Leita í fréttum mbl.is

Að eiga réttinn

Nú hefur heldur flísast úr röðum Vinstri grænna á Alþingi. Þrír feitir bitar farnir fyrir lítið og vandræðagangur í prinsippmálum flokksins allsráðandi. Raunamæddir ráðherrar eru að því er virðist á barmi áfalla og það hygg ég að heiftin svelli í brjóstum þeirra. "Farið hefur fé betra" hrópaði einn stjórnarþingmaður úr sæti sínu þegar hinn ungi, stórfríði og hugumstóri baráttumaður, Ásmundur Einar Daðason, lýsti frati á stjórnina sem hann sat sjálfur í. Ekki fannst mér þetta frammíkall sannfærandi né heldur nærri eins skemmtilegt og þegar sami þingmaður, í beinni útsendingu, bað fyrir kveðju til "frænda" einhvers með tilmælum um "að hann hoppaði upp í rassgatið á sér "  Frændinn er líklega einhver sem ekki vill hoppa upp í rassinn á Evrópusambandinu eins og hún sjálf.

Mikill órói virðist vera í kvennasveit VG. Þær hafa verið nokkuð iðnar við að fjölga mannkyninu, eflaust í skjóli þess að þeirra flokkur, sem hefur sett allskyns lög og reglur um réttindi kvenna og jákvæða mismunun, er í stjórn. Ekki einu sinni þau prinsippmál hafa verið í lagi. Líklegt finnst mér að Guðfríður Lilja hinkri með að yfirgefa skútuna þar til ljóst er hver leysir af menntamálaráðherrann en það þarf væntanlega að vera kona.

Þetta affall kjörinna fulltrúa í VG vekur enn og aftur upp hugleiðingu um hver eigi þingmenn. Oft hefur heyrst sú skoðun að ef þingmaður hættir í þingflokki eigi hann að hætta á þingi. Þetta er vel skiljanlegt þar sem sumir eru að kjósa flokk til að tryggja sjálfum sér bitlinga og áhrif í gegnum þingmanninn. Þau áhrif eru komin út í hafsauga þegar viðkomandi afsalar sér áhrifum á þingi.

En hvað sem fólki finnst um þetta þá eru lögin skýr. Viðkomandi persóna er kosin á þing og hefur ekki skyldur við neitt nema samvisku sína. Meðan viðkomandi fylgir þeirri stefnu sem hann boðaði fyrir kosningar og stendur við sín fyrirheit er ekkert við þessu að segja.

Foringjaræðið og flokkstryggðin er augljós í eignakröfum eins og þeirri sem VG á Vestfjörðum setja nú fram um þingsæti fyrir næsta mann á listanum.

Ekki kastar það rýrð á Dalamanninn unga að mínu áliti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

" Viðkomandi persóna er kosin á þing og hefur ekki skyldur við neitt nema samvisku sína."

Þetta er ekki allskostar rétt. Þingmaður vinnur eið að stjórnarskránni og ber skylda til að uppfylla skilyrði hennar.  Uppá það hefur þó vantað. Sér í lagi meðal ráðherra. Þeir telja sig jafnvel hafna yfir hæstarétt.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón rétt er það og ég geng út frá því að samviskan taki mið af því að menn fari eftir þeim lágmarkskröfum að fylgja stjórnarskránni. Sammála þér með þetta tiltekna mál sem þú kemur inn á með sniðgöngu á úrskurði hæstaréttar. Það er hálfgerður skandal hjá ráðherranum.  En þegar hjartans málin eru annarsvegar þá er gengið ansi langt til að ná sínu fram. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.4.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Mér finnst þessi tilgáta þín um Guðfríði Lilju og stól menntamálaráðherra athyglisverð! Hún eygir það sæti sem sagt og fórnar frekar hugsjónum til að kasta því ekki fyrir róða.

Ágúst Ásgeirsson, 17.4.2011 kl. 20:04

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Frú Kolbrún, er nú ekki lágmark, að þú farir rétt með nafn "unglambakjötsins" úr Dölunum sem þú færð svona líka mikið vatn í munnin að horfa á? Ásmundur en ekki Ásgrímur!

Annars er nú gaman að heyra þig og JS hinn glaðlega, enduróma þessa dellu um að álit hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingsins, hafi verið sniðgengið með lagasetningunni um stjórnlagaráðið.Sá eini sem sniðgengið hefur hæstarétt er bara hann sjálfur eða þeir sem í dómnum sátu og gáfu þetta álit, eitt það mesta rugl sem ég hef lesið.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Ég treysti  mér nú ekki til að fullyrða þetta með hugsjónirnar og að þær séu falar fyrir stólinn. Það er nokkuð víst að það skiptir miklu máli fyrir þingmann að hafa náð í stól. Hún hefur ekki , að því ég best veit, verið að flökta með hugsjónirnar heldur miklu frekar foringjavandamálin og framkvæmdir á hugsjónastefnu VG. Ég vona bara að hún viti hvað hún er að gera. Er ekki vorið komið í Frakkaríki   Hér snjóar bara. kv.ks

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.4.2011 kl. 21:47

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús minn. Þetta er nú meiri djö.... smámunasemin í þér. Ég sem var að vanda mig að kalla manninn ekki Ásmund Daða  eins og ég geri svo oft. Ég breyti þessu eins og skot svo fólk skilji við hvern er átt  það er alveg lágmark.

Nú þekki ég ekki störf Jóns Steinars en ég er sammála því eins og Ögmundur og fleiri (góðir menn) að niðurstaða dómsins var þessi og að pressa þessu stjórnlagaþingi á samt sem áður er ákveðin valdníðsla á réttarkerfinu. Kannski litast þetta af þeirri skoðun minni að ekkert var með þessa samkundu að gera yfirhöfuð og ég hálffegin ef þjóðin gat sparað smávegis með því að sleppa því. Við munum hver var niðurstaða Þjóðþingsins og ekki er nú mikið gert með þau fögru orð sem sett voru fram sem niðurstaða þar. Kveðja til þín Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.4.2011 kl. 21:59

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Jú, vorið er komið og gott betur. Hér hefur sólin skinið, nánast án afláts í nokkrar vikur. 25-26 gráður fer hitinn í yfir daginn en dettur svo niður í 10-12 á blánóttinni. Alveg indælt en verst hvað allt sprettur hratt í garðinum, nóg að reita og þrífa þar. Búinn að slá mörgum sinnum, sú vertíð byrjaði síðla febrúar, leyfði mér að draga það þangað til. Þurrkar farnir að ógna sprettu en það er vandamál sem grænmetis- og kornbændur kvarta meira undan en ég! Nú hjólar maður á stuttbuxum og t-blússu, veðrið hefur verið það gott.  

Ég tek undir það sem þú skrifar um stjórnlagaþingsmál og Hæstarétt o.s.frv. Verst með Magnús, hann er svo gallharður krati - sem er hið besta mál sosum - að það er ekki til í dæminu að Jóhanna og kó geri dellur!!!  

Ágúst Ásgeirsson, 20.4.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband