Leita í fréttum mbl.is

Gamlárskvöldið.

Fríkirkjan í HafnarfirðiGamlárskvöldsmessan hjá mér var, að þessu sinni, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þar starfaði afi minn,Kristinn Jóel Magnússon, í fjölda mörg ár sem meðhjálpari. Ég hef nú trú á því að amma mín, María Albertsdóttir, hafi verið nokkuð áberandi í safnaðarstarfinu. Hún var þannig kona. Hjálpfús, skyldurækin, trúrækin og heilsteypt. Það var sagt að hennar fólk væri trygglynt, traust, duglegt og seinþreytt til vandræða en óhrætt að svara fyrir sig ef á það var ráðist og með sterka réttlætiskennd. Sem ég sat þarna ein á bekknum, í mínu fínasta pússi, var mér hugsað sterklega til hennar. Klukkan sex hófst guðsþjónustan er presturinn tiplaði inn kirkjugólfið á hælaskónum sínum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir bað fólk að taka undir í söngnum og reyndi ég mitt besta þó ég væri nefmælt vegna kvefs. Það var unun að heyra hana tóna. Í predikuninni ræddi hún um Mammon sem var guð peninganna, efnishyggjunnar. Hún taldi þó að Mammon væri ekki af hinu illa heldur hafi, í tilbeiðslunni á hann, gleymst að huga að og þjóna hinum eina sanna guði og hans gildum. Tökumst á við nýja árið með gleði þá verður allt auðveldara. Leggjum okkar af mörkum og þá verður allt léttara. Vinnum saman og hjálpumst að. Þetta var minn skilningur á predikuninni og undir hann vil ég taka.  Mér leið vel þegar ég ók heim á leið í einstaklega góðu veðri sem mér fannst gefa fögur fyrirheit um gott ár. Kæru bloggfélagar ég óska ykkur alls góðs á nýju ári, friðar og kærleika til manna. Að lokum langar mig að birta ljóð eftir Árna Grétar Finnsson sem ég fann á heimasíðu umræddrar kirkju.

Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur, 
en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. 

Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt nýtt ár Kolla, og takk fyrir það gamla.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk sömuleiðis mín kæra og farðu vel með þig á nýja árinu.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolla!Ég held að ég sé búinn að óska þér gleðilegs árs,friðar og velfarnaðar einhverstaðar.En hafi það ekki náð til þín þá tekurðu vonandi þessa gilda þótt seint sé skrifuð.Þetta var umhugsunarverður pistill hjá þér.Kært kvödd sem endranær

Ólafur Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín fallega og fróma Kolbrún!

SEndi þér mínar bestu áramótakveðjur með von um að nýja árið færi þér fátt annað en gæfu og meðbyr í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Þú hlýtur svo að vera kirkjuræknasti bloggvinur minn, ja auðvitað fyrir utan guðsmanninn sjálfan og sveitunga minn, Sr. Svavar Alfreð!

Pax vobiscum!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 05:13

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha Nú veit ég ekki með aðra bloggvini þína en ég er frekar kirkjurækin og hef alla tíð verið. Ég er hinsvegar hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju og margir hafa tekið það fyrir trúleysi. Mér finnst t.d. að núna eigi kirkjan, fyrst hún er þjóðkirkja, að fá aukið vægi í kreppunni og sjá um aðstoð við þá sem þurfa hennar með bæði andlegt og efnislegt  t.d. auka frábært hjálparstarf kirkjunnar en ekki dreifa því á of marga aðila. Þakka þér hlýjar kveðjur og ég mun minnast þín í bænum mínum  minn kæri mentor kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, mikið er það fallegt af þér,að ætla að taka mig inn í bænirnar þínar, þú sýnir mér sannarlega mikin heiður og sóma með því! Veit ekki, en vona að ég eigi það skilið!

En þetta með ríkið og kirkjuna já, það er nú svolítið skrýtið í mínum huga og raunar ruglinglegt, því í raun hefur aðskilnaður átt sér stað hvað varðar að hverjum og einum þegn er frjálst að standa utan trúfélaga, en samt er honum skilt að greiða ákveðið gjald sóknar til kirkjunnar sem ríkið innheimtir fyrir hana. En þá er aftur ekki skilt að greiða þetta gjald til kirkjunnar ef viðkomandi vill ekki tilheyra henni, en þá helst gjaldskildan samt áfram og tilgreina verður einhvern annan er það á að renna til!

Þú átt bara að skutlast já inn á þing skutla og breyta þessu, styð það!

og..

..gakktu á guðs vegum!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já já ég skal skutlast, á guðs vegum, inn á Þing en hvort ég næ að breyta þessu er svo annað mál. Mundi vissulega reyna það. Ég held að framlag fyrir þá sem standa utan trúfélaga gangi til Háskólans. Það er rétt að það er trúfrelsi en við erum samt með ríkiskirkju og því hallar verulega á aðra trúarhópa. Kveð þig minn kæri mentor sem örugglega átt allt gott skilið Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.1.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband