6.10.2008 | 19:09
Bjargvætturinn.
Ég var að horfa á Stöð 2 um daginn og var þá ekki viðtal við Bubba Morthens. Ekki að það sé einhver nýlunda að hann sé notaður í ýmsa sjónvarpsþætti en í þetta skiptið var skotið yfir markið að mínu áliti. Nú var ekki verið að auglýsa hann sem listamann heldur leita eftir áliti hans á fjármálaástandinu. Ég fór að efast um að fréttamennirnir væru starfi sínu vaxnir. Ég sem fyrrverandi bankamaður gat nú ekki annað en skellt uppúr annað slagið þegar hann var að kenna ráðgjöfum um ástand sitt. Ég veit alveg hvernig ráðgjafar vinna og þeir leggja áherslu á að allt geti gerst, sérstaklega hvað varðar erlend lán. Hann talaði um hinn almenna borgara sem ætti svo bágt. Skyldi hinn almenni borgari hafa selt sig markaðsöflunum eða fjárfest í áhættuhlutabréfum af taumlausri græðgi. Bubbi sagðist vera um það bil að verða gjaldþrota en hann ætti gítar. Hann gerði samninga um sköpun sína sem listamaður við stórfyrirtæki upp á tugi milljóna og ef ég hef skilið það rétt þá keypti hann svo hlutabréf fyrir sparifé sitt til að reyna að græða meira. Hann er búinn að veðsetja kofann upp í rjáfur og kennir nú krónunni um það. Nú baðar hann sig í athyglinni. Alþjóð veit að margir eru í mestu vandræðum út af gengisþróuninni sem stafar meðal annars af lausafjárkreppu á heimsvísu og hefur það áhrif sem illt er að ráða við. Ekki hafði hann neina lausn fram að færa en krafðist þess að einhverjir aðrir löguðu þetta heimsástand og það strax. Bubba er margt til lista lagt og er mikill stemmingarmaður, men herre gud!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 122264
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Já, Bubbi kennir öðrum um ógöngurnar.
Það sama gera Íslendingar, þetta er allt saman ástandinu í heiminum að kenna.
Það skrítna er, að þegar veislan stóð sem hæst, þá voru Íslendingar svo rosalega klárir. Eintómir fjármálasnillingar, sem ætluðu að kaupa heiminn.
Ætli þeir geti bjargað sér með gítar eins og Bubbi?
kop, 6.10.2008 kl. 21:03
Blessuð og sæl Kolla hin kotroskna!
Það fer nú tvennum sögum af ráðgjöfum nú og það bæði í bönkum sem á æðri stöðum og þeir eru jú misjafnir sem allir aðrir. En æ, bubbi greyið er bara já sem margur fleiri e.t.v. ekki í góðum ma´lum og grætur það. "Vörðurinn" kemst annars vel að orði hér að ofan, menn kenna oftast flestum öðrum um en sjálfum Verst er hins vegar að gjörðir svo fárra skuli hafa þessi áhrif á flesta eða alla, sem sannar auðvitað að frelsið án strangra krafa og leikregla, leiðir fyrr eða síðar bara af sér helsi!
En hvernig hefur þú það annars heillin!?
Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2008 kl. 00:36
Sælir báðir tveir. Gaman að sjá að Vörður hefur skilað sér úr fjallgöngunni. Vörður, það er rétt að það eru margir þannig að kenna öðrum um en ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að bera sjálfir ábyrgð og hafa það í huga þegar verið er að ráðleggja eitt og annað eða selja. Bubbi á gítar og eflaust á fólk eftir að flykkjast um hann því hann er ekki einn um að hafa tekið þátt í eyðslusukkinu. Útvarpsstöðvarnar eiga eftir að bakka hann upp þó fólk vilji kannski ekkert vera að hlusta á hann. Það er mér að meinalausu en mér blöskrar ábyrgðarleysið. Magnús, Þetta er einmitt tónninn sem ég heyri í fólki " Æ Bubbi greyið hann er bara svona" Þessi maður hefur notið frjálshyggjunnar í botn og stigið dansinn auk þess hefur hann hnýtt í aðra eins og alka er oft siður og þar á meðal Frjálslynda flokkinn. Já þetta eru örfáir aðilar sem hafa byggt þessa spilaborg og það ætti að sækja þá til ábyrgðar. En takk fyrir , ég hef það betra en nokkru sinni en Landsbankahjartað mitt hefur laskast og ég er döpur yfir þeim einstaklingum sem hafa tapað hlutabréfum sínum. Af hverju segirðu að ég sé kotroskin? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.10.2008 kl. 08:17
Af því ég er svoddans blaðrari mín kæra. En mér finnst nú ekki mjög alvarlegt þótt Bubbi hafi hnýtt í FF, hann hefur gert slíkt við alla flokka og engin ástæða til að vera of viðkvæm fyrir því!SVo finnst mér það svolítið leiðinlegt hversu margir eru að nota hann sem skotspón fyrir vonbrigði sín og leiðindi, en er þar ekkert endilega að beina orðum til þín.
