Leita í fréttum mbl.is

Gullkistan

6822 báturinn minn1Á strandstað. 

Margir eru nú í þeim sporum að upplifa sig eins og þeir hafi beðið skipbrot sem er ekki fjarri lagi. Þjóðarskútan fékk á sig mikinn hnút í október s.l. og óhætt er að segja að fólk hafa verið hálflemstrað síðan. Sumir hafa þó upplifað skaðann hraðar en aðrir og sínu verr. Fólk bíður, að vonum, óþreyjufullt eftir lausnum og leiðum til að koma skikki á líf sitt á ný. Aðrir hafa siglt áfram án þess að skilja almennilega hvað gerðist og reyna að halda áfram óbreyttu líferni. Þeir eru þó uggandi um sig og sína eins og eðlilegt er.

Skipbrotið.

Frjálslyndi flokkurinn er í sömu stöðu og margar fjölskyldur í íslensku þjóðfélagi í dag. Hann fékk brot á sig í síðustu Alþingiskosningum og þarf því að huga að uppbyggingu og úrlausnum sinna mála. Það var á brattann að sækja allt síðasta þingtímabil og því urðu boðaföllin flokknum erfið. Mörgum varð það talsvert áfall að flokkurinn missti sína menn af þingi eftir tíu ára starf í þágu þjóðarinnar. Ýmis málatilbúnaður hefur orðið að veruleika fyrir umræður og atorku þingmanna Frjálslynda flokksins í baráttu fyrir góðum málum. Þar má nefna baráttu fyrir réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi, bættum kjörum aldraðra og öryrkja, endurbótum í almanna- og sjúkratryggingakerfinu.

Staðan í pólitíkinni

Sumir flokkar tóku hluta af þessum baráttumálum upp á sína arma og hefur það skilað þeim góðum árangri þó þeir hafi ekki verið með eins vel útfærða stefnu og Frjálslyndir. Má þar nefna fyrningarleið Samfylkingar sem gerir nú aðför að útgerðarmönnum án þess að taka tillit til skulda sem sannarlega hafi verið stofnað til vegna eflingar fyrirtækja og aukins kvóta fyrir útgerðina. Vinstri græn hafa eins og Frjálslyndir tekið upp einarða stefnu gegn ESB og slegið skjaldborg um íslenskar auðlindir. Þau flögguðu einnig opnu bókhaldi og óspilltum þingmönnum. Það er þó himinn og haf á milli pólitískra leiða þeirra og Frjálslynda flokksins. Framsóknarflokkurinn kom með nýja framvarðasveit og var rétt eins og þau hefðu dottið af himninum ofan og þekktu ekki sögu flokksins. Þess skondnara er nú að sjá þau sitja sem fastast í húsakynnum flokksins á Alþingi og vísa þá til sögu flokksins og órjúfanlegrar hefðar. Þau buðu upp á plástra og deyfilyf en sumt fólk er alltaf ginnkeypt fyrir því að sjá skyndilausnir. Sjálfstæðisflokkurinn var eins og Frjálslyndir klofinn í herðar niður af innbyrðis ágreiningi og guldu afhroð. Sigurvegarar sem nú þurfa að standa undir merkjum er Borgarahreyfingin. Þau voru ekki að flækja málin og heimtuðu að komast á þing til að laga mál og leiðrétta þingvilluna. Vonandi standast þau prófið því nú verða menn að taka sér tak og hefja uppbyggingu þjóðfélagsins. Margir kostir eru í stöðunni þó ástandið sé erfitt og margir þurfa aðstoð við að fóta sig. Frjálslyndi flokkurinn þarf að líta til framtíðar og nýta reysnluna ef hann ætlar að halda áfram í sömu vegferð og þær fjölskyldur sem hann hefur barist fyrir alla tíð.

Gleðilegan sjómannadag . 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Kolbrún þakka kveðjuna á Sjómannadaginn, nér er skemmtilegt á Grandanum frítt inn á sýningar Sjóminjasafnsins VÍKIN og og í Varðskipið ÓÐINN sem liggur fyrir framan KAFFIVAGNINN..

svo er búið að stofna kaffisstofu og sýningarsali á neðri hæð BÚR hússins, spiluð er lifandi músík allan daginn

Kaffistofan verður skýrð "GRASEKKJAN" það er komiðað því að konur sjómanna voru kallaðar grasekkjur er eiginmenn þeirra voru á sjó :)

tjaldða er um allan Grandann og fiskikör með lifandi og ísaða allskonar fisktegundir..

kv  Tryggvi

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Tryggvi. Já það er fínt að vita að menn eru að halda upp á daginn með viðeigandi hætti. Ég kannast vel við þetta orðatiltæki enda oft verið grasekkja sjálf. Það er samt skrýtið orð og gaman væri að vita hvaðan "gras" tilvísunin er komin. kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.6.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Biðin var löng en það er gott að hún er á enda og þú komin á kreik aftur. Það er baráttuandi í þér, það leynir sér ekki.

Ágúst Ásgeirsson, 8.6.2009 kl. 19:09

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Já, nei nei það þýðir ekki að leggja árar í bát. Ég á erfitt með að skilja niðurstöðu kosninganna fyrir okkur FF. Ég var t.d. í veislu áðan og hitti mann sem ávarpaði mig yfir allan salinn og sagði " Kolla ertu ekki komin á þing" nei svaraði ég hlægjandi og þá sagði hann." þú varst langbest í þættinum sem var sýndur héðan ( þ.e. úr Hafnarfirðinum ), ég segi það bara hreint út, en reyndar kaus ég þig ekki " Já sagði ég þá er ekki von að maður fari á þing, það þarf að kjósa mann þangað inn. Nokkrir aðrir hafa gefið mér gott komment en samt er eitthvað sem vantaði til að fólk treysti okkur til að vinna áfram að okkar stefnu. kveðja til Frans.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fylgiskannanir hafa þá hættu í för með sér, að eitthvað hlutfall kjósenda fellur frá stuðningi við tiltekinn flokk sé ekki útlit fyrir að atkvæði greidd honum skili sér í þingsæti. Það er allavega mín kenning, hvort sem hún er rétt eða vitlaus! Þessi kjósandi er e.t.v. dæmigerður fyrir þann hóp sem fylgiskannanir hafa hvað mest áhrif á. Flesitr vilja hafa áhrif með atkvæði sínu. En gaf hann nokkuð upp hvað hann kaus?

Ágúst Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 06:55

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah nei ég spurði ekki að því en þetta var í Hafnarfirði, kratabælinu, svo ég reikna með að hann kjósi Samfylkinguna. Já þessi kenning með skoðanakannanirnar er eitthvað sem ég gæti keypt sem skýringu. Við gerðum könnun fyrir vestan sem sýndi 15 % fyrir okkur og það þýddi að Guðjón var öruggur inni og etv hefur einhverjum fundist það nóg og því hent sér á næsta mann , sennilega Jón í VG sem tók inn með sér tvo menn. Kannski voru það okkar mistök :) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.6.2009 kl. 19:56

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, ekki ertu dauð úr öllum æðum, rétt hjá ÁÁ, sem og að það ku vera vel rannsakað, að kannanir geta reynst mjög skoðanamyndandi, sérstaklega ef þær eru tíðar og sem næst kosningadegi. Held að slík kannanabirting sé bönnuð hjá honum í "Frankríinu", ekki satt?

Nú, eins og einvherjir hafa kannski skynjað, þá er ég nánast vonbiðill fljóðsins sem hérna fríkkar ásýnd Moggabloggsins svo óumræðilega, en samt kaus ég hana nú ekki heldur! En það var nú eiginlega vegna þess, að ég gat það ekki og hún vildi ekkert að ég flytti í kjördæmið, því ég vildi þar auðvitað hvergi annars staðar setjast að en einmitt í... HAFNARFIRÐI!

En svo var það eitt í pistlinum he´rna sem mér fannst nú svolítið fyndið, að Samfó væri að "gera aðför" að útgerðarmönnum!? Skildu margir þeirra hafa þegar drepist?

Magnús Geir Guðmundsson, 9.6.2009 kl. 23:19

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah eru þeir ekki allir að drepast . Ég er nú bara að benda þarna á að við vorum ekki að tala um að rífa kvótann af mönnum án þess að skoða hvert mál fyrir sig. Það er ekki glóra að skilja góð fyrirtæki eftir með skuldir en taka af þeim veiðiréttindin. Við höfum hinsvegar mátt sitja undir því að við, FF, værum að gera aðför að útgerðinni sem er langur vegur frá. Ég vil svo bara árétta að ef ég byggi ekki á besta stað í Kópavogi væri ég löngu flutt í Hafnarfjörðinn. Ég er nefnilega tilfinningatengd honum en afi minn og amma voru mikið sómafólk þar á sínum tíma og þar á ég stóran frændgarð. Þú yrðir bara krati ef þú flyttir þangað minn kæri bloggvinur. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.6.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, það var og! Þú yrðir þá enn meira "kratísk" ef þú flyttir, en fróðlegt að vita að ræturnar liggi víðar en í norðanhöfn, heldur líka í firði Hafnar!

Held að engin muni eða vilji skilja þessi fyritæki eftir í meiri sárum en þau og þeirra eigendur/rekstraraðilar hafa komið þeim í, en þessi helsti atvinnuvegur okkar um langan aldur, er bara ekki í það heila vel rekin, alveg hrikalega skuldsettur! En fannst orðalagið þitt bara fyndið, "Fésmær"!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 16:44

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já biddu fyrir mér. Hafnfirðingur í aðra og Þingeyingur í hina... hryllileg blanda  Gott að þér finnst ég  skemmtileg og jú það er búið að taka mikið út úr sjávarútvegi og braska með það í fyrirtækjakaupum ofl. Ekki það að ég sé að vorkenna öllum útgerðaraðilum en margir hafa unnið vel og byggt upp sitt fyrirtæki. Þess vegna þarf að fara í gegnum þetta og meta það allt saman. Ég hélt alltaf að ég væri hægri krati en er farin að stórefast um það  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:35

11 identicon

Sæl mín kæra.Alltaf gaman að kíkja á þig. Ef þú hefur áhuga getur þú skoðað síðuna hjá Jónu Ingibjörgu kynlífsráðgjafa,þar finnur þú skýringu á orðinu grasekkja.Bestu kveðjur.

Sigurveig Ingim. (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 17:33

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jónu Ingibjörgu ég jésúa mig nú bara. Sæl Sigurveig gaman að fá komment frá þér. Vona að þú sért hress og kát. Langt síðan ég hef hitt nokkurn af þínu fólki. Bestu kveðjur til ykkar allra. Best að laumast í smiðju JI og tékka á þessari mállýsku. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2009 kl. 23:35

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jæja Sigurveig. Ekki get ég notað þetta einkennilega orð um mig lengur þ.e. grasekkja miðað við lýsingu Jónu Ingibjargar á því. Enginn elskhugi sem hefur yfirgefið mig við þessar aðstæður enda engin alvöru sveitastelpa. Ef ég hefði átt að giska hver af þeim sem ég þekkti kíkti á síðu JI hefði ég stungið upp á þér.

Þú ert frábær kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband