Leita í fréttum mbl.is

Hólmavík

I góðum félagskapÉg brá undir mig betri fætinum síðastliðna helgi og keyrði vestur á firði í blíðskaparveðri. Það var einkar ánægjulegt að njóta útsýnisins og ferðast um landið sitt. Það var farið inn á flesta staði á leiðinni bæði Búðardal, Krókfjarðarnes og Hólmavík. Eins og vanalega fór ég á bryggjuna og kíkti á bátana en trilluútgerðin er alltaf svolítið nálæg sálinni í mér.

Á Hólmavík eins og víðast hvar á landinu trónir kirkja á hæsta punkti eða þá að þær eru mjög áberandi miðsvæðis. Ég hef sérstakan áhuga á aðgengi að kirkjum fyrir hjólastóla og því var farið að skoða það nánar.

Það var eins og mig grunaði. Þrátt fyrir staðsetningu var kirkjan upphækkuð til að koma fyrir tröppum á fjóra vegu og um leið var hún orðin óaðgengileg fyrir hjólastólafólk.

Á tröppunum sat hinsvegar maður með hækjur. Hann tók vel undir kveðju mína og brosti sæll og glaður. Við tókum tal saman og þá kom í ljós að hann er bóndi úr Bitrufirði og bjó á elliheimilinu. Hann sagðist vera 88 ára, en það held ég að hljóti að hafa verið einhver elliglöp og bar það á hann. Hann hló bara og sagðist hafa verið giftur sömu konunni í 60 ár og þau hefðu aldrei rifist. Þessu trúði ég alveg því hann virkaði afar ljúfur, elskulegur og fallegur maður.

"Nú" sagði hann þegar ég kynnti mig sem framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. "Þá ferðu ekki fyrr en þú ert búin að redda aðgengi niður brekkuna hér í plássinu. Þú verður nú ekki lengi að því ". Joyful

Ég fór og kíkti á brekkuna og hún var ekki árennileg fyrir fótafúið fólk og varla aðra heldur. Snæri hafði verið strekkt eftir henni til að styðja sig við en það var bæði sigið og laust og ekki traustvekjandi.

Annan mann hitti ég, ungan og verklegan smið og var hann bæði skrafhreifinn og brosmildur.  

Ég held að fólkið sé nokkuð hamingjusamt á Hólmavík, þangað var allavega gaman að koma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 122262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband