11.11.2007 | 13:42
Hvar ætlar þú að vera ?
Nú fer að halla að jólum og um að gera að fara að huga að þeim í tíma.
Ekkert er eins dýrt og að geyma það um of. Maður kaupir oft meira og dýrari hluti ef tíminn er að verður of naumur. Það er allavega mín reynsla. Mér finnst voða gott að byrja bara smátt og smátt á undirbúningnum, bæta við daglega einhverju jóla og njóta þess að vera í þessari jólastemmingu.
Eins og allir vita þá byrja jólin í IKEA og þessvegna fór ég þangað með elskulegri dóttir minni og hjartaprinsinum mínum. Síðan bættist hin dóttirin við með eldri son sinn sem bæði eru alger yndi, alltaf, á öllum sviðum. Að endingu bættist svo annar tengdasonurinn í hópinn, óvenju elskulegur. J
Það var mjög gaman að leyfa litla kútnum að labba með stuðning af vísifingrum ömmu sinnar um stóra sali verslunarinnar í Hafnarfirði. Hann var alveg heillaður af öllu sem fyrir augu bar. Ekki spurning ... (þó hann segði það ekki beint) sjá mynd.
Ég keypti mér eina hvíta seríu sem ég hengdi strax í gluggann í eldhúsinu þegar ég kom heim þannig að nú er komin jólabirta þar um kvöld og nætur.Eitt er þó fyrirkvíðanlegt um hver jól en það er spurningin hvar ætlar þú að vera á jólunum? Þessi spurning er að gera mig brjálaða ár eftir ár. Það er eins og þessar sex klukkustundir á aðfangadagskvöld séu jólin. Eins og það skipti mestu máli með hverjum þú ert það kvöld. Það er eins og það séu drottinssvik eða glæpur að vera einn með sjálfum sér á þessu blessaða aðfangadagskvöldi.. Margir fara í kirkju þetta kvöld, ég þar á meðal, en ég hef það á tilfinningunni að það sé hjá mörgum til að húsmóðirin fái frið til að búa út hátíðarkvöldverðinn.Hvað mig varðar þá er þetta bara vani því ekki eru prestarnir að heilla mig eða söngurinn (alltaf sama predikun,sömu sálmar,sömu messusvör.) Ég vil hafa þetta allt öðruvísi. Ég vil að fjölskyldan sé meira saman að dunda sér á jólaföstunni og pæli í fallegum hlutum, rómantískri birtu, fallegri tónlist og ljósadýrð sem færir manni frið í hjartað og gleði í sinnið. Ekkert færir manni meiri gleði en koss eða faðmlag frá þeim sem maður elskar og því er upplagt að leggja meira í þá hluti þennan dimmast og kaldasta mánuð ársins. Síðan er það bara hvers og eins hvar hann er og með hverjum á fæðingarstund frelsarans....eða þannig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sammála þér, kveðja frá eyjum.
Georg Eiður Arnarson, 11.11.2007 kl. 14:07
Já þessi spurning er alveg ágæt Kolla og góður pistill og hugleiðing í þessu sambandi. Er ekki enn búin að fara í Ikea síðan jólin komu þar, en ég fer alltaf í Samkaupsbúðina mína í Hafnarfirðinum og þar voru ódýrar seríur komnar og ég keypti tvær á þúsund kall og skellti ofan í blómavasa og setti í sitt hvorn glugga. Það er alveg bráðnauðsynlegt að lýsa upp þetta mikla myrkur sem við búum við í rigningartíð á þessum árstíma.
Spurningin um hvar hver á að vera um jólin er hins vegar stundum erfitt viðfangsefni innan fjölskyldna, en ég er alveg sammála því að meiri samvera fjölskyldumeðlima á aðventunni er og ætti að vera undanfari jólanna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.11.2007 kl. 23:35
Sæl Kolbrún!Góður pistill hjá þér eins og venjulega.Það virðist hafa farið fram hjá mér við lestur pistilsins um íslenskuna hér að framan að þú værir jafnvel að hugsa þér að flytjast til Svíþjóðar.Ég segi bara í guðana bænum sláðu það út úr höfðinu á þér.Ekki af því að það sé slæmt að búa þar.Bjó þar sjálfur í 13 ár.En málið er einfaldlega það að við megum ekki missa þig þangað.Svo einfalt er það nú.Ég er viss um að"þinn tími mun koma"eins og einn ónefndur ráðherra okkar komst einu sinni að orði.Þetta með að vera einn með sjálfum sér á jólunum þekki ég vel.Því að 12 af þeim 13 jólum sem ég bjó erlendis var ég út á sjó.Ég hreinlega bað útgerðina um það.Þegar maður er einn eins og í mínu tilfelli þá hrúast að manni tilboð frá vinum um að vera um jólin.Ég þáði eitt sinn boð frá góðu vinafólki mínu um jóladvöl.Ég var borinn á höndum og mér tekið sem einum af fjölskyldunni.En mér leið ílla innan um þetta góða fólk.Mér finnst jólin vera hátíð fjölskyldunnar og mér fannst eins og ég væri að troða mér inn á fólkið.Ég veit að þetta er kannske hálfgert vanþakklæti.En ég gat ekkert að því gert þó vissulega hefði allir lagt sig í lima við að láta mér líða vel.Ég fann svo upp á einhverju sem ég man ekki lengur hvað var til að komast heim til mín á 2 dag jóla.En fólkið átti heima langt frá þeim stað sem ég bjó.Það er kannske annað að vera boðin í mat svona eitt og eitt skifti yfir jólin.Eftir það bað ég útgerðina um að vera á sjó um jólin.Af því að ég vissi að margir myndu bjóða mér"jólavist"og myndi kannske taka því ílla ef ég afþakkaði.Ef þú er einhleyp þá kannast þú við"vorkunina"sem við "einhleypingarnir"fáum við hin ýmsu tækifæri.Ég átti á segulbandsspólu jólamessu,sem hinn,fyrir minn smekk ágæti biskup séra Sigurbjörn Einarsson hélt í Dómkirkjunni.Þessa spólu spilaði ég alltaf á aðfangadagskvöld og naut þess að eiga stund með sjálfum mér.Ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 01:45
Þakka ykkur fyrir þessar ágætu undirtektir. Ég skal þá hætta við að flytja fyrir þig Ólafur minn:) :) Gott að finna að einhver hefur trú á manni. Málið er að mig langar svo að læra sænsku og þarf á því að halda útaf vinnunni minni. Ég fór í tvær vikur í Intensive curs í sænsku í sumar og bjó ein í Stockholm. Það var bara æðislegt og síðan er ég heilluð af landi og þjóð og ekki síst tungumálinu. Ég tók svo tíma hjá Mími núna í haust og er svo að spá hvernig ég held mér við efnið í vetur... Bið að heilsa ykkur í bili. Kom frá Oslo í dag og fer kl 5 í nótt til Barcelona og kem á sunnudag. Hafið það gott á meðan kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:06
Hello Kolbrun,
I do not understand what you have written there, because I do not speak Islenska (yet!!), but I like the picture of your grandson!
Wolfgang (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.