12.8.2008 | 22:45
Meðalfell
Ég gekk á Meðalfell í Kjós síðasta fimmtudag með gönguhópnum mínum. Þetta fjall lætur ekki mikið yfir sér og nafnið bendir ekki til að það sé erfitt. Ég viðurkenni að það var mun erfiðara en ég átti von á en það er ca.350 m hátt en ekki eins hátt og Keilir sem ég gekk á viku áður. Það var smávegis úði þegar við lögðum upp í ferðina en menn létu það ekki trufla sig og það var greinilega rétt ákvörðun því það var bara fínt veður þegar á leið. Ég var alveg að springa úr hita og mæði en hinir, sem eru vanir, blésu ekki úr nös. Samt er ég í ræktinni þrisvar í viku og hélt að ég hefði gott þrek. Ég var sú eina sem fækkaði fötum á leiðinni upp og fékk tiltal frá fararstjóranum " Ekki úr meiru Kolbrún" En þetta var bæði fróðlegt, fallegt, skemmtilegt og svo var hlíðin svört af berjum....... Aldeilis frábært.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl Kolla.
Ég verð nú að játa að einu fjöllin sem ég geng eru hin " pólítisku fjöll " he he...
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 01:06
Mælifellið meyjan kleif,
í meiriháttar svitakófi.
Flíkur af sér flestar reif,
svo fram úr þótti öllu hófi!
Annars finnst mér nú konur eiga og mega vera sem mest óklæddar ef þær vilja, í og við sundlaugar, jafnt sem á fjöllum uppi!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 02:33
Þá ertu komin í æfingu til að fást við Súlur....
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:33
Hahaha, Gísli sveitungi vor góður!
En fyrrmánúaldeilis..!?
Gerði Meðalfellið í einhverju rugli að Mælifelli, afsakaðu þann "næturglæp" sem þó bragfræðilega kemur ekki að sök.
Meðalfellið meyjan kleif,
í meiriháttar svitakófi.
Flestar af sér flíkur reif,
svo fram úr þótti öllu hófi.
Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 13:32
Sæl mín kæra vinkona.Flott hjá þér.Þú verður betur búin undir hærri pólítíkurfjöll þegar þar að kemur með þessum æfingum..Þú veist hvað ég meina.Flott vísa hjá Magnúsi Geir.Ekki læturðu hann kveða þig í kútinn"eller hur"Ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 13.8.2008 kl. 20:28
GMaría. Þú ert alveg einstök kona og dugleg í þínu pólitíska klifri það er alveg víst. Ég get nú lært margt af þér en hin gangan er bara miklu heilbrigðari.
Magnús Geir. Hér kemur vísa sem á ágætlega við mig en hún er ort um móðir Ljósavatnssystra sem fjallað er um í bókinni Skáldkonur fyrri alda.
Um bæinn trassast út og inn
öskveðurs með byljum.
Í bragði skassa, blökk á kinn
bölvuð hlassadrottningin.
en takk fyrir sniðuga vísu og ég er sammála því að auðvitað má maður alveg vera léttklæddur eða jafnvel nakinn úti í náttúrunni. Meiri stjórnsemin
Gísli. Ég segi það enn og aftur. Þú hefur alltof mikla trú á mér. Líkur á því að ég fari að klífa Súlur í Eyjafirði eru álíka miklar og að Samfylkingin felli niður stimpilgjöldin. Þegar ég var að fljúga á rellunni minni fyrir norðan þá sá ég Súlurnar vel þannig að það verður bið á því að ég leggi í þær.
Ólafur. Eller hur !!! Þú ert nú farinn að þekkja mig allvel og búinn að sjá að ég stenst ekki áskoranir. Ég kem með vísu á kappann síðar. Bless í bili mín kæru.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:37
Sæl aftur . Þessi varð til eftir miðnætti þannig að hún birtis bara núna í morgunsárið.
Núna tuskur fjúka frá
feikna sveittum kroppi,
hann þið munuð seint þó sjá
á Súlna hæsta toppi.
kveðja Kolla , farin í landmót eldir kylfina .....
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 07:30
Ég á eftir að ganga þetta fjall Kolla. Verð að drífa mig á toppinn.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.8.2008 kl. 13:12
Heil og sæl mín kæra.Flott hjá þér.Maður verður stundum að láta vita af því að maður dvaldist"erlendist"um tíma"eller hur"Annars er ég viss um að þitt"pólitíska klifur"verður okkur niðri á sléttuni til mikils batnaðar.Mér líst vel á að þú stundir það með vissum verstfiskum fjallagarpi og að Guðrún Þóra taki þátt í því með ykkur.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 14.8.2008 kl. 19:29
Komið þið sæl. Takk fyrir innlitið. Þóra þú ert auðvitað velkomin í gönguhópinn minn sem fer yfirleitt á fimmtudögum kl 18,30 og er með dagskrá eitthvað fram í tímann. Ég fór ekki í dag enda á fundi hjá FF -Borgarmálafélag Reykjavíkur. Ég saknaði þín þar en það var nú ólíkt skemmtilegra en síðast. JM var kjörinn formaður,einróma, enda einn í framboði. Síðan var kosið um 11 frambjóðendur í stjórn en 16 voru í framboði. Ólafur já ég skil, um að gera að sletta aðeins en eins og þú veist þá er ég að læra sænskuna og hafði því sérstaklega gaman að þessu hjá þér. Puss ock kram Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:28
Dugleg ertu Kolla . kv .
Georg Eiður Arnarson, 14.8.2008 kl. 23:02
Mæti í gönguhópinn hjá þér ef ég má,en bara þegar svaka gott veður er og sól. Helst steikjandi hiti.Hvað var fararstjórinn ,að stoppa þig af.
NN (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 23:16
Hæ NN . Ég segi það nú líka.. held að þetta hafi verið gálgahúmor í honum með skírskotun í Esjuslysið. Ég tók því þannig að hann óttaðist um mig en ekki að hann óttaðist mig hahahah. En þú ert velkomin/velkominn og hjá þessum hópi er alltaf sól í sinni og þar sem ég er mjög heitfeng þá er aldrei að vita hvað ég geri..
Takk fyrir Georg. Ert þú ekki að príla líka annað slagið. Mér sýndist það um daginn. kveðja til Eyjapeyja og pæja. Ein alltaf á leiðinni ...
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:04
Mikið ertu dugleg. Er einmitt í hreyfiátaki og fer í göngutúra um hverfið mitt (Selás) nærri hvert kvöld og þykir mér nóg um. Ég á nú langt í land með að fara að klífa fjöll.
Halla Rut , 15.8.2008 kl. 00:28
Nú ætlar hann NN að skutlast í Ellingsen og ná sér í þessa fínu gönguskó,ha heitfeng segir þú.Gefið fararstjóranum þá frí í næsta göngutúr.
NN (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:40
Kolbrún þetta fer að vera spennandi hópur, bætast við nafnlausir strákar. Ertu búin að segja NN hvar á að mæta ?
Njóttu helgarinnar.
Guðrún
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 10:10
Sæl Þóra.. Ertu viss um að NN sé karlkyns nei ég er ekki búin að því en ef hann/hún vill í alvöru vera með þá sendir hann / hún mér email og ég græja það fyrir hann/ hana. Alveg augljóst að því fleiri sem fara þeim mun skemmtilegar. Já ég mun njóta helgarinnar og reyndar nýt ég hvers dag... Halla Rut Það var nú notað annað orð yfir þá sem alltaf eru að gera eitthvað skemmtilegt í mínu ungdæmi heyrumst
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:45
Já þú meinar, skiftir ekki máli hvort er. Í huga mínum var þetta karlmaður en það segir meira um minn hug en kynið á viðkomandi.
kveðja
Guðrún
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 11:04
Skórnir komnir no_44,hvar á kallinn að mæta.?
NN (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:24
Sæl aftur... miðað við síðustu upplýsingar er líklegra að þetta sé karlmaður... Hún klikkar ekki eðlisávísunin hahaha kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:25
Sæl Kolla
Þetta fer að verða spenandi með þennan gönguhóp.
Þú verður að opna fyrir fleiri. Þetta hlítur að vera það gaman.
Þóra með nærígjafræðin þú með skemmtiatriðin og fullt að skemmtilegu fólki. Þá getur þetta ekki klikkða.
þú er búinn að vekja áhuga minn þetta getir ekki verið annað en skemmtileg og holt.
Ef Þóra (Gunna) fer að spyrja hver þessi Hannes sé þá getur þú sagt henni að hann hafi verið með henni í bekk í Meló.
Kveðja Hannes
Hannes Sigurjónsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 19:55
Hannes ég man að sjáfsögðu eftir þér, það var bara einn Hannes í mínum bekk og hann bjó á Fornhaganum og svo á Tómó.
Það ert örugglega þú.
Kolbrún, þér hefur tekist að stofna góðan og skemmitlegan gönguhóp af báðum kynum. Nú er það bara stað og stund og sjá hvað við verðum mörg. Kveðja.
Guðrún
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.8.2008 kl. 10:17
Sæl mín kæra vinkona.Nú er farið að hitna í kolunum.Síðan þin er ekki aðeins skemmtileg lausavísnavettvangur heldur líka einskonar "gönguferðamótsíða"með endurfundaívafi.Þetta líst mér vel á.Það kemur til með að verða skemmtilegt í gönguferðunum ykkar.
Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 17.8.2008 kl. 14:56
Sæl öll. Já það var og.... hvað segir maður við svona undirtektum. Ég verð líklega að taka mig saman í andlitinu og koma þessu á fullt skrið. Á fimmtudaginn 21. á að fara á Meitilinn/Raufarhólshellir og mæting kl. 18,30. Mér finnst nú vera kominn tími á vísu frá Magnúsi Geir. Allir velkomnir en ég get ekki lofað heilsufyrirlestri frá Guðrúnu Þóru hún verður að bjóða upp á það sjálf en ég lofa að vera skemmtileg Takk fyrir kommentið Ólafur það er elskulegt eins og við var að búast af þér kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2008 kl. 22:11
Ólafur,Það þarf þá að fara í gönguferðirnar,nema þá að hægt sé að ganga hér á síðunni hjá Kolbrúnu.?Tæknin er orðin svo geggjuð.
NN (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:17
Kolbrún,aha það er spáð steikjandi hita á fimmtudag.Verður fararstjórinn með?
NN (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:20
NN Ég veit ekki annað en að fararstjórinn verði með. Það eru margir þarna sem eru vanir og leysa hann þá bara af. Ég ætla allavega að fara. Ég er enn að reyna að átta mig á hvaða klæðnaður hentar mér best. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:11
Sæl Kolla
Berð þú ekki af i öllum klæðnaði eða engum????
Það verða sennilega ber að tína á leiðinni handa NN.
Hannes (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:22
Sæl kæra vinkona.Nú er kominn tími á geimið þú veist.Þetta með 7tuga kallinn.Það verður í"Ljónagryfjunni"í Njarðvík(er ekki íþróttahúsið þar kallað þessu nafni)"Hæfir skel kjafti"mundi þá kannske einhver segja.Dagsetning,tímasetning og staðsetning"30 ágúst kl 1400 sem sagt í íþróttahúsinu í Njarðvík"Að öðru.Ætli Magnús blogvinur okkar sé í sumarfríi.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 22:16
Magnús Geir átti það að vera
Ólafur Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 22:38
Heyrðu Ólafur þú hefur fengið hugskeyti frá mér. Ég var að hugsa um hvor helgin þetta væri. Ljónagryfja örugglega við hæfi. Ég hef sambandi. Magnús Geir er held ég alveg að tína sér í íþróttalýsingum enda nóg að gera á þeim vettvangi og lætur okkur gamla fólkið á "hold" á meðan. Ég var að fá boð í golf frá stjórn GSÍ á fimmtudaginn þannig að ég sleppi fjallinu enda er það ekki að fara neitt. Bestu kveðjur til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:08
Voruð þið að kalla á mig elskurnar!?
Neinei, hvorki týndur né tröllum gefin,ekki meir en venjulega hygg ég!
VEit svo ekki hvað þetta gamlingjatal á að þýða í samhengi við mig, er allavega ekki svona uppfullur af eilífu æskufjöri og þú!
Hva, er svo bara verið að heimta af manni vísur hér og vísur þar!?
Nú, þá fáið þið eina bara og í tilefni dagsins!
(en reyndar ekkert svo merkilega!)
Ólafur já ætlar sér,
áfram sviðsljósið að fanga.
Þær fregnir núna flytur hér,
að frjálslynd sé hann Afturganga!
Þetta kom mér já svona í hug í dag er ég heyrði í kallinum.
Og er þá nokkuð annað eftir en að óska FF til hamingju með að "Týndi sonurinn sé aftur komin heim"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2008 kl. 21:48
Elskar golfið undurheitt,
eðalsnótin Kolla blíða.
og fyrst er ekk' að fara neitt,
fjallið, -má það alveg bíða-!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2008 kl. 00:33
hahahah góður ( bakfall, bakfall ) hahaha... ég þarf nú að svara þessu með afturgönguna. En takk fyrir hlýjar hamingjuóskir. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.