þarna í Lund er stór garður sem mér er gersamlega ómögulegt að muna núna hvað heitir. Þessi garður er margfalt Árbæjarsafn. Þar gefur að líta híbýli manna frá steinöld til vorra daga ef ég man rétt. Allavega híbýli frá forni tíð. Það er alveg dagsverk að skoða þennan garð eða þau söfn sem í honum eru. Ef þú værir á ferðinni á Skåne og hefðir rúman tíma ættirðu að gefa þessu gaum. Svo er það Noregur söfnin á Byggdö í Osló eru æðisleg líka,og þurfa dagsskoðun En ég læt hér vaða á súðum. Kannske ertu búnn að skoða þetta alltsaman. En hvað um það ef svo er þá tekurðu bara viljan fyrir verkið. Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 23:40
Sæl aftur
http://www.kulturen.com/ettan.asp
Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 23:53
Sæll nei ég hef ekkert af þessu séð. Bara gammel byen hahaha í Köben. Já það þyrfti að setja upp eitthvert gamalt sýnishorn til að leggja áherslu á sögu Laxness en ekki bara þetta heimili hans sem mér finnst nú ekkert gaman að skoða en ég fór auðvitað með hina erlendu gesti þangað. Gaman að þessu og magnað hvað þú ert fróður um frændur okkar á norðurlöndum. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2009 kl. 19:29
Annars var skondið atvik í Bláa lóninu Ólafur. Það er svona bryggjubar þar sem gestir í vatninu geta farið að og fengið sér drykk og ungt fólk að afgreiða þar. Skápamerkið sem maður fær virkar eins og kortalykill á hótelum og hægt að borga með því. Ég fór í humátt á eftir fólkinu mínu og þegar þau voru búin að panta sér drykki, á ensku, leit stúlkan á mig með spurnarsvip um leið og hún rétti þeim drykki. Ég held ég fái eplasafa sagði ég á íslensku. þegar hún rétti mér hann sagði ég si sona " Æ geturðu ekki sett þetta á icesavereikningin vina ". Jú jú hún skellti 100 krónum við upphæðina sem útlendingurinn var að borga á undan mér. Sem betur fer var þetta einn úr hópnum mínum og ég gat skemmt þeim með því að við hefðum smá húmor ennþá Íslendingar... ég er alveg ferleg ...kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2009 kl. 19:40
Sæl vinkona. Já við megum ekki missa"humörinn" þó við missum flest annað. Góð saga. En smá upástunga. Skelltu þér til Köben. Farðu yfir sundið og til Lund. Eyddu degi við að skoða"Kulturen".Taktu svo "Óslóbátinn" (Kaupmannahöfn -Helsingborg- Osló) í Helsingborg um kl 1800 að mig minnir. Borðaðu þig metta í einum af frábærum matsölustöðum skipsins. Farðu svo á næturklúbbinn þar sem spiluð er rómantísk tónlist og dansaðu þig þreytta. Borðaðu svo frábæran morgunverð um morguninn með frábæru útsýni á siglingunni inn Oslófjörðinn. Eftir að skipið er komið til Osló um 10 leitið minnir mig drífðu þig þá með rútu ( í sambandi við skipið) taktu útsýnisferð um borgina og endaðu á Byggdö. Skoðaðu söfnin sem eru þar. Kon Tiki, Fram og Norska sjóminjasafnið. Drífðu þig svo um borð því skipið fer kl 1700 frá Osló. Njóttu útsiglingarinnar úr Oslófirðinum yfir góðum kvöldverði. Nú svo er það næturklúbburinn og dansinn. Og morgunverður,morguninn eftir en nú getur þú siglt með skipinu alla leið til Köben. Um leið og ég óska þér góðrar ferðar kveð ég þig kært.
Ólafur Ragnarsson, 27.7.2009 kl. 20:14
haha, Ólafur aldeilis búin að skipuleggja ferð fyrir snótina, liggur við að hún þurfi ekki að fara einu sinni!?
Mér heyrist annars að þið bæði verðið góðir fulltrúar Íslands í Evrópu, innan eða utan ESB. En hvurt bæði verður sleppt og haldið í þeim efnum, það er ég nú ekki viss um, að vera utan ESB gangi til lengdar, að EES samningurinn lifi til lengri framtíðar!?
Annars er þetta einmitt allt saman enn inn í framtíðinni og þar með á huldu.
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 00:28
Takk fyrir þetta Ólafur minn. Það er aldrei að vita nema ég láti reyna á þessa tillögu þína en ekki þó næsta mánuðinn. Ég á eftir að þvælast svo mikið og er t.d. að stökkva norður á Akureyri á morgun og heim aftur samdægurs.
Magnús það er rétt sem þú segir að við erum alveg ágætir fulltrúar Íslands í Evrópu en hvort við séum að brenna inni í EES það veit ég ekki. Það eru þá til fleiri viðskiptasamtök og etv hægt að nálgast EB í gegnum þeirra viðskiptanet. Ég er samt ánægð meðan við höngum þar inni og njótum þess. Ég vil frekar tapa fullveldinu í stríði en fyrir slugshátt útbrunninna embættismanna og klókindi bankadrengjanna. friðarkveðja til ykkar elskurnar mínar Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.7.2009 kl. 21:46
Þakka þér kæra Kolla. Nú förum við Magnús Geir að sofa og sofum friðsamlega undir þínum óskum til morguns Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 22:30
PS: er þetta þú á efstu myndinni???
Ólafur Ragnarsson, 28.7.2009 kl. 22:32
Já Ólafur þetta er ég og Gullfoss (góð saman ) í bol merktum Stockholm (ekki mjög þjóðlegt) síðasta myndin er tekin úr stofuglugganum hjá mér um miðja nótt. Ég tími stundum ekki að fara að sofa frá þessu útsýni. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.7.2009 kl. 09:10
Mín góða vinkona. Þú heldur þig við þetta fjan.... Ólafur. Svo ef ég á að segja þér alveg satt og nú sver ég. Þegar ég sá myndina( sem mér fannst jú minna á þig.) hugsaði ég :"þetta hlýtur að vera dóttir hennar" Svo að hinu útsýninu. Já Ísland á sér enga hliðstæðu í mínum huga. Þegar ég sigldi á "Ströndinni" þá sá maður margt fallegt. Og oft langaði mann til að vera góður listmálari til að geta fangað litadýrðina. það vantaði ekki háflugið. En þá datt manni ekki í hug myndavélin. Kannske verið og háfleygur fyrir hana. Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 29.7.2009 kl. 15:01
Ólafur Ragnarsson..... tek þetta sem hól og þakka fyrir. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.7.2009 kl. 21:19
Þetta var nú annað og meira en bara hól, heldur miklu frekar hrifning frá hjartans dýpstu rótum, sannarlega rómantískur hann Ólafur!
En er sjálfur í "sjokki" vegna orða þinna hér að ofan um litla ferðalagið!
Drengur er nú dapur, sljór,
deyfð mér yfir gín.
Kolla bæði kom og fór,
en kíkti ei til mín!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 22:48
Æ ekki vera sorrý MGeir ég bíð þér í kaffi næst. Ég var óviss með tímaplan og hímdi svo á flugvellinum ( í góðu yfirlæti vertsins þar sem ég veit ekki hvaðð heitir en hann gaf mér bestu kótelettur sem ég hef nokkur tíman fengið) og beið eftir vélinni til baka. hefurðu séð Vikudag í dag. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2009 kl. 16:08
Síðast þegar ég vissi var hann Baldvin bæjarfulltrúi VG og húmoristi enn vert á vellinum, en hafir þú séð bregða fyrir ungum lágvöxnum herramanni líka, þá hefur það að líkum verið hann tómas, sem svo skemmtilega vill til að er frændi eins flokksbróður þíns að nafni Jens!
Nei, ertu kannski "Síðu-3" fyrirsætan þessa vikuna hjá Haffa og Co.?
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 00:03
Nýjar heimildir tjá mér annars, a'ð þú sért bæði stuttklippt og stórglæsileg í vikudegi, sýnist nokkuð há á velli og glaðleg að afhenda fötluðum afreksmanni styrk!
Já og "kringlan" það er nú rándýra menningarhús bæjarins!(þú mannst þetta dæmi þarna sem Sjallarnir ekki síst drösluðust með milli kosninga víða um land, þessi hús byggð í samkrulli ríkis og sveitarfélaga.)
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 00:16
Þessi maður var frekar alvarlegur og pínu bleikhærður og er alltaf að afgreiða þegar ég fer um flugvöllinn. Já ég var að afhenda styrk og jú ég er óvenju stuttklippt núna. Jæja er þessi hryllingur minnisvarði Sjálfstæðismanna. Það lá að kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.7.2009 kl. 12:58
Man þetta ekki mjög glöggt lengur, en þessum húsum var stekrt lofað minnir mig fyrir kosningarnar 2003, en komust ekki á fyrir alvöru fyrr en fyrir kosningarnar 2007. Hef allan fyrirvara á þessu þó. Þú segir það já bara Hryllingur, en ég segi bara ekki orð!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.