22.5.2013 | 11:49
Særún Stefánsdóttir- minning
Særún Stefánsdóttir frá Raufarhöfn er látin. Útför hennar var gerð frá Bústaðakirkju 16. maí kl 13:00. Særún fæddist á Raufarhöfn 26.6. 1952 og ólst þar upp , en lést þann 26.4. s.l. á Landspítalanum.
Hún lætur eftir sig einn son, Stefán Jan Sverrisson, viðskiptastjóra hjá Símanum. Unnusta hans er Halla María Þorsteinsdóttir. Foreldrar hennar voru Kristjana Ósk Kristinsdóttir fiskverkakona og húsmóðir frá Hafnarfirði f. 03.06.1921 og Stefán Magnússon frá Skinnalóni á Melrakkasléttu f. 17.11.1924. Þau eru bæði látin. Systkini hennar eru: Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, dætur Birgitta og Brimrún Björgólfsdætur. Guðrún Stefánsdóttir starfsmaður hjá Tekjuvernd, börn Eva og Daníel Benediktsbörn, sambýlismaður er Guðni Walderhaug byggingaverkfræðingur. Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Marita-fræðslunnar á Íslandi og ráðgjafi. Kona hans er Kristín Rúnarsdóttir lífstílsráðgjafi og grunnskólakennari. Dætur Magnúsar og Erlu S. Ragnarsdóttur eru Milla Ósk og Vala Rún.
Það er ómögulegt að minnast Særúnar án þess að hugsa til æsku- og uppvaxtarára okkar á Raufarhöfn. Hún ólst upp í ærslum og gleði eins og við langflest á Raufarhöfn. Heilu kvöldin voru krakkar í slagbolta og í ýmsum útileikjum. Einnig voru baráttuleikir milli hverfa stundaðir og farið í kríueggjaleit og til berja.
Við vorum fjögur systkinin. Særún var fjörugur krakki og fór töluvert fyrir henni er hún komst á legg. Hún var athafnasöm og voguð. Hún var oft prílandi upp á húsþök í hverfinu og á hættuslóðum í kringum verksmiðjuhúsin og í mjölhúsinu.
Hún var prílandi í Höfðanum og hjólandi um allar bryggjur. Frjáls og hláturmild.
Þá hirti hún lítt um hróp mömmu, boð eða bönn.
Á okkar æskuheimili var mikið um söng og hún mjög söngelsk. Hún var lengi í hljómsveit með pabba og seinna með yngri systkinum sínum og frændum. Sú hljómsveitin hét Jenný og var nokkuð vinsæl með þær tvær systur sem söngkonur og starfaði í nokkur ár.
Seinna fluttu þau svo suður til Reykjavíkur, systkini mín og systursonur og var það mikil eftirsjá fyrir mig sem sat eftir vængbrotin að segja má. Seinna lærðu þær báðar, Guðrún og Særún, söng hjá Margréti Bóasdóttur og voru um hríð í Langholtskórnum. Á þeim árum vann hún hjá Verkfræðistofu Sigríðar Zoega og undi vel hag sínum. Seinna vann hún hjá Alþýðublaðinu sem setjari í mörg ár. Hún keypti sér íbúð og bjó sér og syni sínum þar heimili. Hjá henni var alltaf auðsótt gisting og hún var afar umhyggjusöm gagnvart sínum ættingjum.
Síðan liðu árin og Stefán Jan flutti nánast til Raufarhafnar til ömmu sinnar og afa í Brún 14 ára gamall. Særún var áfram fyrir sunnan og fór þá að bera á heilsubresti hjá henni. Hún bar sig ávallt vel en var þó alltaf meira og minna undir læknishendi og barðist við ýmsa sjúkdóma. Þar kom að hún gat ekki stundað vinnu lengur.
Hún flutti þá heim til Raufarhafnar. Þá tókust kynni með henni og Róberti Þorlákssyni og bjuggu þau saman í tíu ár. Á þeim árum náðu þær vel saman hún og Angela Ragnarsdóttir sem nú er látin og sungu þær mikið saman. Það gaf Særúnu mikið og var það því mikið áfall er Angela lést og þá lá leiðin aftur suður á bóginn.
Særún var mjög elsk að móður okkar, sérstaklega ljúf, blíð og umhyggjusöm og stóð við hlið hennar í blíðu og stríðu. Þegar hún veiktist flutti Særún aftur heim og sá um heimili fyrir pabba eftir að mamma varð að fara á hjúkrunarheimilið á Þórshöfn og heimsótti Særún hana eins oft og hún gat. Hún tók svo við heimili þeirra eftir þeirra dag.
Hún kom að stofnun Raufarhafnarfélagsins enda alltaf með hugann við þann stað.
Þar sem liggja þínar rætur,
þinn er himinn, land og dröfn.
Alla daga og allar nætur
er yndislegt á Raufarhöfn.
þessi vísa úr ljóði Aðalsteins Gíslasonar lýsa hennar viðhorfi til staðarins vel.
Hún er nú farinn í enn eitt ferðalagið og nú á vit alheimsvitundar og almættisins.
Hún er nú umvafin englum.
Sorgar og saknaðarkveðja frá stóru systir
Kolbrún Stefánsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2013 kl. 20:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Falleg kveðja til Særúnar
Knús á þig
Kristinn Sveinsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 18:09
Takk fyrir það ...knús til baka....
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.5.2013 kl. 18:51
Votta þér samúð Kolla vegna fráfalls Særúnar, jafnöldru minnar og fermingarsystur. Það er rétt sem þú segir, hún var alltaf fjörug og frökk, glettin og háðsk. Húmorinn oft beittur og hvell hláturinn lífgaði umhverfið. Minnisstæður persónuleiki.
Ágúst Ásgeirsson, 24.5.2013 kl. 21:08
Þakka þér fyrir það Ágúst. Já víst var hún svona þar til undir það síðasta,þá var húmorinn ekki alveg að gera sig því miður. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.5.2013 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.