Leita í fréttum mbl.is

Saga jólasveinanna

Nýr jólasveinnNú eru að ryðja sér til rúms alveg glænýir jólasveinar. Auðvitað hlýtur saga jólasveinanna að endurnýjast eins og aðrar sögur og sagnir. Þeir eru misjafnlega þekkilegir rétt eins og hinir gömlu. Lífsviðhorf fólks spilar inn í mat á þeim sveinkunum, geri ég ráð fyrir, eins og pólitísk viðhorf. Ég verð þó að segja að mér finnst sá sem hér er kynntur til sögunnar, Bankaskellir, alveg sérstaklega krúttlegur og held að hann eigi eftir að skyggja á alla hina og að þeir heyri sögunni til eftir nokkur ár. Hann er talinn hættulegur fyrir fjárglæframenn. Þjóð sinni mun hann færa breytt gildismat og fælir fólk frá því að safna í sjóði því þá kemur hann og skellir bankanum með tilheyrandi eftirköstum. Það er enn verra en að lenda í jólakettinum ógurlega. Hvenær ætli útsölurnar byrji?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... næstur brunar bankaskellir
drottinn minn og dýri! ...
kemur síðan kortaklippir
köttur út í mýri...

jóla og nýársóskir...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já einmitt Gísli ... reikna með að vinur minn Magnús Geir geti bætt við þennan brag.. Þetta er annars ótrúlegt ástand finnst þér ekki ? Nú er ég ekki að tala út frá pólitíkinni og ekkert að stríða þér. Vona að þú eigir skemmtileg áramót kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og hann er bara mættur, sem væri hlýðin hundur Kolbrúnar drottningar haha!?

Skemmtileg kímni hjá GB í kviðlingnum, þó hann sé nú með nokkuð svo sérstökum brag já!

En seisei, átt bara að "klípa í kratan" feimnislaust, þeim finnst það líka svo gaman!

En hér kemur lítil samsuða.

Aldeilis þá háðskur hrellir,

hinn nýji sveinki, Bankaskellir.

Og peninganna púka fellir

svo þeim er um og ó!

En komu hans ei Kolla grætur,

kankvís í það skína lætur.

Að henni finnist SVeinki sætur.

-Ekki nema það þó!-

Magnús Geir Guðmundsson, 30.12.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahhahhahahahhahahaahah góður...

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra vinkona!Þið klikkið ekki á því,þú og Meistarinn.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 31.12.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll félagi Ólafur. Meistarinn klikkar ekki . Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir kort sem var að berast. Það verður haft uppi á jólum þar til áheitum er náð. bestu kveðjur og takk fyrir ómetanleg skoðanaskipti og fræðslu á árinu sem er að kveðja og gleðilegt nýtt ár. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.12.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband