Leita í fréttum mbl.is

Vestfirðir

sumarfrí 058Það er ekki ofsögum sagt að fegurð Íslands er mikil og óvíða eins mikil og á Vestfjörðum þegar náttúran er eins og unaðslegt málverk og kyrrðin eins og andakt alheimsins. Þá er eins og sálin sé úthverf í manni og hamingjan ætlar bókstaflega að brjóta sér leið út úr líkamanum. Brosið fast á manni og allt í einu er maður orðin eins og barn sem er að uppgötva heiminn. Sjáðu, sjáðu þetta, vá, þvílík fegurð.

Ég fór um Ísafjörð, Bolungavík, sem nú er bara rétt við bæjardyrnar hjá Ísfirðingum, og Þingeyri þar sem ég spilaði einn versta golfhring minn í sumar. Það var ekki hægt að einbeita sér að vellinum þegar útsýnið er eins og þar þennan dag. Mín uppáhaldsbraut er einmitt þar og er númer 7. Par 3 braut um 100 metrar. Já náttúran í sínum haustlitum er ótrúleg á þessum fjallakjálka.

Á heimleiðinni fór ég vesturleiðina þ.e. yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði, Tröllaháls og hvað það nú heitir og kom niður í Flókalundi. Þessi leið er ótrúlega flott og hrikaleg. Vegurinn fer upp í 500 m hæð yfir sjávarmáli á hæstu köflunum.  Heimamenn á Ísafirði sögðust margir vera hættir að fara þessa leið en nota malbikið í staðinn og fara norður fyrir og niður um Bröttubrekku í Borgarfjörð. Mér finnst að ferðamenn, erlendir og innlendir, ættu endilega að fara vesturleiðina og mér finnst hún megi alls ekki leggjast af. Það var ægifagurt að sjá svo eftir Breiðafirðinum í Snæfellsjökul. Þá var náttúran allt í einu í pastellitunum, bleik, ljósblá og ljósgrá.

Þessi yndislega reisa mín endaði svo með ótrúlega fögrum stjörnuhimni með stjörnuslæðu og norðurljósum þegar komið var í Borgarfjörðinn enda komið niðamyrkur og greinilega kuldi í háloftunum þó þessi dagur hafi verið hlýr og góður.  

Ég elska Ísland og mest á haustin ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kolla, takk fyrir þennan fallega pistil. Ægifegurð Vestfjarða varð mér sem ljóslifandi við lesturinn. Vonandi hefur fegurðin bætt þér upp það sem á golfið vantaði! 

Björn Birgisson, 18.10.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn. Þetta er nú fátækleg lýsing miðað við upplifunina og aldrei þessu vant var ég ekkert að fárast yfir lélegum árangri í golfinu því ég var of upptekin af fegurðinni. Ég náði samt fugli á 18. og fór sátt með það :) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Kolla. Tek undir með Birni fór með þér vestur í huganum. Sannarlega fallegt þarna fyrir vestan. Annars var ég að skoða golfsett í dag, stefni á það að fara að slá þessar hvítu kúlur næsta sumar. Fyrst þarf ég víst að æfa mig í vetur. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.10.2010 kl. 23:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dýrafjörður er fæðingarstaður minn og þar ólst ég upp. Fór þangað í sumar með 2 systrum mínum,sýndi þeim allt sem mér fannst markvert. Golfvöllurinn hlýtur að vera upp á Söndum,en "litla" systir vildi skoða hestana þar. Þarfa að egna dóttur mína sem er forfallin golfspilari að koma þarna og spila meðan ég enn þá tóri.     Við hrepptum líka yndislegt veður í Ágúst. Allt í einu varð allt gamalt gott,eins og ótakmarkuð sókn til fiskjar var. Ég má ekki gleyma mér,ég verð hrærð því ég þekki þetta svo vel. Mb kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll Sigurður nú lýst mér á þig. Þú ættir að fara í einn til tvo tíma í vetur og slá á pöllunum í Básum eða Keili í Hafnarfirði. Þá verður sveiflan orðin fín í vor. Bara skreppa með sjöujárn og taka eina fötu af og til. Það er líka bara gaman. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga og takk fyrir innlitið. Þú ættir endilega að koma dóttur þinni á völlinn og eins er völlurinn í Tungudal á Ísafirði hreinasta perla. Ég fór einu sinni ásamt þremur félögum mínum í sérstaka golfferð um Vestfirði. Við spiluðum á Patreksfirði, Ísafirði, Þingeyri og Bolungavík. Við gistum á Patró og spiluðum þann völl tvisvar. Þetta var um verslunarmannahelgi og þá var sama blíðan og dásemdin allt um kring en ekki þessi sérstaka litadýrð sem er á haustin. Sammála þér um að það þarf að vera frjáls sókn til fiskjar eins og þú orðar það svo skemmtilega. Ég var einu sinni fiskimannskona og þá vorum við frjáls og höftin bara bundin við sjálfsagann og dugnað okkar sjálfra. Hafðu það sem allra best kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2010 kl. 23:59

7 identicon

... Sæl krían mín og takk fyrir þessa fallegu ferðalýsingu um vestfirðina, þeir hafa alltaf verið mér kærir síðan ég var þar á vertíðum í denn,,, í mínum huga eru vestfirðirnir allt annað "ísland" svo einstaklega einstakir á okkar landi... og borgarfirðinum sér maður alltaf stjörnur, hvort sem ég er þar eður ei... kærar kveðjur Gúndi Glans

Guðmundur Hall (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:37

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur Gúndi. Ég byrjaði á því að koma við hjá þér þegar ég lagði í þessa ferð en þá var lokað og því var ég orðin afar kaffiþyrst þegar ég kom í Búðardal. Þetta hefði semsagt getað orðið ánægjulegri ferð þó ótrúlegt sé . Knús á þig Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.10.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband