Leita í fréttum mbl.is

Óheilindi.

Eftir að hafa horft á fréttaannál fyrir árið 2008 finn ég fyrir verulegri gremju út í ráðamenn þjóðarinnar. Eftir að Davíð Oddson varaði við erfiðleikum bankanna hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar komið fram, hver af öðrum, að því er virðist til að sannfæra almenning um að allt væri í stakasta lagi gegn betri vitund. Það er leiðinlegt að þurfa að segja það en menntamálaráðherrann okkar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir toppaði allt þegar hún, uppfull af ótrúlegum hroka, svarar athugasemdum erlends bankasérfræðings sem hún sagði sjálf að væri virtur bankamaður og vangaveltum hans og fleiri manna um ástand efnahagsmála á Íslandi. Með kokhreysti sinni sló hún á allar efasemdir almúgans og eftir þetta viðtal voru allar raddir erlendis frá bara " annarleg sjónarmið" . Þetta varð til þess að höggið var stórt þegar forsætisráðherrann komur fram í sjónvarpi 6. október og lýsir yfir að Ísland geti orðið gjaldþrota ef allt fari á versta veg. Versta veg eftir að allt var í himnalagi! Biður svo guð að blessa Ísland!? Ekki íslensku þjóðina. Nei Ísland. Ég hef áður fjallað um skömm mína á þætti forsetans í þessari þjónkun við bankamenn og viðskiptafígúrur en hann hefur nú beðið þjóðina afsökunar, viðurkennt þessi mistök sín og vonandi segir hann af sér í kjölfarið. Þorgerður ætti hinsvegar að biðja þjóðina afsökunar og segja af sér áður en hún verður búin að kljúfa flokkinn sinn tvennt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GOLA RE 945

Gleðilegt ár Kolla.

Best vær að Þorgerður kláraði að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, síðan má hún biðja afsökunar á hrokanum, ekki það að afsökunarbeiðni frá henni skipti öllu máli. Betra væri að þau hjón borguðu sínar skuldir sem voru afskrifaðar fyrir hrun bankana.

Davíð segist hafa oft varað við því að bakkaræningjarnir væru að fara með allt til helvítis, en mærði þá svo þess á milli, ekki síst ef hann gat fengið í glas í leiðinni. Hefði hann verið að meina eitthvað með þessum aðvörunum hafði hann tækifæri til að grípa í taumana, sem hann gerði ekki.

Ríkisstjórnin var öll sofandi og kepptist við í allt sumar að segja okkur að botninum væri náð, nú lægi leiðin upp á við. Íslenska bankakerfið væri traust, sennilega það traustast í heimi. Því héldu Geir og Solla fram, alveg fram að beiðni um guðs blessun. Ég held að þeim himnafeðgum væri sama þau þau væru að reyna að gera eitthvað til bjargar meðan þeir blessa.

En enn þá verra er að ræningjarnir halda áfram. Nú var Pálmi Haraldsson að eignast ferðaskrifstofur á útsölu. Bankaræningjarnir koma hver af öðrum í fjölmiðla og bjóðast til að " hjálpa " til við endurreisn gegn sindakvittun. Síðastur kom Bjarni Ármannsson í dæmalaust viðtal í kastljós í gærkvöldi. Bjarni er lyginn, veruleikafirrtur og siðblindur. Reyndar held ég að þessi eiginleiki "prýði" alla bankaræningjana.

GOLA RE 945, 6.1.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Kapteinn á Golu RE 945. Þetta eins og margt annað fer eftir því hvernig menn líta á hlutina. Ég vil helst hafa einn en ekki tvo Sjálfstæðisflokka (helst ekki neinn en það er dónalegt að segja það ). Ég óttast að hún myndi þá leiða flokk sem er með aðild að ESB og ég er á móti því eins og málin standa núna hjá íslenskri þjóð. Ef við færum í ESB þá finnst mér eins og við séum að verðlauna þessa spilafíkla sem hafa verið að gambla með fjármuni okkar Íslendinga því þeir hafa farið mikinn í þeirri sókn allt síðasta ár. Ekki þekki ég Bjarna neitt en hef yfirleitt kennt við hann nýju leiðina í bankaheiminum. Hann var greinilega komin á sömu skoðun og ég , því hann samþykkt allt sem á hann var borið í viðtalinu sem var reyndar bráfyndið ef maður lítur fram hjá alvarleika málsins. Með bestu kveðju Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.1.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég er sammála þér það hafði líka verið sendinefnd í vor frá Bretlandi sem tjáði ráðamönnum að Ísland fengi ekki lán með svo stórt bankakerfi eins og það var orðið og taldi rétt hjá stjórnvöldum að fá ráðleggingu og hjálp hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að minka það svo ekki færi illa hjá okkur en það var bara gert grín að þessum mönnum og þeir sagðir ekki hafa vit á þessu hjá okkur Íslenskaleiðin  var öðruvísi en allar aðrar

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Takk fyrir innlitið. Já enda er nú komið á daginn að við treystum okkur ekki í mál við Bretana. Ég gat ekki annað en brosað áðan þegar menntamálaráðherrann sagði í fréttum að hún  "kallaði eftir ákvörðunum frá Landsbanknaum" Hún sagðist líta málið ( stöðvun á byggingu tónlistarhússins) alvarlegum augum. Mér finnst þjóðin hafa staðið og kallað eftir svari frá ríkisstjórninni, um hvað á að gera og ekkert gerist. Nú á kannski að kjósa um hvort eigi að kjósa um aðild . Æ verst hvað þetta er hlægilegt allt saman bara eins og Spaugstofan sé í gangi. Þeir toppa þetta ekki. Auðvitað verður hlegið að okkur út um allan heim enda drepfyndið ef maður væri ekki að upplifa það á eigin skinni þjóðar sinnar. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband