Leita í fréttum mbl.is

Sunnlenska bókakaffið

Sunnlenska bókakaffiðÍ dag lét ég einn draum af mörgum rætast þegar ég heimsótti Selfoss í  yndislegu veðri , sem hefur verið viðvarandi undanfarna daga og kíkti á það sem sá staður hefur upp á að bjóða. Þar bar langhæst Sunnlenska bókakaffið sem er bæði bókabúð og kaffihús í eigu Bjarna Harðar. Reyndar sagði Bjarni að konan ætti staðinn en hann ætti konuna þannig að hann væri jú eigandi. Bjarni var að smíða og breyta smávegis en virtist ánægður með smá truflun. Ég verð að lýsa ánægju minni  með þennan stað og finnst hann engum líkur á Íslandi sem ég hef séð. Þetta er í bóhemskum stíl með alvöru menningu í bland við gæðaveitingar fyrir munn og maga. Bjarni  tók á móti gestum og gangandi. Hann heilsaði konum með kossi en körlum með þéttu handabandi. "Nei blessaður, blessaður " Hann tyllti sér hjá okkur ferðalöngunum og var rætt um menn og málefni, pólitík og ástundun ýmiskonar. Bjarni er að verða eins og völva sem spáir í og fyrir um alla hluti og verður aldrei uppiskroppa með sögur af skrýtnu fólki. Ekki fara í gegnum Selfoss án þess að koma við á þessum afslappaða og einkar flotta stað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Kolbrún,já það má segja það um hann Bjarna Harðar að hann er stórskemmtilegur og fjölfróður um hin ýmsustu málefni.Í sumar hef ég droppað við öðru hvoru hjá honum,og að sjálfsögðu keypt eina og eina bók af kallinum,og það er einsog að maður sé að hlusta á góða útvarpssögu þegar sá gállin er á honum frásagnarlistin er frábær hjá honum um menn og málefni.Kuldaboli á norðurlandi tekur á móti manni á morgun,eða allavega sagði veðurspáin það,  hafðu það fínt.

NN (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Já það er hverju orði sannara að hann er skemmtilegur karlinn. Ég er samt forvitnari um þig en hann. Ég er að bíða eftir blíðuveðri til að heimsækja æskustöðvarnar mínar fyrir norðan. Já auðvitað keypti ég bók af Bjarna en finnst þér þetta ekki flott hjá þeim og einhvernvegin svona hjartanlegt. Góða ferð norður þrátt fyrir veðurspá. Það suða víst hunangsflugur þar.  kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

heyrðu Kolla mín kæra, þetta var nú sérstakur pistill! Út af fyrir sig hægt að láta sig dreyma um skottúr til Selfoss fyrir þig, svona eins og fyrir mig að dreyma um skottúr til Grenivíkur, en snérist draumurinn sem rættist já, ekki bara að fara að skoða Bjarna harðar og þú hafir aldrei séð neinu HANS lílíkt!? Grunar það nú frekar sem og að þú hafir fyrirfram frétt af kossaflangsinu í honum og látið freistast!?

En já, eitthvert að minnsta kosti hálendishret með hugsanlegri snjókomu niður í hlíðar hér norðanlands í kortunum. Ekki gott, en sumarið hefur nú hingað til verið ágætt hérna sem sunnan heiða og ekki hægt að kvarta yfir því. Eitthvað mun þetta þó vera á skjön við nýlega langtímaspá Veðurklúbbsins merka á Dalvík! En minnist þess annars til dæmis, að síðsumars 1992 er ég var reyndar staddur í Svíþjóð, þá snjóaði nú alveg niður í byggð eða slyddaði allavega hressilega!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, Sunnlenska bókakaffið er góður staður og Bjarni góður maður.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.7.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Magnús hvað er svona sérstakt við þennan pistil annað en að hann er ekki pólitískur í eðli sínu heldur um mitt hversdagslega líf og mína mjög svo hófstilltu drauma? Það að standa upp frá vinnu sinni og aka út í náttúruna (út á land)njóta þess að vera til og blanda geði við þá sem á vegi manns verða er kannski það sem marga dreymir um en geta ekki látið eftir sér, ýmissa hluta vegna. Það er rétt hjá þér að ég hef oft haft orð á því í kommentum til Bjarna í vetur að ég ætli nú að fara að kíkja á þessa bókabúð hans. Bara svo þú vitir það þá standa mínar vonir og væntingar til að ég komist norður (í óbyggðirnar og óveðrið) en það verður að  bíða aðeins. Kossaflens er að verða æ algengara  t.d. eftir golfleik (fékk tvo í dag)en auðvitað er Bjarni freistarinn sjálfur holdi klæddur  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Axel. Ég var fljót að dæma staðinn en Bjarna þarf ég að kanna aðeins betur því ég er sein til að dæma fólk en ég vann við það í mörg ár að meta fólk eftir eðlisávísun en ég held að þetta geti bara vel verið rétt hjá þér. Bestu þakkir fyrir innlitið kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 21:54

7 identicon

Sæl Kolla mæin kæra.....já ég tek heilshugar undir það hjá þér að þú ert sein að dæma fólk....tala nú ekki um ef viðkomandi er eins og opin bók fyrir flestum...

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 21:17

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já Gúndi ég tala nú ekki um "fattleysið"  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.7.2009 kl. 09:01

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolla. Aftur færsla sem hefur farið fram hjá mér. En nú er ég ekki sammála vini okkar Magnúsi Geir þegar hann talar um að þú hafir"fallið fyrir freistingunni" hvað Bjarna Harðar varðar.Held satt að segja að þú þurfir ekki að fara til Selfoss í leit að freisingum.Ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 20:15

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Nei það er rétt hjá þér.Ég gæti t.d. farið til Þorlákshafnar og þaðan til Eyja í leit að freistingum hahaha. Takk fyrir kommentið minn kæri "Ólafur"  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband