Leita í fréttum mbl.is

Kosningar

Magnús Þór og Guðjón að fagna.Að loknum þessum alþingiskosningum er ég heldur döpur yfir niðurstöðunni. Ekki nóg með að við náðum ekki að halda Guðjóni Arnari Kristjánssyni inni á þingi heldur náðum við ekki viðmiðunarprósentunni 2,5 % til að fá fé til að standa við skuldbindingar og uppbyggingu flokksins á ný eftir 10 ára setu á þingi. Ég viðurkenni að ég vonaðist eftir "örlagakassanum" að vestan með öll atkvæðin hans Guðjóns alveg til lokamínútu. Ekki ætla ég að leggja mat á það hvað fór úrskeiðis og hversvegna við nutum ekki meira trausts en raun ber vitni en spái því að rödd sjómanna hafi þagnað fyrir fullt og allt , nú þegar foringinn er fallinn. Ekki vantaði það að við vorum með tillögur í efnahagsmálum sem mér finnst ýtarlegri en hjá flestum öðrum en eins og einhver sagði, við erum kannski ekki nógu mælsk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það var mikilvægt fyrir lýðræðið að flokknum var hafnað og ber að fagna þeirri niðurstöðu.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri ráð fyrir að þið látið Magnús Þór, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson borga skuldir flokksins. Það voru þeir, öðrum fremur, sem eyðilögðu flokkinn ykkar.

Jóhannes Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hmmmmm Jóhannes, ég efast nú um að þangað sé mikinn feng að sækja og erfitt að meta hvað er hverjum að kenna. Það má nú segja að fleiri hafi hlaupist undan merkjum FF eftir að hafa eytt stórfé í kosningaslaginn til að koma sér á þing eða í borgarstjórn. Ekki alveg sammála þessu með Kristinn, hann var þekkt andlit og þurfti lítið að auglýsa hann og en við hin berum mikla ábyrgð, það er rétt. Hilmar, lítið gleður fávísan..úbbs fátækan átti þetta víst að vera kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.4.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ekki frá því, Kolbrún, að Frjálslyndi flokkurinn eigi afturkvæmt ef ykkur tekst að aflúsa hann. Það hefur verið hörmulegt að fylgjast með því hvernig vissar persónur hafa tekið þennan ágæta stjórnmálaflokk sér til handargagns og tætt hann í sundur innan frá.

Jóhannes Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 13:47

5 identicon

Kolla,við förum ekki að gefast upp,gerum það sem gera þarf og vinnum okkur út úr þessum kröggum.Það sem eineltisrasistinn Hilmar mjálmar um er ekki hlustandi á.Hann ætti að skoða eiginn flokk ofan í kjölinn þar sem spilling og rasistmi grasserar.Hann hefur aldrei svarað því sem égt spurði hann um í vetur þegar Xd og xs smöluðu samann 28 Búlgörum og ráku úr landi 2007.

Kv Siggi P 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:41

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir strákar. Það var nú sagt í minni sveit þegar ég var krakki "enginn lifir lúsarlaus" Nú hefur verið tekin ákvörðun um að halda sjó og sjá til . . Allt í lagi að prufa það. Þetta er nú hjá okkur held ég eins og sjálfstæðismönnum, ekkert að flokknum heldur er það fólkið . Af hverju sækja ekki góðir og gegnir menn eins og þið eftir að komast í miðstjórn. Það er lykillinn að því að flokkurinn starfi rétt að miðstjórn sé samhent, jákvæð og hugmyndarík. Já fólk eins og starfaði með okkar í Kópavogi og Mosfellsbæ núna í kosningabaráttunni. Best að nota tækifærið og knúsa það hér í leiðinni.  bestu kveðjur út í sumarið Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.5.2009 kl. 09:59

7 identicon

Ég fer ekki ofan af því að þessi Hilmar er kostulegur náungi. Alltaf þegar ég les bloggið hans dettur mér í hug nefmælt rödd. Það fyndna vð athugasemdina hans hér er að flokknum hans, Sjálfstæðisflokknum, var sturtað niður fyrir spillingu, mútur, rasisma og sjálfsánægju. Tek undir með þér Kolbrún að þessir ágætu menn sem þú nefnir ættu að koma til liðs við Frjálslynda.

M&M (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:35

8 identicon

M&M,alveg er ég sammála þér með þennan Hilmar.

NN (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:43

9 identicon

Svo mikið rétt hjá þér Kolbrún mín. 

Ég sendi knús á þig til baka og má til með að bæta í fyrir allan dugnaðinn sem þið svo sannarlega sýnduð af ykkur. 

Hvað varðar Hilmar þennan....það þarf eitthvað sterkara en M&M á þráhyggju (ekki tilvísun í M&M sem hér skrifar )

Svo ekki sé talað um illgirnina sem lesa má úr orðum hans hingað og þangað um netheima.

En..við sendum svoleiðis bara í "file 13" og notum orkuna í áframhaldandi skemmtilega vinnu með okkar frábæra fólki. 

p.s. flott kveðið hjá þér í fyrri færslu....ánægð með þig stelpa!

Addý (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 04:27

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir kommentin og Addý þú getur nú kastað fram stöku trúi ég. Rétt hjá þér að við eigum að nota orkuna jákvætt og þessi Hilmar er einmitt svo góð áminning um hvernig maður getur orðið ef hin neikvæða birtingarmynd orkunnar ræður í framkomu. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.5.2009 kl. 11:40

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Játningablær á þessau, en engin tíðindi.

Frúin hérna fjölmargt kann,

fínar vísur jafnan yrkir.

Hugástum ég henni ann,

hliðar mínar bestu virkir!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 20:14

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frúin hérna fjölmargt kann

fjörgar marga sveina

Engum þeirra enn þó ann

Ekki margir reyna.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.5.2009 kl. 00:03

13 identicon

Það er algjörlega ljóst að Magnús Þór og Viðar hafa ekki kosið flokkinn.

hvernig þessi fífl hafa látið undanfarið sýnir bara sanna eðli þeirra.

Að Magnús Þór skuli hafa verið aðstoðarmaður Guðjón er með öllu óskiljanlegu og það ætti að hýða þennan mann.

Þorgeir Pálsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:03

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Þorgeir. Það er alveg ljóst að margir af okkar mönnum hafa ekki kosið "rétt" síðast en ég veit ekki hvað þú hefur fyrir þér í sambandi við Magnús Þór. Ég hef ekki hitt hann síðan fyrir kosningar. Við stundum nú ekki hýðingar í flokknum  þó við séum sökuð um ýmislegt í forystunni. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.5.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband