24.2.2009 | 00:08
Dómharka.
Einn bloggvinur minn var að tjá sig um útlits- og fegurðardýrkun og dóma þar að lútandi. Hann var nokkuð sammála mér og fleiri kvenrembum um að það ætti ekki að eiga sér stað neitt slíkt. Líta ber á hæfileika og kosti fólks miklu fremur. Flestir eru sammála því hvað er kostur og hvað löstur á fólki. Flestir hafa líka ákveðna hugmynd um hvað sé rétt og hvað rangt. Samt er það pínu teygjanlegt og óljóst hvar línan er akkúrat dregin. Sjálf hef ég orðið vitni að því, nú nýlega, að fólk dæmir kannski eftir einni setningu sem aðili sendir frá sér í rituðu máli. Það var ekki verið að grafast fyrir um það hvað viðkomandi meinti eða var að hugsa akkúrat þá. Þetta er verra en rörsýn að mínu áliti, verra en þröngsýni, verra en dómharka. Ég held að nú þegar pólitískur slagur er framundan og alls kyns prófkjör og metingur í gangi þá ættum við að huga að þessum málum sérstaklega. Ég verð samt að viðurkenna að sumt gleður augað meira en annað....eðlilega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl Kolbrún.
Pólítiskur slagur, kostar framsett viðhorf af hálfu viðkomandi um þjóðfélagsmál, stefnur og strauma hverju sinni.
þannig er það.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2009 kl. 02:17
Ætli Kolla fari nú ekki nærri um það!?
En það hefði nú verið meira gaman ef sú ágæta Guðrún María hefði slegið á léttari strengi og til dæmis tjáð okkur hvað henni finndist um myndina, sem þú Kolla ert svo skemmtileg að hafa með færslunni, hún er áreiðanlega falleg eða það sem á henni er, rétt eins og þið FF freyjurnar!?
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 15:42
Sæl verið þið. Jú GMaría ég er alveg með á því að framsett viðhorf að hálfu viðkomandi um stefnur og markmið kostar pólitískan slag en hann getur farið fram í þokkalegri réttsýni og án persónulegra dóma.
Já ég þóttist viss um að þú hefðir gaman að þessu uppátæki mínu Magnús . Datt þetta í hug þegar ég las bloggið þitt eins og þú veist. Myndin er æði og útskýrir af hverju maður hefur gaman af að horfa á alvöru fótbolta . Lágmark að stækka hana tvisvar á dag kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:59
Góðar pælingar í innganginum, um dómhörku, þröngsýni og rörsýni. Þetta mætti yfirfæra sumpart yfir á umræðuna um og gagnrýnina á Seðlabankann, alias Davíð.
Þótt einhvers pirrings hafi e.t.v. gætt hjá honum - og það skiljanlega - þá verð ég að segja, að mér fannst karlinn svara gagnrýninni nokkuð vel. Trúverðuglega.
Ég er kannski að kasta hérna inn sprengju með þessu, eru ekki FF-menn meira og minna á móti Davíð?
Ágúst Ásgeirsson, 24.2.2009 kl. 22:30
Sæll Gústi. Já ég er sammála þér að Davíð kom vel út úr þessu. Fréttamaðurinn var eins og "vitleysingur og dóni" eins og maðurinn sagði forðum. Enn skilur hann mann eftir með þá hugsun að "yfirstéttin" hafi skafið flotið ofan af pottinum. Einvalalið hafi fengið stóran pakka gefins og hann viti hverjir. Sennilega þeir sem harðast hafa barist gegn honum. Hann heggur í Þorgerði Katrínu, finnst mér, þegar hann talar um þjóðstjórnaruppástunguna en hún skammaði hann fyrir hana. Það var líka kröftug auglýsingin sem hún fékk í fréttatímanum. Öllu tjaldað til bæði eiginmanni, börnum og lífstíðarvinkonum. Ég hef aldrei skilið þetta offar gagnvart Davíð og finnst forsetinn okkar hafa unnið meira ógagn í þessu fári en Seðlabankinn. Frekar snautlegt fyrir Jóhönnu að vera að reka seðlabankastjóra og þeir fá strax atvinnutilboð frá Noregi.. veistu það að mér finnst þetta bara eins og farsi eftir Dario Fo. Hvað skyldi Davíð svo sem geta gert verr en lausamaður meðan staðan er auglýst. AGS er hvort eð er búinn að taka stjórn fjármála á Íslandi. Ég spyr mig til hvers kom tími Jóhönnu? Var það til að eyða orkunni í Davíð. Nei það eru ekki allir í FF á móti Davíð ekki ég. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:12
Já, Davíð hjó til hægri og vinstri. Og það er alveg ljóst, að nýja frumvarpið er sett fram til að losna við hann en efnahagsmálin eru aukaatriði. Fram á það hefur verið sýnt, m.a. skal reka kallana út um leið og frumvarpið hefur verið afgreitt og skipa bráðabirgða stjórn og stjórnendur yfir bankann meðan auglýst er eftir nýjum.
Það er ekki hægt að hafa neitt orð annað yfir þetta en hreinsanir. Að losa sig við óhæfa starfsmenn heitir brottrekstur en þetta er eitthvað allt annað. Hér lætur Jóhanna stjórnast af heift og slíkt er aldrei farsælt. Um þau Davíð myndu kannski einhverjir vilja segja, að hér hafi fjandinn hafi hitt ömmu sína.
Hvað sem því líður, þá er ég þeirrar skoðunar að tími hennar sé útrunninn!
Ég gæti trúað að þetta brölt hennar eigi eftir að draga dilk á eftir sér og síst verða vinstriflokkunum til framdráttar. Það kemur bara í ljós.
Ágúst Ásgeirsson, 25.2.2009 kl. 08:09
Skelfing yrði það gaman ef botnin á þessu hruni sem við erum að ganga í gegn um yrði eins rismikill og"Gerrards bottom"og það 1/2 væri meir en nóg.En nú finnst mér nokkrir ráðamenn þurfi að fara að svara til saka.Það er alveg furðulegt að hvarf á hálfflösku af Wiskey úr ríkinu kalli á"leit að sökudólgi"en ekki þjófnaður á milljörðum af eigum almennings í landinu.Eitthvað er bogið við eitthvað einhverstaðar.Eller hur!!!Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 17:10
Já sælir. Davíð hefur fengið smá uppreisn æru heyrist manni á þjóðmálaumræðunni en að sama skapi hafa Geir og Ingibjörg dalað í áliti. Mér heyrist á lýsingu hans, DO, að það hafi verið rétt tilgáta hjá mér að Þorgerður Katrín hafi alltaf slegið á aðvörunarorð hans og kallað það að dramisera hlutina. Hún varð alveg vitlaus af því að hann nefndi þjóðstjórn sem ég held enn að hafi verið skynsamlegasta leiðin. Hún virðist hafa verið blinduð af gullljómanum sem stafaði af ungu bankadrengjunum sem auðvitað voru alltaf ósammála Davíð (eðlilega) og hann fékk á sig orð um að vera hálfruglaður karlinn. Ólafur minn ég er vondauf um að kreppubotninn verði eins glæsilegur og Geralds bottom en hefði þó ekki á móti því. Það er vissulega komið að skuldadögum hjá þeim sem bera ábyrgðina á þessu öllu saman. Það er áreiðanlega ekki seðlabankastjórarnir. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:23
Það hafa margir tekið pólitískt feilspor í stressinu í fyrrahaust, m.a. Þorgerður, ef þessi lýsing er rétt. Gagnrýndi hún opinberlega hugmyndina um þjóðstjórn? Man það ekki sjálfur.
Af fréttum í dag og gær er athyglisvert að sjá, að Össur og Ingibjörg Sólrún segja "ekki ég, ekki ég". Þykjast aldrei hafa heyrt viðvaranir eða fengið einhverja pappíra frá Davíð! Hvar var þetta fólk? Var það ekki að vinna vinnuna sína? Voru þau ekki á þessum fundum, allavega annað hvort þeirra? Ég bíð eftir að Davíð birti minnismiðana sína, þá þýðir ekki lengur að neita eða bera við minnisleysi.
Fór ekki Ingibjörg ferðir út um allar trissur til að reyna sannfæra ráðamenn um hvað íslenska fjármálakerfið væri öflugt og bankarnir traustir, eftir gagnrýni á sýstemið er krónan byrjaði að taka dýfur fyrir um ári?
Málið er það, að ráðherrarnir heyrðu viðvaranir Davíðs en um leið fagurgala bankastjóranna annars vegar og hins vegar endurtekin gæðavottorð Fjármálaeftirlitsins úr prófunum þess á þoli bankanna. Er það ekki lenska að skella skollaeyrum við úrtölum? Þetta er kannski sett fram af talsverðri einföldun hjá mér. En einhvers staðar er hundurinn grafinn!
Ágúst Ásgeirsson, 26.2.2009 kl. 08:11
Sæll Gústi. Ég hef sagt þetta frá upphafi þegar Davíð nefndi þjóðstjórn og man því vel að Þorgerður varð hin versta og snupraði Davíð fyrir að nefna þetta, sagði að hann væri ekki í pólitík og ætti að halda sig innan veggja bankans. Ég þykist vita að þetta er rétt sem DO segir. Hann kom með úrtölur og þá var hóað í bankastrákana og þeir voru jú "hátt uppi" og fullir bjartsýni að þetta myndi reddast. Ég hef nú heyrt að Fjármálaeftirlitið hafi ekki verið að gera mikið af prófunum á þeim tíma en unnið baki brotnu eftir fall við að leiðrétta það. Við vitum hvernig það er þegar verið er að vara við ógnunum þegar menn eru í "góðum gír". Þá er maður bara afturhald, úrtölukerling/karl og etv grunaður um geðveiki. Þorgerður hæddi virtan erlendan bankasérfræðing þegar hann varaði alvarlega við ástandinu en baðst svo afsökunar á því enda ótrúlega forhert framkoma. Ábyrgðin er alfarið viðkomandi stjórnvalda og afbrotin myndu teljast útrásarvíkinganna bæði í bönkunum og stórfyrirtækjum sumum en varla öllum. Ég efast um að ISG láti sjá sig í pólitík meira . kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2009 kl. 10:13
Umræðan hérna hefur tekið óvænta og skrýtna stefnu frá því ég var hér síðast, en út frá henni sýnist mér að ég geti vottað bæði þér og Ágústi samúð með að hugmynd sunnlenskra D manna varð ekki að veruleika með nýtt framboð umrædds manns, þið hefðuð þá heyrist mér bæði tekip ykkur upp og flutt á Selfoss til að geta kosið hann!
ER þetta ekki bara nokkuð góð ályktun að samræðum ykkar, frú Kolbrún?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 15:29
Nei ég held að ég hefði ekki farið að taka upp á því að kjósa Davíð eða fylgja honum. Ég get ekki svarað fyrir Ágúst, held að fari vel um hann í Frans. Ég er einmitt að segja að ábyrgðin væri Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar sem voru við stjórnvölin en ekki þeirra sem unnu í Seðlabankanum. Mitt mat er að DO sé búinn, í nokkur ár, að eltast við að ná tökum á þessum bissnessmönnum og minni á rannsóknir á Baugsmönnum og öll þau málaferli. Það er hinsvegar mjög undarlegt svo ekki sé meira sagt að það skuli vera forgangsatriði að skipta um mann í Seðlabankanum og tekur nú steininn út þegar það er líka pólitíkus en það var DO legið mest á hálsi fyrir að vera. Nú skiptum við um hausa við Norðmenn, sendum einn frá okkur, fáum einn frá þeim. Mér fannst það þó afar sætt af sunnlenskum XD að kveðja karlinn með þessu fína tilboði og stuðningi. Bara mjög manneskjulegt. Vona að við séum sammála um það. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:13
Nei Magnús, ég flyt ekki til Selfoss! Og ég skil ekkert í þessum mönnum að reyna fá karlinn í framboð. Hann er búinn með sinn kvóta! Og maður sem búinn er að klífa Everest fer tæpast að príla upp á Ingólfsjall.
Ágúst Ásgeirsson, 28.2.2009 kl. 17:46
Við ættum kannski að flytja á Akureyri, Gústi Það tekur víst mannsaldur að kynnast þeim þar, nema menn séu sérlega hagmæltir. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 18:05
Það er fallegt á Akureyri og eflaust gott að búa. Var þar einn vetur, eftir veturinn í Lundi. Og upplifði þetta sem þú segir, að ekki er auðveldlega komist inn á þá. Var í bekk með nokkrum hrikalega hressum strákum. Einna fremstur í fylkingu ærslabelgjanna í bekknum var Þorsteinn Már Baldvinsson stórútgerðarstjóri. Fínn drengur það.
Ágúst Ásgeirsson, 28.2.2009 kl. 21:11
Sammála með fegurðina á Akureyri og það fólk sem ég hef kynnst þar í gagnum bankann þegar ég var á Raufarhöfn, sem tilheyrði Akureyrarútibúi, var óskapleg fínt fólk. Ég var nú meira að stríða Magnúsi með þessu með einkennin sem loðir við íbúana. Þau una sér vel þar Ella og Halli alla vega. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 22:33
Er hann Akureyringur, sem sagt. En hann er alveg ágætur.
Ágúst Ásgeirsson, 1.3.2009 kl. 16:26
Já er það ekki. Ég held það einhvernvegin en hann er samt óvenju opinn í samskiptum m.v.þ. Hann er nú líka skáld þannig að það breytir kannski einhverju. Hann virðist samt alveg horfinn úr umræðunni Já hann er alveg ágætur og það er þú líka besta kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:01
Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum með ykkur, hjalið af hamingju og aðdáun í mali um mann vissan, en þegar og ef hann þyrfti e.t.v. á ykkur að halda, vilduð þið ekki einu sinni flytja á Selfoss fyrir hann, svei bara haha, aðdáun í orði en ekki á borði!? Svo ég fór bara í frí!
En þú Kolla kella átt ekkert með að stríða mér um of, gæti sem best baunað til baka um "Kuldakauptúnið" þitt, en er vænn og vel upp alin piltur svo ég sleppi því!
Þetta er annars orðin svoddans þjóðsaga um íbuana hér, erum bara á verði gagnvart slægum og slepjulegum utanbæjarrrössum sem þvælast vilja hingað og halda að þeir séu merkilegir!
SVo Ágúst er álíka unglamb og Kollan fyrst hann var með Máa í skóla, ansi hræddur um að ég kannist við þann kauða! Ágætur um margt, en mjög umræddi maðurinn hér að ofan og hann munu þó lítt hrifnir af hvor öðrum nú í seinni tíð!En nú er Mái einmitt orðin einn eigenda Moggans, hvernig ætli Ágústi lítist á það, gamall starfsmaður þar ef ég man rétt!?
Magnús Geir Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 23:38
á Akureyri fólk er flest,
af fjölbreyttasta tagi.
Þó tíma stundum taki gest,
að teljast þar í lagi!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 23:56
Já sæll Magnús. Svona er þetta stundum, engu að treysta. Það er nokkuð ljóst hverjir eiga Moggann núna. Ráðast með sinni beittustu tönn á aumingja Frjálslynda flokkinn sbr. grein nöfnu minnar frá 1.3 þm. Ég er að senda grein í Mbl. núna sem svargrein við hennar grein og bæði Magnús Þór og Guðjón búnir að svara henni. Ágætt að hefja slaginn á Mogganum. Við erum jú þyrnir í augum kvótagreifanna. Varðandi kuldapleisið sem við Gústi erum frá þá er ég búin að vera í ferðafötunum í heila viku og ekki komist af stað norður fyrir ófærð. Alveg ferlegt en ég fer samt alveg um leið og opnast. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:57
Gott að Magnús Geir er að sættast við okkur aftur. Jú, ég var blaðamaður á Mogganum 1976-2005 og hef loðið mjög við hann frá því ég fluttist hingað út.
Mér er alveg sama hverjir eiga Moggann. Þeirrar skoðunar hef ég alltaf verið enda hafa eigendurnir alltaf látið ritstjórnina í friði; hafa fyrst og fremst einbeitt sér að dálkunum debet og kredit í reikningum og bókhaldi. Þær vogarskálar voru farnar að síga verulega í óheillaátt. Nú ætla nýir eigendur að laga það dæmi og vonandi gengur það vel. Ég held þetta sé hið besta fólk, er að sönnu dugnaðarforkar.
Ágúst Ásgeirsson, 6.3.2009 kl. 21:39
Já það er rétt Gústi að það er ómögulegt að hafa ekki MG með sér. Ég held að við höfum gengið aflveg fram af honum með því að reyna að vera rosa sanngjörn í dómum okkar um DO
Varðandi Moggann þá er ég nú ekki sammála því að nýir eigendur ætli að laga dæmið. Við sem gefum þeim þessa 3 milljarða gerum þetta mögulegt. Spurning hvort þetta er nauðsynlegt. Ekki gæfulegur boðskapurinn sem kom frá nöfnu minni Bergþórsdóttur í sunnudagsmogganum síðast. Greinilega að þóknast kvótaeigendum. Ég sendi inn svargrein í dag og það verður gaman að vita hvort hún fæst birt í mbl. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.3.2009 kl. 22:41
Saklaus Kolla sæt og fín,
segja vil ég þér.
Þú getur ekki gæskan mín,
gengið fram af mér!
Neinei, þið ágætu börn raufarhafnar, ég var alls ekkert ósáttur við ykkur, bara heldur ósammála og vildi ekkert vera að trufla ykkar innilega spjall! Ég er nefnilega eins og kannski komið hefur fram fyrr, sæmilega kurteis piltur... stundum allavega!
En svo lengi varstu já á Mogganum Ágúst, bara rétt skriðin úr skóla hlýtur að vera þegar þú byrjaðir.
En, nú sé ég að örlítill skýjabakki er að myndast yfir ykkur tveimur, gætuð svona til tilbreytingar því tekið smá snerru kannski um nýja eigendur Moggans!?
Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 23:06
Já, Magnús, ertu að æsa okkur til átaka?!? Var að lesa þennan pistil nöfnunnar sem hefur kallað fram grænar bólur hjá ýmsum. Og einnig greinar bæði Guðjóns Arnars og Magnúsar Hafsteins útaf honum.
Í fyrsta lagi, þá er ég á því, allavega þangað til annað kemur í ljós, að nýir eigendur Árvakurs muni reyna gera fyrirtækið arðbært aftur. Þetta eru allt bisnissmenn sem gengið hefur vel og gengur bisness ekki út á að græða? Þeir leggja fram heilmikið fé, auk þess sem ótilreindar skuldir verða afskrifaðar (á ekki eftir að semja um það?) Og ég geti ekki ímyndað mér að þeir gefi sér fyrirfram að þetta sé glatað fé? Henda stórfé í glataðan rekstur?
Í öðru lagi, "kvótaeigendurnir" eru í minnihluta í eigendahópnum nýja, sem notabene, eiga ekki blaðið ennþá.
Í þriðja lagi, mér finnst það langsótt, bæði hjá Kollu og Guðjóni Arnari, að Kolbrún sé að þóknast eigendunum með skrifum sínum. Það er alveg af og frá. Þannig held ég enginn blaðamaður á Morgunblaðinu hafi nokkru sinni hugsað, mér er það til efs. Enda hafa eigendur blaðsins aldrei skipt sér af ritstjórninni eða stefnu ritstjóranna. Og ég geng út frá því að engin breyting verði á því nú, eins og minn gamli og góði menntaskólabróðir Óskar Magnússon hefur sjálfur sagt.
Tek fram að ég þekki Kolbrúnu Bergþórs ekkert persónulega, hún kemur til leiks á Morgunblaðinu eftir mína tíð. Veit ekki betur en hún hafi alltaf verið vinstrimanneskja, miðjusósíaldemókrat líklega. Þarna tjáir hún sig undir nafni, í nokkurs konar kjallaragrein, eins og svo oft áður. Tekur oftast djarft til orða og er gjörn á að stuða þá sem um er fjallað. Gagnrýna má hvernig hún tekur stundum til orða um menn, en hún verður að mega hafa sínar skoðanir, hvort við séum sammála þeim eða ekki.
Kjarninn í gagnrýni hennar og ánægju með slaka útkomu flokksins í könnunum snýst um afstöðu flokksins - eða kannski réttara sagt sumra flokksmanna - gagnvart útlendingum og erlendum innflytjendum. Get ekki séð að hún sé að finna að stefnu flokksins gagnvart kvótamálunum. Það eru innflytjendamálin sem greinilega hafa hrellt hana; fyrir fólk sem er frjálslynt í málefnum útlendinga er víst af mörgu að taka, ekki satt?
Það er rétt hjá þér Magús Geir, ég var nýskriðinn úr skóla, 24 ára gamall, þegar ég byrjaði á Morgunblaðinu. Fínn vinnustaður og mér fannst alltaf gaman að fara í vinnuna, á hverjum einasta degi, jafnt þeim fyrsta sem þeim síðasta.
Haldi menn að þar séu aðeins einhverjar íhaldsmenn, þá er það öðru nær. Í minni tíð starfaði þar fólk af öllu hinu pólitíska sauðarhúsi. Þess sást ekki stað í fréttunum. En oft voru teknar snerrur um pólitík í kaffitímum.
Svo segi ég bara við Kollu; látu minningargreinina um Frjálslynda flokkinn ekki slá þig útaf laginu, heldur verða að áhrínisorðum. Sæktu ótrauð fram á næstu vikum í baráttunni fyrir þingsæti. Gangi þér sem best í þeirri viðleitni.
Ágúst Ásgeirsson, 8.3.2009 kl. 20:53
Takk fyrir þetta báðir tveir. Ég get þá sagt ykkur þær fréttir að þessi frétt hennar hrein á mér sem brýningar og ég hef bæði skrifað stórpólitíska grein í Moggann og boðið mig fram til enn frekari forystu í flokknum. Það verður síðan bara að ráðast hvernig það endar allt saman. þ,e, semsagt varaformannsframboð kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.