Magnús Geir Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 00:09
Við deilum auðvitað samúð og vonbrigðum með þetta allt saman sem á gengur, afskaplega sárt fyrir marga, en hamingjan má vita hvort og þá hverjir sæti ábyrð nema þeirri auðvitað í einhverjum tilfellum, að tapa ómældum upphæðum. En hvort þeir sem í upphafi völdu, gáfu boltan upp fyrir hinn tryllta dans kringum gullkálfin, fyrst og síðast B Og D, það á eftir að koma á daginn.(fyrrnefndi flokkurinn þó auðvitað goldið hart fyrir, en af öðrum ástæðum)
Magnús Geir Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 00:15
En gleður mig að þér líði vel!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 00:15
Jæja ertu blaðrari.. ég hélt að þú værir skáld. Ég fer ekki ofan af því að mér finnst Bubbi ekki rétti aðilinn til að berjast fyrir réttindum þeirra sem eru að tapa fé um þessar mundir. Hann hefur nýtt sér þetta ástand eins og fyrr segir, sjálfur sagst vera ríkur og ekki verið góð fyrirmynd. Enginn sem á hlutabréf getur reiknað sér peninginn, sem gengið gefur til kynna, fyrr en búið er að selja bréfin. Ekki finnst mér kappinn merkilegri við að hnýta í fleiri flokka. Annað mál, Það er ekki frelsinu að kenna að það er misnotað. Ég held sjálf að aðalmeinið sé sú óeðlilega eignamyndun sem hefur átt sér stað, þar sem sömu menn eiga í flestum fyrirtækjum og lána hvor öðrum peninga til að höndla með og hækka gengi í viðkomandi fyrirtækjum og bönkum. Nú er brýnast að hætta að nota húsnæðiskostnaðinn í neysluvísitöluútreikningi og reyna að ná verðbólgunni niður og lækka þannig greiðslubyrðina. Gott að ég gleð þig og vona ég að þú sért í góðum málum. Munum bara að margt er verðmætara en gullið, svo ég gerist nú svolítið kokhraust. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.10.2008 kl. 14:19
Ég var farin að halda að Kolbrún væri flutt á einhvern fjallstindinn.Fínt að þú ert komin til byggða.Þú sem fyrrverandi bankastýra,að þá langar mig að spyrja,hálfruglingslegrar spurningar:Fjármálaráðgjafar hjá bönkum hafa þeir ekki bónus og aukabónus,við það að ráðleggja fólki í fjárfestingum.?Við munum hvernig verðbréfaguttarnir fóru hér hamförum,ekki fyrir löngu síðan.Hann spáir miklu hvassviðri á morgun.
NN (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:53
Sæl verið þið. Jú það er rétt að það var held ég bara hjá Landsbankanum sem ekki var tekin kostnaður við stofnun og mismikill eftir hverjir voru að selja. Hippó. Þú segir í þremur setningum það sem ég var að reyna að koma áframfæri. NN. Gott að einhver saknar manns en það er rétt að undir það síðasta var fólk að fá bónus fyrir að selja bæði lífeyrissparnað og tryggingar jafnvel ný viðskipti og krakkaklúbba og vörðufélaga. Þá var orðið svo leiðinlegt í starfinu að sumir fóru að reyna sig annarsstaðar. Nú eru aflagðar fjallgöngur og dansað í staðinn. Þú ert væntanlega með bankaspá og talar um KB eða hvað?. Fréttir af þeim gengu fjöllunum hærra í gær en ég held að þeir hafi þetta af. Vona það allavega svo við förum ekki allan hringinn og endum með einn ríkisbanka. Ekki þekkileg hugsun það. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.10.2008 kl. 06:04
Hehe, er nú meiri blaðrari held ég en skáld Kolla mín, en bara svona smá, eða eins og einhver kviðlingur byrjaði, "Ég er hvorki skáld né skýrlieksmaður.."! (man því miður ekki framhaldið)
Æ, þú meintir þetta já sem vinur þinn Hippo slengir hér fram, en er þetta nú samt ekki heldur gróf samlíking við meintan kynferðisafbrotamann með meiru!?En seisei, skiptir annars litlu hvað mér finnst, en þessi æsingur víða hjá bloggurum út í bubba greyið er allt of mikið af því góða.
En höldum áfram að vona það besta með fjárma´laframvinduna, ekki hægt annað, þó vissulega sé líka ekki hægt nema vera raunsær og búast við harkalegum afleiðingum þegar frá dregur.
(lækkun lífeyrisgreiðsla til dæmis!?)
Magnús Geir Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 17:41
Magnús minn þú tekur þetta algerlega úr samhengi með komment Hippós. Það er verið að tala um hvorn einstakling fyrir sig versus málefnið en ekki að líkja þeim hvorum við annan eða málefnunum saman að neinu leyti. Ég minni líka á að annar er "meintur" brotamaður en hinn hefur lýst því yfir sjálfur hvernig hann hefur lifað. Annars getur Bubbi mín vegna argað einhverja fjölskyldutexta í hjarta borgarinnar yfir önnum köfnum þingmönnum sem varla sofa sólarhringum saman. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:25
Ekkert að þakka Hippó, smá misskilningur hjá lærimeistara mínum. Magnús já við eigum að vera raunsæ og vona það besta en Bubbi lætur eins og enginn sé að gera neitt. Þvílíkur barnaskapur. Ef eitthvað er eru menn búnir að gera of mikið kveðja til ykkar beggja og vona ég að ykkur finnist ég ekki of agressíve en stundum er manni bara ofboðið í allri vitleysunni.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:15
Hef ekki miklu við að bæta, nema að ég tók það sjálfur fram að viðkomandi maður væri MEINTUR afbrotamaður.
Ég misskildi ekkert Kolbrún, spurði einfaldlega kurteislega hvort það væri ekki full gróft já af vini þínum að nefna Bubba og hans málflutning í sömu andrá og viðkomandi. Mér fannst það ekki smekklegt né finnst enn, það er svo einfalt!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 21:50
Jæja Kolbrún. Hvernig er nú ástandið með þínum augum séð?
Halla Rut , 12.10.2008 kl. 23:36
Sæll Magnús. Það kann að vera mismunandi siðferðisvitundin hjá okkur og mér finnst þú kannski of viðkvæmur fyrir þessum orðum Hippós eins og þér fannst ég of viðkvæm fyrir hönd Frjálslynda flokksins gagnvart Bubba. Halla. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg spurninguna. Ertu að meina þessa tónleika Bubba sem áttu að vekja ráðamenn og krefja þá um aðgerðir eða ertu að tala um fjármálaástandið sjálft? Mér finnst þetta fíflagangur í Bubba og tek ofan fyrir Sprengjuhöllinni sem hætti við eftir að ljóst var að verið var að vinna dag og nótt að lausnum. Bubbi sagði þegar hann hélt tónleika til að mótmæla rasisma á Íslandi og menn töluðu um að formaður ungra í FF hefði haldið þar ræðu " Tekur einhver mark á Frjálslynda flokknum" Ég spyr nú bara. Taka Frjálslyndir mark á Bubba? kveðja til ykkar beggja í þessu alvarlega ástandi sem ég lít mjög alvarlegum augum. Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2008 kl. 15:22
Ég tek ekki mark ráðgjöfum bankanna.Ég hef ekki unnið í banka,en ég hef skipt við nokkra banka og talað við marga ráðgjafa í bönkunum á undanförnum árum og það er ekki að marka orð sem þeir hafa flestir verið að segja,annaðhvort af vanþekkingu eða af ásettu ráði.Ég tók ekki mark á þeim, og tek ekki.Það er ekki rétt, nema að hluta að krónan hafi fallið vegna lausafjárkreppu.Hún fellur fyrst og fremst vegna skulda erlendis, það er mikill viskiptajöfnuður í mínus.
Sigurgeir Jónsson, 13.10.2008 kl. 21:45
Sælar fjallakelling,ég var að horfa á skemmtilega frétt í kvöld,en þar var sagt frá því að Sparisjóður Þingeyinga,væri í mikilli sókn.Það streymdu til þeirra peningar og nýir viðskiptavinir,vel athugandi þessi Sparisjóður,og ef ég treysti einhverjum þá er það Þingeyingar,norður sem suður.Kolbrún það spáir smá vindi þó smá hvassviðri aftur um næstu helgi,!!jafnvel fyrr.!! Í dag hefði vinur minn orðið 100,ára vinur okkar allra,,,Steinn Steinarr.Ljóðið hans :Ný Bráðabirgðalög:passar alveg við þá atburði sem eru að gerast hjá oss í dag.Hafðu það fínt fjallamær.
NN (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:33
Sæll. Sigurgeir. Þú ert maður að mínu skapi. Svona eiga sýslumenn að vera. Vita sjálfir hvað þeir vilja og láta ekki stjórna í sér. Auðvitað eru bankamenn misjafnir og það sem er nú verra að oft hafa þeir, undanfarin ár, verið útkeyrðir vegna vinnuálags og etv ekki alltaf 100% fókus á kúnnann,kannski haldið að hann vissi meira en minna og þyrfti ekki að benda á áhættuna, ég skal ekki segja um það. Slíkt er ekki gott og kallar á mistök eins og t.d. að útskýra fyrir fólki áhættu og ýmsar hliðarverkanir á ákvörðunum. Það eru margir bankamenn í sárum þessa dagana og fjölmargir þeirra tapa á hlutabréfum sínum í bankanum sem þeir höfðu ofurtrú á. Þeir eiga vissulega alla mína samúð. Margir samverkandi þættir unnu á móti elskulegri krónunni okkar og margir græddu á því að taka skortstöðu á hana. Þú ert örugglega í góðum málum þar sem þú ert svona vel að þér og gætinn í fjármálum. Ég óska þér alls hins besta og þakka þér innlitið. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 07:13
Sæll NN. Já þetta er nú meiri gásagusturinn alla daga ( Raufarhafnarmáltæki) Þingeyingar eru fínir og sérstaklega skemmtilegt fólk. Ekki veit ég hvort Mummi Lár (Guðmundur Lárusson sparisjóðsstjóri S-Þing) er betri stjórnandi en aðrir en hann er góður í golfi það veit ég. Hann segist ekki vera að gambla með fé. Það er gott en hvernig er þá ávöxtunin og mér kom í hug hvort einhverjir væru enn fyrir norðan til að taka lán, því þessa peninga verður að nota og koma þeim í atvinnulífið til að ná fyrir vöxtunum ekki satt. Eins gott að það séu þá réttar ákvarðanir teknar í því. Ég þekki ekki ljóð Steins og þekki ekki þessi bráðabirgðalög en hér er ein af mínum uppáhalds vísum frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi.
Sé ég vegg og vörðu,
rísa upp í móti.
Styrk þarf til að standa,
stikla á eggjagrjóti.
Upp í bláu bergi,
blikar óskalindin.
Blessun bíður þeirra,
sem brjótast upp á tindinn.
Svo vona ég að þú standir af þér storminn og þakka tipsið. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 07:31
Ég vil taka undir þetta með þér Kolbrún varðandi ábyrgðina sem menn vilja skella á ráðgjafana. Ráðgjafi gefur manni ráð og síðan velur maður sjálfur hvort maður fer að þessum ráðum. Ég tek ákvörðun og ábyrgðin er mín svo einfalt er það. Það sem gerðist hjá Bubba og flestum öðrum var einfaldlega það að græðgin náði tökum á fólki. Af hverju í ósköpunum var fólk að fjárfesta í hlutabréfum og sjóðum þegar hægt var að fá svimandi háa vexti (miðað við önnur lönd) á venjulegum innlánsreikningum ?........jú til að græða aðeins meira = græðgi.
Varðandi erlendu lánin þá þekki ég það af eigin raun að allir sem tóku erlent lán áttu að vita að þau gætu sveiflast mikið milli mánaða (ok kannski ekki alveg svona mikið eins og akkúrat í dag) og það er óþarfi að panika núna. Það er enginn sem getur fullyrt núna að ástandið lagist ekki og erlendu lánin verði kannski bara hagstæð þegar upp er staðið.
Jón (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:07
Takk fyrir stuðninginn Jón. Vel orðað og hljómar svo einfalt og auðskilið hjá þér. Þegar ég vann í banka í "den" sögðum við að " ef þú getur ekki kennt konunni þinni um eða ríkisstjórninni, geturðu alltaf skellt skuldinni á bankann" Þá vorum við að vísa í að bankamenn gátu aldrei svarað fyrir sig út af bankaleyndinni. Ég er allavega fegin að vera ekki bankamaður í dag. kveðja til þín og takk fyrir innlitið Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.