Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi

euro-smallÍ fyrsta skipti í mörg ár fór ég í 1. maí gönguna. Ég fór með minni litlu fjölskyldu, án tengdasona,  og áttum við góða stund saman lengi framan af en síðan tók að rigna og við flúðum heim í skjól. Það var ótrúlega leiðinlegt að hlusta á ræður í þessu góða veðri og lítið var til að gefa fólki nýja von eða auka mönnum bjartsýni. Þó tók steininn út þegar forseti ASÍ hélt sína þrumuræðu og var ekki gott að sjá hvort þar fór baráttumaður fyrir verkalýðinn eða frambjóðandi til þings á vegum Samfylkingarinnar. Ekki þarf að orðlengja það að púað var á hann allan ræðutímann. Það fannst mér benda til þess að það séu fleiri en ég sem telja að ASÍ hafi klikkað í hagsmunagæslu verkafólks þegar þeir beittu sér EKKI fyrir frestun á frjálsri för til landsins 2006. Þá var hægt að sækja um frest til ársins 2011-12. Ef það hefði verið gert hefði ekki verið svona ör vöxtur í öllu okkar athafnalífi og því ekki eins auðvelt að þenja út viðskiptalífið. Þá hefði aukin eftirspurn eftir verkafólki orsakað hærra kaup því til handa. Þannig virkar venjulega ferli markaðsaflanna. Í staðinn var flutt inn vinnuafl og farið með það nánast eins og þræla lengi framan af, landi og þjóð til stórskammar. Nú vandast málið þegar vinnuframboð er minna og þetta aumingja fólk í vandræðum ef það er ekki tekið fram fyrir íslenskt verkafólk, þegar losa þarf sig við starfsmenn. Verkalýðsforingjar bentu á þetta á fundi hjá ASI árið 2006.  Nú eru þeir búnir að fá allan stabbann á sig og ég segi bara verði þeim að góðu. Hver er þeirra þáttur í þessari stöðu sem við sitjum uppi með.

Maður spyr sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl,Kolbrún.Á forsíðu Morgunblaðsins mátti sjá í dag frétt þess efnis að atvinnulausir Pólverjar sem misstu vinnuna hér á Íslandi og voru farnir til Póllands,séu aftur á leiðinni til Íslands,ástæðan ku vera svo að hérna eru tíu sinnum betri atvinnuleysisbætur en í Póllandi.Mér er spurn hvað gerist ef flóð verður hingað af fólki frá Póllandi og jafnvel víðar frá,á atvinnuleysisbætur.Hér munu allskonar alvarleg vandamál verða ,,er þetta hægt.Líklegast má leiða líkum að því að EES samkomulaginu sé um hér að kenna,og einnig því að við erum búin að innleiða alltof mikið af reglugerðarbulli frá ESB inní okkar kerfi.

NN (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Já þetta er nú tilefnið af þessu bloggi mínu, því það er vitað að við þessu mátti búast. Þeir sem bentu á þetta fengu á sig rasistastimpil  t.d. frá  fyrrverandi borgarstjóri og styrkþegi hjá Baugi ofl stórfyrirtækjum. Það er nefnilega margir sem hafa brugðist í þessu "hruni" okkar eins og það er kallað stundum. Ég var á fundinum þar sem sterkur verkalýðsforingi benti á þetta og vildi að ASÍ beitti sér fyrir frestun en því var ekki sinnt. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með þennan "trassaskap"þeirra. Þeir eru þó eitthvað að reyna að aðgreina sig núna frá Samfylkingunni og farnir að mæta í mótmælagöngur  Batnandi mönnum o.s. frv. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.5.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, er nú rétt að taka ASÍ út sem alveg sérstaka blóraböggla, Kolla mín góða!? Myndi nú halda og man það raunar vel, að þrýstingurinn á þetta var nú meiri frá atvinnurekendum og alls kyns athafnasömum uppgripsmönnum, sem sáu sér beinan eða óbeinan gróðaveg í uppbyggingunni að Kárahnjúkum fyrst og síðast, en sömuleiðis víðar um land við húsbyggingar m.a. EFtirspurn margfaldaðist eftir öllum tegundum af iðnaðarmönnum og það langt út fyrir framboð innanlands. Þekki þetta aðeins úr famillíunni og víðar, lengi hreinlega nær ómögulegt að fá menn til venjulegra viðhaldsverkefna og gamaldags handlangurs.Þetta var svo fyrst og síðast ákvörðun alþingis, þó samtök á borð við ASÍ og SA hafi vissulega verið beðin um umsagnir. Og var ekki líka spornað eitthvað við offlæði vinnuafs þrátt fyrir allt,frá Búlgaríu kannski? Minnir það og held að fleira líka hafi verið slegið á frest í slíkum efnum. En innflutningur á vinnuafli var semsagt óumflýjanlegur held ég fyrst á annað borð var ráðist í svo gríðarlegt verkefni sem virkjunin og álverið fyrir austan voru.

En til lukku með 30 ára afmæli Íþróttafélags fatlaðra, las um það á dögunum, mikið húllumhæ m.a. hjá Sjálfsbjörgu þess vegna.

En, á ég að trúa því sem í færslunni stendur, að bæði ægifagrar og atgerfishertar meyjar af þingeyskum ættum, hafi flúið þarna 1. mai undan smá úða þegar hann birtist?

Varla.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaaha þú kemur mér alltaf til að hlægja upphátt minn kæri bloggvinur. Það var nú í bland bleyta og bölvuð leiðindi sem stökktu okkur mæðgum á flótta í lokin.

Allt er nú satt og rétt sem þú segir og í sama dúr og ég var að segja. Ég skil vel að SA hafi viljað opna landið og hafa aðgang að ódýru vinnuafli og ekki er ég á móti því að við virkjum eitthvað nei nei. Ég er hinsvegar alltaf að hugsa þetta dæmi út frá verkafólkinu sjálfu en ekki þörf sem búin er til í ágóðaskyni fyrir gráðuga peningamenn. Það er alveg með ólíkindum að verkamannalaun hafi ekki hækkað meira en raun er á og varla að það borgi sig að vinna á þeim m.v. atvinnuleysisbætur. Vilhjálmur Birgisson er verkalýðsforingi á Akranesi og hann hvatti ASI til að berjast fyrir fresti á sínum tíma og fleiri tóku undir það. Það er mín skoðun að ASI séu allt of fúsir til að láta undan atvinnurekendum. Sjáðu hvað er að gerast þegar þeir hvetja til að fresta launahækkunum og jafnvel samþykkja launalækkanir en síðan borga fyrirtækin eigendum arð af tapi ??? hvar er glóran í þessu. Ekki hjá leiðtogum verkalýðsins segi ég. Sorrý. 

Ég þekki það að fá ekki iðnaðarmann í nokkur ár í VIÐHALD og svo hefur maður ekki efni á því loksins þegar þeir eru á lausu  Hver stjórnar þessu hel...kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband