Leita í fréttum mbl.is

Rigningasumar.

Golfmynd frá Laugavatni ....Nú virðist þetta sumar ætla að verða hið mesta rigningarsumar.
Það kann að vera að veðurfræðingar séu ekki sammála mér um það enda bara upplifun mín en engin vísindi á bak við það.
Þetta veður hefur haft heldur letjandi áhrif á golfiðkun mína. Þó hef ég farið nokkrum sinnum en þá í morgunsárið því auðvita er allt upptekið eftir vinnutíma, um leið og þeir spá smá uppstyttu. 
Nú er fátt til ráða annað en að orna sér við upprifjun gamalla góðviðrisdaga og golfleiks síðustu ára.
Þær eru óteljandi ánægjustundirnar sem ég hef átt á golfvöllum hér heima og erlendis.
Meira að segja í miðju stússi í pólitíkinni 2007-2009 gafst stund milli stríða til að taka golfhringi með góðum félögum. Þetta rifjast upp þegar maður skoðar gamlar myndir.
Hér er mynd sem tekin var á Laugarvatni 2009 þar sem ég spilaði með Magnúsi Reyni framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og Guðmundi góða sem var í miðstjórn flokksins. Svo var einn sem ég man ekkert hvað heitir enda þekkti ég hann ekki neitt.
Núna fer ég í Hraunkot og Bása til að æfa mig, svo ég detti ekki úr þjálfun. 
Svo er maður farinn að skoða möguleika á sumri eða sumarauka erlendis Wink  ... hmm aldrei að vita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það hefur rignt svo mikið að Jón Gnarr, hefur ekki komist út til að slá...

Jóhann Elíasson, 9.7.2013 kl. 08:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha, Bása ekki i Þórsmörk eða hvað?

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2013 kl. 20:26

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Haha það er rétt Gnarrinn ekki að standa sig í slættinum. :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2013 kl. 12:36

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Helga mín það er æfingasvæði í Grafarholtinu sem heitir Básar og svo annað sem er í Hafnarfirði við Keilisvöllinn sem heitir Hraunkot. Ég hef ekki heimsótt Þórsmörkina í ár :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2013 kl. 12:38

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gerum það besta úr þessu. Ég ætla að skella mér í gúmmígallann og út að hjóla. Lýktin af gróðrinum er alltaf bestur í rigningu.

Úrsúla Jünemann, 14.7.2013 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband